Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 123

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 123
123 Árið 1921 var Kurt Koffka beðinn um að skrifa yfirlitsgrein um skyn- heildastefnuna fyrir bandaríska tímaritið Psychological Bulletin, þá og síðar eitt helsta vísindatímarit sálfræðinnar. Birtist greinin árið eftir, löng og rækileg úttekt á hinni nýju sálfræðistefnu.49 Athyglisvert er að í greininni er að finna býsna nákvæma greinargerð um rannsóknir Rubins. Koffka gerir þeim reyndar næstum jafnhátt undir höfði og rannsóknum Wertheimers á fí-fyrirbærinu, kannski vegna þess að langtum auðveldara var að fjalla um þær með skiljanlegu móti en rannsóknir Wertheimers.50 Grein Koffkas varð til þess að kynna rannsóknir Rubins fyrir banda- rískum sálfræðingum. Hún leiddi líka vafalítið til þess að hann var eftir þetta talinn einn af sálfræðingum skynheildastefnunnar. Reyndar er nú orðinn algengur sá sögulegi misskilningur innan sálfræðinnar að aðgrein- ing fígúru og grunns hafi verið ein af uppgötvunum skynheildasinna. Það er vitaskuld ekki rétt; Edgar Rubin átti allan heiður af þeirri uppgötvun. Koffka átti síðar eftir að fjalla á nýjan leik um rannsóknir Rubins í höfuðriti sínu um skynheildastefnuna, Principles of Gestalt Psychology. Þar eyðir hann heilum kafla í aðgreiningu fígúru og grunns og fylgir nálgun Rubins.51 Þótt skynheildastefnan hafi byrjað með rannsóknum á skynjun, tók hún fljótt til fleiri viðfangsefna sálfræðinnar. Wolfgang Köhler varð þekktur fyrir rannsóknir sínar á hugsun hjá mannöpum, á því sem hann nefndi „innsæi“ þeirra við margvíslegar þrautalausnir. Aðrir færðu sjónarmið skynheildastefnunnar á vit félagssálfræðinnar og sálfræði listar. Árið 1922 skrifaði Koffka að skynheildastefnan væri „meira en kenning um skynjun, já hún er reyndar annað og meira en sálfræðileg kenning“.52 En hér skildu leiðir með Rubin og skynheildastefnunni; því meir sem þeir Wertheimer, Koffka og Köhler færðu út landamæri sinna fræða, þeim mun minni samleið átti Rubin með þeim. Hann var ætíð þeirrar skoðunar að sálfræðin væri giska óburðug grein sem ætti að halda sig við afmörkuð viðfangsefni og umfram allt ekki að alhæfa niðurstöður af einu sviði sálar- lífsins yfir á önnur svið, líta á smávægileg framfaraskref sem einhvers konar „allsherjarlækningu“.53 Rubin vék að þessu einu sinni í bréfi til Christians 49 Kurt Koffka, „Perception: An Introduction to the Gestalt-Theorie“, Psychological Bulletin, 19/1922, bls. 531–585. 50 Sama heimild, bls. 556–65. 51 Kurt Koffka, Principles of Gestalt Psychology, bls. 177–211. 52 Kurt Koffka, „Perception: An Introduction to the Gestalt-Theorie“, bls. 531. 53 Kai von Fieandt, „Edgar Rubin och gestaltpsykolgin: Några personliga minnen“, Nordisk Psykologi, 3/1951, bls. 115. „SÁLARFLEYIð MITT SKELFUR“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.