Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 119

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 119
119 apparent motion) í Frankfurt am Main.38 Meðal þátttakenda í umræddum tilraunum voru Kurt Koffka (1886–1941) og Wolfgang Köhler (1887– 1967). Wertheimer, Koffka og Köhler urðu fræðilegir leiðtogar skyn- heildastefnunnar á næstu áratugum. Þar sem almennt er viðurkennt að rannsóknir Wertheimers á sýndarhreyfingum hafi orðið til að hrinda skyn- heildastefnunni af stað, má það heita merkilegt að skiptar skoðanir eru á því hvað þessar rannsóknir leiddu í ljós. Líklega ástæðu þess má rekja til þess að Wertheimer var heldur ósýnt um að skrifa skýran texta og grein hans um hreyfiskynjun er hreint ekki auðveld aflestrar.39 Með tilkomu kvikmynda á síðustu áratugum 19. aldar varð sýndar- hreyfing reyndar vel kunn sem skynfyrirbæri löngu áður en Wertheimer hófst handa við sínar rannsóknir. Kvikmyndir fela það í sér að kyrrstæðum myndum, sem eru innbyrðis smávægilega ólíkar, er varpað hratt á tjald. Munur myndanna leiðir til þess að fólk sér hreyfingar. Austurríski vís- indamaðurinn Simon Exner hafði sömuleiðis sýnt fram á það árið 1875 að tveir rafneistar sem voru kallaðir fram með tilteknu millibili á tveimur stöðum gátu leitt til þess að fólki sýndist einn neisti fara milli víranna sem mynduðu neistana.40 Í rannsóknum sínum notaði Wertheimer svonefnda hraðsjá (e. tachis- toscope) sem byggð var kringum hjólabúnað. Með því að snúa hjólinu mis- hratt var hægt að stjórna birtingartíma áreita. Wertheimer notaði yfirleitt strik eða línur sem áreiti. Hann sýndi nú fram á að þegar hjólinu var snúið hægt sáu þátttakendur tvær ólíkar línur birtast (önnur var kannski lárétt en hin lóðrétt). Ef hjólinu var snúið mjög hratt virtust bæði áreitin hins vegar sýnileg samtímis. Með því að hægja síðan á hjólinu – en snúa því þó hraðar en upphaflega – sá fólk eina línu hreyfast fyrir augunum, línu sem færðist frá láréttri stöðu í lóðrétta eða öfugt. Þetta hefur verið nefnt beta-hreyfing og er sú tegund sýndarhreyfingar sem kvikmyndir byggjast á. Að auki tóku Wertheimer og þátttakendur hans eftir annars konar hreyfingu sem ekki hafði verið greint frá áður. Wertheimer nefndi þessa 38 Um skynheildastefnuna má fræðast hjá Mitchell G. Ash, Gestalt Psychology in German Culture 1890–1967: Holism and the Quest for Objectivity, Cambridge: Cam- bridge University Press, 1995 eða d. Brett King og Michael Wertheimer, Max Wertheimer & Gestalt Theory, New Brunswick, New Jersey: Transaction Publishers, 2005. 39 Max Wertheimer, „Experimentelle Studien über das Sehen von Bewegung“, Zeit- schrift für Psychologie, 61/1912, bls. 161–265. 40 Edwin G. Boring, Sensation and Perception in the History of Experimental Psychology, bls. 594. „SÁLARFLEYIð MITT SKELFUR“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.