Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 109

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 109
109 virðist bjartari ef hann er umkringdur dekkri fleti en ef hann er umkringd- ur ljósari fleti). Þetta var fyrsta rannsókn sinnar tegundar og vakti töluverða athygli fræðimanna.15 Þegar heim var komið setti Lehmann á laggirnar rannsóknastofu í sáleðlisfræði „í þremur myrkum og rökum kjallaraher- bergjum“ í húsi Metropolitanskólans við Frúartorg í Kaupmannahöfn.16 Í fyrstu rak Lehmann rannsóknastofuna fyrir eigin reikning en árið 1892 tók Hafnarháskóli við henni en Lehmann var tímabundið ráðinn dósent í sálfræði við skólann árið 1890 og varð síðar prófessor. Lehmann var ein- staklega afkastamikill rannsakandi í stofu sinni. Hann naut örlátra styrkja frá Carlsberg-sjóðnum þannig að honum tókst að byggja upp fyrsta flokks rannsóknastofu í Kaupmannhöfn. Rannsóknir hans snerust einkum um líkamlega fylgifiska vitundarbreytinga, til dæmis líkamlegar breytingar sem fylgja ólíkum geðshræringum.17 Høffding og Lehmann voru þeir kennarar sem Rubin átti mest saman við að sælda á námsárunum. Rubin minntist þess síðar þegar hann sótti Lehmann heim og tjáði honum þá fyrirætlan sína að lesa sálfræði sem aðalgrein til meistaraprófs í heimspeki: Ég minnist þess þegar ég sem ungur stúdent leitaði til Alfreds Lehmann til að segja honum að ég hygðist leggja fyrir mig sálfræði. Hann talaði þá um hamlanir og örvanir og spennufall í heilanum; ekki man ég nú lengur af hverju hann fór að tala um þetta en ég man hve forviða og uppnuminn ég varð. Ég þóttist vita eitthvað um þá grein sem ég ætlaði mér að læra en allt sem prófessor Lehmann drap á var mér algerlega framandlegt og ókunnuglegt.18 15 Alfred Lehmann, Om Anvendelsen af Middelegradationernes Metode paa Lyssansen, Videnskabernes Selskabs Skrifter, 6. Række, naturvidenskabelig og matematisk Afdeling IV, 2, Kaupmannahöfn: det Kongelige danske Videnskabernes Selskab, 1886. Sjá nánar Jörgen L. Pind, „A Tale of Two Psychologies“, bls. 115–120. 16 Alfred Lehmann, „Selvbiografi“, Alfred Lehmann – en psykologisk pioner: Festskrift udgivet i anledning af Psykologisk Laboratoriums 100-års dag 1. september 1986, ritstj. Ib Kristian Moustgaard og Lis Nørgaard Christoffersen, Kaupmannahöfn: Københavns Universitet, 1986, bls. 10. 17 Alfred Lehmann. Hovedlovene for det menneskelige Følelsesliv: En experimentel og analytisk Undersøgelse af Følelsestilstandenes Natur og Optræden tilligemed et Bidrag til deres Systematik, Kaupmannahöfn: J. Frimodts Forlag, 1892. Önnur endur- skoðuð útgáfa kom aðeins út á þýsku: Alfred Lehmann, Die Hauptgesetze des mensc- hlichen Gefühlslebens, Zweite, völlig umgearbeitete Auflage, Leipzig: O.R. Reisland, 1914. 18 Edgar Rubin, „Alfred Lehmann [minningargrein]“, Berlingske Aftenavis, 29.9/1921, bls. 2, þýð. mín. „SÁLARFLEYIð MITT SKELFUR“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.