Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 139

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 139
139 er kenning um hugarstarf, um innri ferli sem sjá um að búa til nothæfa mynd af umheiminum. Samkvæmt túlkunarhyggjunni leggur hugurinn til umtalsverðan hluta þess sem við skynjum og er þar með frumforsenda þess að við skynjum á merkingarbæran hátt. Túlkunarhyggjan tekur ekki sterka afstöðu til spurninga um reynsluhyggju eða erfðahyggju; hún gerir þó ráð fyrir að töluvert af skynferlinu geti ekki verið lært. Þess ber hins vegar að gæta að nám getur verið með tvennum hætti innan þessa kenningakerfis – annars vegar nám einstaklingsins og hins vegar nám tegundarinnar.37 Í síðara tilvikinu felst námið í því að einstaklingar af ákveðinni tegund tileinkuðu sér eitthvað sem auðveldaði þeim lífsbaráttuna og þar með að koma erfðaefni sínu á framfæri. Samkvæmt túlkunarhyggju er skynjunin því samsuða þess hvaða ljós ber fyrir augu okkar og þess sem hugur okkar leggur til skynjunarinnar. Þetta er í raun og veru líka kjarninn í kenning- um Kants um skynjunina og skilninginn. Samkvæmt kenningum hans eru skynjunin og skilningurinn í raun sami hluturinn og verða ekki aðskilin. Áhrif Kants á þróun kenninga um sjónskynjun Oft er horft til Þýskalands um miðja 19. öld varðandi upphaf kerfisbund- inna tilrauna í skynjunarsálfræði og þá sérstaklega rannsókna þýska líf- eðlisfræðingsins Johannesar Müller og nemanda hans, Hermanns von Helmholtz.38 Müller setti fram áhrifamikla kenningu um sértæka tauga- orku sem fól í sér að við skynjum ekki heiminn með beinum hætti heldur sé skynreynsla okkar bundin þeim taugum sem örvaðar eru. Svo dæmi sé tekið: þegar við lokum augum og þrýstum á þau upplifum við eitthvað sem líkist sjónskynjun. Skynjandinn er því meðvitaður um ástand tauganna en ekki um ástand ytri hluta. Þessi hugmynd er auðvitað meira en lítið í anda Kants enda heldur Van Hoorn39 því fram að þessi hugmynd Müllers sé bein útlegging á þekkingarfræði Kants. Hermann von Helmholtz taldi að til þess að útskýra skynjun nægði ekki að vísa einungis til ímyndarinnar sem varpast á augað. Einhvers konar úrlausn skynseminnar, eða útlegging á því sem birtist, væri nauðsynleg. Helmholtz gerði sér með öðrum orðum grein fyrir því að röklegt ginn- 37 d. Purves og R.B. Lotto, Why We See What We Do: An Empirical Theory of Vision, Sunderland: Sinauer Associates, 2003. 38 Laura Otis, Müllers Lab, Oxford: Oxford University Press, 2007. 39 Willem Van Hoorn, Ancient and Modern Theories of Visual Perception, Amsterdam: University Press Amsterdam, 1972. ÞEKKINGARFRÆðI KANTS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.