Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 174
174
mótlæti tilfinningar.25 Geðhræringarnar eru óvenju magnaðar uppsprettur
merkingar texta. Hjá skrifaoglesaranum hafa þær einkamerkingu, en ekki
endilega þá sömu og tilfinningarnar sem vikið er að í textanum. Áhrifin
ráðast ekki eingöngu af því að tilfinningar eru merki sem tiltekinn atburð-
ur hefur þröngvað upp á mikilvægt takmark eða löngun, heldur einnig af
því að þær eru prófsteinar á rótgróin gildi okkar, jafnt þau sem okkur er
kunnugt um sem hin sem aðeins er hægt að geta sér til um.
Á meðal hugrænna kenninga um tilfinningar hefur kenning Oatleys og
Johnson-Lairds ýmislegt að bjóða skrifaoglesurum því þær útskýra hvern-
ig tilfinningar, sem eru stundum samhengislausar, geta öðlast merkingu
þegar þær verða viðfangsefni athugana, íhugunar og samræðna við aðra.26
Einmitt þetta einkenni tilfinninga myndar kjarna rómantísku kenning-
arinnar um listina sem tjáningu tilfinninga. (Ég tel að þrátt fyrir módern-
isma og póstmódernisma séum við – ef hugsað er í víðara samhengi – enn á
rómantíska tímabilinu). Rómantíska hugmyndin er sú að listin sé skapandi
rannsókn á tilfinningum sem hægt er að miðla á ólíkan máta: með tónlist,
myndlist, bókmenntum og svo framvegis.27 Sköpunargáfu er krafist þegar
tilfinningar þrengja að, því þær láta á sér kræla þegar eitthvað óvænt gerist
í lífinu, þegar hið venjubundna hefur ekki reynst fullnægjandi eða þegar
engin lausn er fyrir hendi. Tilfinningin býður þar af leiðandi beinlínis
upp á sköpun.28 Listin, bókmenntir þar með taldar, er aðferð til að bjóða
samtímamönnum og komandi kynslóðum upp á nokkrar hinna skapandi
úrlausna á endurteknu mótlæti í lífi mannsins, hvort sem um er að ræða
afrek eða ófarir.
Tilfinningar voru meira eða minna vanræktar í vestrænni bókmennta-
fræði, rétt eins og á bernskudögum hugrænna fræða. Hinsvegar voru þær
ekki vanræktar í indversku bókmenntahefðinni sem teygir sig alla leið
aftur til tíma Aristótelesar. Þær voru í raun kjarni hennar. Á Vesturlöndum
25 Jerome Bruner, Actual Minds, Possible Worlds, Cambridge, MA: Harvard University
Press, 1986.
26 Sjá Keith Oatley og P. N. Johnson-Laird, „Towards a Cognitive Theory of Emo-
tions“, Cognition and Emotion, 1/1989, bls. 29–50 og „The Communicative Theory
of Emotions: Empirical Tests, Mental Models, and Implications for Social Int-
eraction“, Striving and Feeling: Interactions among Goals, Affect, and Self-Regulation,
ritstj. L. L. Martin og A. Tesser, Mahwah, NJ: Erlbaum, 1996, bls. 342–356.
27 Robin George Collingwood, The Principles of Art, Oxford: Oxford University Press,
1938.
28 J. R. Averill, og E. P. Nunley, Voyages of the Heart: Living an Emotionally Creative
Life, New York: Free Press, 1990.
KEith oatlEy