Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 132

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 132
132 Auðvitað hafði Kant þarna rétt fyrir sér. Ég skynja ekki tölvuna sem ég skrifa þennan texta á sem samsafn óteljandi sameinda, sem eru ólíkar eftir því hvort ég horfi á plastið í lyklaborðinu eða glerið á skjánum. Allt þetta er þarna fyrir framan mig í þeirri mynd sem eðlisfræðin kennir okkur, en því fer fjarri að ég skynji umhverfi mitt svo. En þó ég sjái ekki kjarna atóma né rafeindirnar í kringum hann aftrar það mér ekki frá því að nota þessa hluti. Þannig gagnast skynjunin mér. Skynjunarsálfræði okkar daga endur- ómar þessar kenningar Kants en mikilvægur þáttur í þeim er að við höfum þróast í þá átt að geta skilið heiminn á gagnlegan hátt – og það auðveldar okkur lífsbaráttuna – en ekki til að skapa nákvæma eftirmynd heimsins með skynfærum okkar. Þessa hugmynd má orða svo: Hugurinn býr til það sem við sjáum. Reyndar er þessi nálgun, með þessu tiltekna orðalagi, nær orðalagi skynjunarsálfræðinga samtímans um skynferlið, en rit Kants sýna að hann hefði samsinnt þessu. Kant og Hume Kant reyndi, eins og áður kom fram, að finna mörk mannlegs skilnings. Hann spurði hvað takmarkaði skilninginn, á hverju skilningurinn geri okkur kleift að öðlast þekkingu og hvaða skilyrði geri þekkingu mögulega. Hume hélt því fram að við vitum að atburður A valdi atburði B vegna þess að við höfum áður orðið vitni að því að þegar A gerist, þá gerist B líka. Hume tók dæmi af kúlum á biljarðborði og benti á að reynslan kenni okkur þá túlkun að kúla B fer af stað þegar kúla A rekst hana. Í stuttu máli, við skynjum orsakasamband milli atburða A og B. Á hverju byggði Hume þessa skoðun? Hugmyndir Humes um orsaka- samhengi má rekja til reynsluhyggjunnar – að við höfum einungis þekk- ingu á því sem við höfum beina skynreynslu af. Hume skildi á milli sterkra og innihaldsríkra skynjana og hugmynda sem eru eftirmyndir skynjananna. Hann var þeirrar skoðunar að hugarstarf byggði á venju. Hugmynd okkar um að eitt leiði til annars byggir á því að við erum vön því að orsök og afleiðing fylgist að í tíma og í rúmi. Hugmyndirnar sem eru eftirmyndir skynjananna styrkjast eða veikjast eftir því hvað reynslan kennir okkur, að mati Humes. Kant fannst meginhugmynd reynsluhyggjunnar um að þegar við fæð- umst sé sálin (eða hugurinn) óskrifað blað algerlega fráleit, sem og sú kenn- ing að hugmyndir okkar um orsakasamhengi byggist á vana. Kant spurði til dæmis hvaðan okkur kæmi hugmyndin um orsakasamhengi. Ef við fæð- áRni KRiStjánSSon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.