Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 132
132
Auðvitað hafði Kant þarna rétt fyrir sér. Ég skynja ekki tölvuna sem ég
skrifa þennan texta á sem samsafn óteljandi sameinda, sem eru ólíkar eftir
því hvort ég horfi á plastið í lyklaborðinu eða glerið á skjánum. Allt þetta
er þarna fyrir framan mig í þeirri mynd sem eðlisfræðin kennir okkur, en
því fer fjarri að ég skynji umhverfi mitt svo. En þó ég sjái ekki kjarna atóma
né rafeindirnar í kringum hann aftrar það mér ekki frá því að nota þessa
hluti. Þannig gagnast skynjunin mér. Skynjunarsálfræði okkar daga endur-
ómar þessar kenningar Kants en mikilvægur þáttur í þeim er að við höfum
þróast í þá átt að geta skilið heiminn á gagnlegan hátt – og það auðveldar
okkur lífsbaráttuna – en ekki til að skapa nákvæma eftirmynd heimsins
með skynfærum okkar. Þessa hugmynd má orða svo: Hugurinn býr til það
sem við sjáum. Reyndar er þessi nálgun, með þessu tiltekna orðalagi, nær
orðalagi skynjunarsálfræðinga samtímans um skynferlið, en rit Kants sýna
að hann hefði samsinnt þessu.
Kant og Hume
Kant reyndi, eins og áður kom fram, að finna mörk mannlegs skilnings.
Hann spurði hvað takmarkaði skilninginn, á hverju skilningurinn geri
okkur kleift að öðlast þekkingu og hvaða skilyrði geri þekkingu mögulega.
Hume hélt því fram að við vitum að atburður A valdi atburði B vegna
þess að við höfum áður orðið vitni að því að þegar A gerist, þá gerist B
líka. Hume tók dæmi af kúlum á biljarðborði og benti á að reynslan kenni
okkur þá túlkun að kúla B fer af stað þegar kúla A rekst hana. Í stuttu máli,
við skynjum orsakasamband milli atburða A og B.
Á hverju byggði Hume þessa skoðun? Hugmyndir Humes um orsaka-
samhengi má rekja til reynsluhyggjunnar – að við höfum einungis þekk-
ingu á því sem við höfum beina skynreynslu af. Hume skildi á milli sterkra
og innihaldsríkra skynjana og hugmynda sem eru eftirmyndir skynjananna.
Hann var þeirrar skoðunar að hugarstarf byggði á venju. Hugmynd okkar
um að eitt leiði til annars byggir á því að við erum vön því að orsök og
afleiðing fylgist að í tíma og í rúmi. Hugmyndirnar sem eru eftirmyndir
skynjananna styrkjast eða veikjast eftir því hvað reynslan kennir okkur, að
mati Humes.
Kant fannst meginhugmynd reynsluhyggjunnar um að þegar við fæð-
umst sé sálin (eða hugurinn) óskrifað blað algerlega fráleit, sem og sú kenn-
ing að hugmyndir okkar um orsakasamhengi byggist á vana. Kant spurði
til dæmis hvaðan okkur kæmi hugmyndin um orsakasamhengi. Ef við fæð-
áRni KRiStjánSSon