Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 101

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 101
101 milli. Einhvern tíma á síðustu öld sátum við Jón að viskýdrykkju og hann var að útskýra fyrir mér heimspeki Merleau-Pontys: „Sjáðu til, hérna er fullt viskýglas og ég teygi mig eftir því, tek það upp og drekk úr því – ég og viskýið verðum eitt – legg það síðan frá mér aftur. Í þessari athöfn, sem fyrir okkur er einföld, felst lærð, flókin hugsun sem við veitum ekki athygli. Ef tölva ætti aftur á móti að stýra vélmenni til að framkvæma þessa einföldu aðgerð, krefðist það mjög mikils minnis.“ Ég spurði Jón reyndar ekki hvort það breytti einhverju um aðgerðina, sem hann lýsti svo fjálg- lega, hvað væri í glasinu en það leiðir reyndar hugann einnig að innihaldi og útliti listarinnar. En þessi spurning um „gestural“ tjáningu á fleti var lengi búin að vera mér mjög hugleikin, og þörfin fyrir að losna við blindramma og bak mál- verksins hafði orðið til þess að ég fór að mála á plexigler. Ég hef í sjálfu sér engan sérstakan áhuga á plexigleri, en það opnaði mér leið til að móta, með hreyfingu í lit, algjörlega nakið verk þar sem ferlið var gersamlega opið og gagnsætt. Verkin nefndi ég Unidentified eða Óskilgreind, í stað Án titils, til þess að forða þeim frá hvers konar listasögulegri skírskotun, og það sem mig langar til er að vera einfaldlega framleiðandi fyrirbæra, án þess að verða hokinn og sligaður af titlinum „listamaður“. Ég vildi halda líkamlegri tengingu listamanns við verkið, í anda þess sem kemur fram hjá Merleau-Ponty að hugur getur ekki málað án líkama og gegnum líkamann skynjum við. Sú skynjun er að mínu viti grunnur allr- ar hugsunar og það er í gegnum skynjun og athöfn sem listamaðurinn fæst við eigin verund, samanber umfjöllun Merleau-Pontys um efa Cézannes: Fjarvíddaraflögun er ekki lengur sýnileg sem slík, heldur stuðlar hún að því, eins og gerist í náttúrulegri sjón, að regla skapist, í hlut sem er að birtast og skipuleggur sjálfan sig fyrir augum okkar.12 Framhald af því sama sé ég hjá de Kooning sem var alltaf veraldlegur í sínum verkum og laus við allt ægifagurt (e. sublime) og allt yfirskilvitlegt (e. transcendental). Þó svo að de Kooning gangi ekki beint út frá hugmyndum Merleau-Pontys, lifir hann tíma og rúm í verkum sínum. Merleau-Ponty útskýrir að við getum ekki aðgreint skynheiminn og sjónarhorn okkar frá hugmynd okkar um það hvað við erum sjálf. Við 12 Maurice Merleau-Ponty, „Cézanne’s doubt“, Sense and Non-sense, Hubert L. dreyfus og Patricia Allen dreyfus þýddu og rituðu inngang, Evanston: North- western University Press, 1964, bls. 14. Að MÁLA MEð MÆNUNNI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.