Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 72

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 72
72 ingalega orðræðu sem félagsathafnir í fjölbreytilegu þjóðfélagslegu sam- hengi.“13 Afstæðishyggja Lutz leiðir hins vegar af sér að slík menningarmörk (hvort heldur þau ráðast af tungumálum, menningu eða tíma) kæmu í veg fyrir sammannlega tjáningu og skilning, og má því gefa sér að bókmennta- heimur miðalda væri okkur lokaður heimur. Hins vegar er áhersla Lutz og Abu-Lughod á orðræðu mikilvæg í miðaldasamhengi þar sem textar (og aðrar sambærilegar fornminjar) eru eini möguleiki okkar á að nálgast þann hugmyndaheim sem mótaði viðkomandi texta. Greining á orðræðu texta er því líkleg til að leiða af sér frekari skilning á þeim hugmynda- heimi sem settur er fram í verkinu, jafnvel þó slíkur hugmyndaheimur geti aðeins gefið okkur takmarkaðar upplýsingar um þann sögulega veruleika sem markaði sköpun hans.14 Abu-Lughod og Lutz eru fylgjandi því sem sagnfræðingurinn Barbara Rosenwein hefur kallað „sterka félagslega hug- smíðahyggju“ (e. strong social constructionism) sem afneitar hugmyndum um grunnlíffræðilegar og sammannlegar tilfinningar.15 Í andstæðu við sterka félagslega hugsmíðahyggju setur Rosenwein fram „væga félagslega hug- smíðahyggju“ (e. weak social constructionism) sem gerir aftur á móti ráð fyrir að samfélagsvenjur hafi áhrif á tjáningu tilfinninga. Slíkar kenningar afneita því ekki hugrænu eða efnafræðilegu inntaki í ferlinu. Þær sýna engu að síður að mati Rosenwein lítinn áhuga á þessu „innra ferli tilfinn- 13 „The most productive analytical approach to cross-cultural study of emotion is to examine discourses on emotion and emotional discourses as social practices within diverse ethnographic contexts.“ (Lila Abu-Lughod og Catherine A. Lutz, „Introduction: Emotion, discourse, and the Politics of Everyday Life“, Lang- uage and the Politics of Emotion, ritstj. Lila Abu-Lughod and Catherine A. Lutz, Cambridge: Cambridge University Press, 1990, bls. 1–23, sjá bls. 1.) William M. Reddy hefur gagnrýnt fræðikenningar Abu-Lughod og Lutz harkalega í grein sinni „Against Constructionism: The Historical Ethnography of Emotions“, Current Anthropology 3/1997, bls. 327–351. 14 Þessi staðhæfing felur ekki í sér ósk um afturhvarf til söguhyggju þar sem sögur verða lesnar í þeim tilgangi að greina þann sögulega veruleika sem ól þær af sér. Hins vegar má ekki horfa fram hjá því að sögulegt samhengi markar textann að meira eða minna leyti. Það er því mikilvægt að gerður sé greinarmunur á textanum sem sögulegu viðfangi (þ.e. sem hægt er að staðsetja í sögulegu samhengi) og sem sjálfstæðum hugmyndaheimi sem fylgir eigin bókmenntafræðilegum forsendum og reglum og sem lesandi á hvaða tíma sem er þarf að kljást við og túlka. Slíkur texti brýtur af sér höft sögulegrar fortíðar, þó hann tilheyri eftir sem áður ákveðnu sögulegu samhengi. 15 Barbara H. Rosenwein, „Worrying About Emotions in History“, The American Historical Review 3/2002, bls. 821–845, sjá bls. 837. Sif RíKhaRðSdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.