Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 107
107
voru heimspekingurinn Harald Høffding (1843–1931) og tilraunasálfræð-
ingurinn Alfred Lehmann (1858–1921) fremstir í flokki, báðir heimskunnir
fræðimenn í greininni. Høffding hafði skrifað yfirlitsbók um sálfræði sem
notuð var í forspjallsvísindum við Hafnarháskóla í rúmlega þrjá áratugi.5
Alls kom bókin út í 10 útgáfum og var þýdd á fjölda tungumála og varð ein
útbreiddasta kennslubók í sálfræði kringum aldamótin 1900. Bókin ein-
kenndist af víðri sýn Høffdings á greinina, „sálfræði er ekki ein fræðigrein
heldur margar“ eins og hann skrifaði.6 Í bókinni gerðist hann talsmaður
hinnar „sálarlausu sálfræði“, þeirrar sem upprunnin var í hinni bresku
heimspekihefð frá Thomasi Hobbes til Johns Stuart Mill en meginþráður
í þeirri sálfræði voru hugmyndir um löggengi í sálarlífinu sem skýra mætti
með margvíslegum hugtengslum.7 Þessa bresku hefð las Høffding með
augum meginlandsheimspekinnar. Høffding segir svo frá í endurminn-
ingum sínum að einkum hafi það verið Kant og Kierkegaard sem opnuðu
augu hans fyrir takmörkunum bresku hefðarinnar, að í hana vantaði hið
skapandi sjálf, að alls staðar þar sem greining (analýsa) á sér stað í sálar-
lífinu þurfi líka að koma til einhver samsetning eða sýntesa. Hennar sér
að mati Høffdings stað í hinum virku þáttum sálarlífsins, meðal annars í
viljanum.8
Høffding var menntaður guðfræðingur en verk Kierkegaards urðu til
þess að hann varð fráhverfur prestskap og sneri sér þess í stað að heimspeki
að loknu námi. Þekktur er hann líka fyrir hið mikla rit sitt um sögu nýald-
arheimspeki sem einnig hlaut mikla útbreiðslu og sést einstaka sinnum
Experimental Psychology at the University of Copenhagen“, Journal of the History
of the Behavioral Sciences, 45/2009, bls. 34–55 og Jörgen L. Pind, „An Education in
Psychology: The development of Psychology as a Field of Study at the University
of Copenhagen 1850–1950“, Nordic Psychology, 61/2009, bls. 46–61. Hér má skjóta
því inn að tveir Íslendingar höfðu lokið sams konar prófi og Rubin tæpum áratug
fyrr, þeir Ágúst H. Bjarnason og Guðmundur Finnbogason. Sjá Jörgen L. Pind,
Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2006.
5 Harald Høffding, Psykologi i Omrids paa Grundlag af Erfaring, Kaupmannahöfn: P.
G. Philipsens Forlag, 1882.
6 Sama heimild, bls. 32.
7 Um sálarlausa sálfræði, sjá nánar Jörgen L. Pind, Frá sál til sálar, bls. 84 o.áfr. og
Thomas Teo, „Friedrich Albert Lange on Neo-Kantianism, Socialist darwinism,
and a Psychology Without a Soul“, Journal of the History of the Behavioral Sciences,
38/2002, bls. 285–301.
8 Harald Høffding, Erindringer, Kaupmannahöfn: Gyldendal, 1928, bls. 69.
„SÁLARFLEYIð MITT SKELFUR“