Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 174

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 174
174 mótlæti tilfinningar.25 Geðhræringarnar eru óvenju magnaðar uppsprettur merkingar texta. Hjá skrifaoglesaranum hafa þær einkamerkingu, en ekki endilega þá sömu og tilfinningarnar sem vikið er að í textanum. Áhrifin ráðast ekki eingöngu af því að tilfinningar eru merki sem tiltekinn atburð- ur hefur þröngvað upp á mikilvægt takmark eða löngun, heldur einnig af því að þær eru prófsteinar á rótgróin gildi okkar, jafnt þau sem okkur er kunnugt um sem hin sem aðeins er hægt að geta sér til um. Á meðal hugrænna kenninga um tilfinningar hefur kenning Oatleys og Johnson-Lairds ýmislegt að bjóða skrifaoglesurum því þær útskýra hvern- ig tilfinningar, sem eru stundum samhengislausar, geta öðlast merkingu þegar þær verða viðfangsefni athugana, íhugunar og samræðna við aðra.26 Einmitt þetta einkenni tilfinninga myndar kjarna rómantísku kenning- arinnar um listina sem tjáningu tilfinninga. (Ég tel að þrátt fyrir módern- isma og póstmódernisma séum við – ef hugsað er í víðara samhengi – enn á rómantíska tímabilinu). Rómantíska hugmyndin er sú að listin sé skapandi rannsókn á tilfinningum sem hægt er að miðla á ólíkan máta: með tónlist, myndlist, bókmenntum og svo framvegis.27 Sköpunargáfu er krafist þegar tilfinningar þrengja að, því þær láta á sér kræla þegar eitthvað óvænt gerist í lífinu, þegar hið venjubundna hefur ekki reynst fullnægjandi eða þegar engin lausn er fyrir hendi. Tilfinningin býður þar af leiðandi beinlínis upp á sköpun.28 Listin, bókmenntir þar með taldar, er aðferð til að bjóða samtímamönnum og komandi kynslóðum upp á nokkrar hinna skapandi úrlausna á endurteknu mótlæti í lífi mannsins, hvort sem um er að ræða afrek eða ófarir. Tilfinningar voru meira eða minna vanræktar í vestrænni bókmennta- fræði, rétt eins og á bernskudögum hugrænna fræða. Hinsvegar voru þær ekki vanræktar í indversku bókmenntahefðinni sem teygir sig alla leið aftur til tíma Aristótelesar. Þær voru í raun kjarni hennar. Á Vesturlöndum 25 Jerome Bruner, Actual Minds, Possible Worlds, Cambridge, MA: Harvard University Press, 1986. 26 Sjá Keith Oatley og P. N. Johnson-Laird, „Towards a Cognitive Theory of Emo- tions“, Cognition and Emotion, 1/1989, bls. 29–50 og „The Communicative Theory of Emotions: Empirical Tests, Mental Models, and Implications for Social Int- eraction“, Striving and Feeling: Interactions among Goals, Affect, and Self-Regulation, ritstj. L. L. Martin og A. Tesser, Mahwah, NJ: Erlbaum, 1996, bls. 342–356. 27 Robin George Collingwood, The Principles of Art, Oxford: Oxford University Press, 1938. 28 J. R. Averill, og E. P. Nunley, Voyages of the Heart: Living an Emotionally Creative Life, New York: Free Press, 1990. KEith oatlEy
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.