Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 128

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 128
128 Kants á að kanna eðli þeirra hugartækja sem valda því að heimurinn birtist okkur eins og hann gerir sé meginstef í hugsun skynjunarsálfræðinga sam- tímans um sjónskynjun. Skilningurinn gegnir þarna lykilhlutverki.3 Samkvæmt þekkingarfræði Kants fæðumst við með tilhneigingu til ákveðinnar hegðunar og skilnings á heiminum. Hugurinn leggur til skiln- ing á því sem berst okkur um skynfærin. Oft er erfðahyggju stillt upp sem andstæðu reynsluhyggjunnar þar sem talið er að þekkingin verði til í gegn- um reynslu okkar. En það væri einföldun að lýsa hugmyndum Kants sem erfðahyggju, enda hefur því verið haldið fram að í kenningum hans fel- ist millistig eða einhvers konar samþætting milli reynsluhyggju og erfða- hyggju. Kenningar Kants voru að sumu leyti hugsaðar sem andsvar við róttækri reynsluhyggju í anda Thomasar Hobbes, Johns Locke og davids Hume. Þótt reynsluhyggja hafi gengið aftur í kenningum atferlisstefnunn- ar frá upphafi 20. aldar, er jafn-merkilegt hversu skjótt slíkar hugmyndir hafa horfið aftur af sjónarsviðinu og sjónarmið í anda Kants orðið ráðandi á ný. Hugmyndir Kants rista þó mun dýpra en svo að í þeim felist einungis mótmæli gegn reynsluhyggju. Markmið Kants var leynt og ljóst að gera viðlíka byltingu í þekkingar- fræði og Nikulás Kóperníkus hafði gert á heimsmynd okkar frá jarðmiðju- kenningu að sólmiðjukenningu.4 Kant varð ljóst eftir lestur á riti davids Hume um skilningsgáfuna5 að þekkingarfræðin væri komin í öngstræti. Kant taldi spurningar Humes mikilvægar en jafnframt fundust honum svör hans við þeim fráleit og ganga í berhögg við heilbrigða skynsemi. Kant lagði áherslu á að þau yrði að hrekja með fullgildum röksemdum. Að vísa til heilbrigðrar skynsemi dygði hreinlega ekki til þess að hrekja vel rökstuddar hugmyndir, hversu fráleitar sem þær kynnu að virðast að öðru leyti.6 Kant varð því ljóst að eitthvað væri að kenningu Humes um að mannleg þekking væri alfarið byggð á reynslu. Aðferðir reynsluhyggjunnar til þekkingaröfl- unar, þar sem áherslan væri á það sem er sjáanlegt og mælanlegt, gæfu ein- hliða mynd af því hvernig þekking yrði til. Lausn Kants á þessum vanda var afar snjöll en þó í grunninn einföld. 3 Sjá t.d. Jerry Fodor, The Modularity of Mind: An Essay on Faculty Psychology, Cam- bridge, MA: MIT Press, 1983. 4 Sjá Kant, Critique of Pure Reason, bls. 10. 5 david Hume, Rannsókn á skilningsgáfunni ásamt sjálfsævisögu höfundar, þýð. Atli Harðarson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1988. 6 Úrvals umfjöllun um þessi mál í hugmyndum Kants má finna hjá Paul Guyer og Allen W. Wood, „Introduction“, hjá Immanuel Kant, Critique of Pure Reason, bls. 1–72. áRni KRiStjánSSon
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.