Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 13

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 13
sig veðrið sl. sumar og í haust en tölur fyrir fyrstu mánuði ársins höfðu sýnt töluverðan samdrátt. Innflutningur fjárfestingarvöru var meiri en gert var ráð fyrir í fyrri spám Þjóðhagstofnunar og jókst síð- ustu mánuðina. Einungis liggja fyrir upplýsingar um þjónustu- viðskipti fyrri hluta ársins. Fyrstu sex mánuði ársins dróst útflutningur þjónustu á föstu gengi saman um rúmlega 1% frá sama tímabili árið 1998 en innflutn- ingur þjónustu jókst um tæp 6%. Fyrir vikið jókst halli á þjónustuviðskiptum um tæplega 2½ ma.kr frá fyrra ári. Þessi þróun átti sér einkum stað á öðrum fjórðungi ársins og má að miklu leyti rekja til auk- inna útgjalda vegna ferðalaga til útlanda, en einnig varð verulegur samdráttur í útflutningi ýmissa þjón- ustuliða, m.a. vegna umsvifa varnarliðsins. Reikna má með áframhaldandi vexti í ferðalögum til útlanda og ekki síst að eyðsla í hverri ferð haldi áfram að vaxa, og mun hækkun á gengi krónunnar síðustu mánuði ýta enn frekar undir þá þróun fyrst í stað. Á heildina litið má telja víst að viðskiptahallinn í ár verði töluvert meiri en Þjóðhagsstofnun spáði fyrr í haust og jafnvel enn meiri en í fyrra. Viðskiptahallinn er meiri nú en árið 1987 en er hann góðkynja? Samanborið við árið 1987, þegar þensluskeið níunda áratugarins náði hámarki, er viðskiptahallinn nú bæði meiri og þrálátari. Árið 1987 nam hallinn 3½% af landsframleiðslu eftir lítilsháttar afgang árið áður, samanborið við 5,7% halla árið 1998 og a.m.k. 4,6% halla á þessu ári. Ekki er nóg að horfa eingöngu á stærð hallans, heldur verður líka að skoða hvað ligg- ur að baki honum. Myndist viðskiptahalli að miklu leyti vegna arðbærrar fjárfestingar sem skilar sér í auknum útflutningstekjum þegar fram líða stundir er minni ástæða til að hafa áhyggjur en þegar hallinn stafar fyrst og fremst af vexti einkaneyslu. Upp- sveifluárin 1986-1987 hafa vissulega vinninginn í vexti einkaneyslu því þá jókst hún um 23% á tveimur árum en um tæp 18% árin 1998-1999. Ef tímabilin 1983-1987 og 1995-1999 (skv. spá fyrir 1999) eru skoðuð í heild kemur í ljós að einkaneysla jókst álíka mikið yfir þessi tvö tímabil, eða um u.þ.b. þriðjung. Vöxtur fjármunamyndunar stefnir í að verða rúmlega 73% nú en hann var tæp 30% á fyrra tímabilinu. Í því sambandi verður þó að gæta þess að vöxtur fjárfest- ingar á síðara hagvaxtarskeiðinu kom í kjölfar mikils samdráttar og að hlutfall fjárfestingar af landsfram- leiðslu er ekki hátt í sögulegu samhengi. Hvorki hlut- fall fjárfestingar né einkaneyslu er langt frá söguleg- um viðmiðunum. Það er fyrst og fremst samneysla sem hefur aukist nokkuð á kostnað beggja. Hlutfall fjármunamyndunar af landsframleiðslu hækkaði úr 14½% árið 1995 í 21½% árið 1998, sem er álíka hátt hlutfall og um miðbik 9. áratugarins, en lægra en var að jafnaði áratugina á undan. Á þessu ári mun hlut- fall fjármunamyndunar lækka á ný, í tæp 20% gangi spá Þjóðahagstofnunar eftir, og enn frekar á næsta ári. Er viðskiptahalli minna áhyggjuefni ef einkageirinn stendur á bak við hann? Þótt aðhaldsstig opinberra fjármála hafi á síðustu árum verið meira en í uppsveiflu níunda áratugarins er viðskiptahallinn eigi að síður töluvert meiri. Því hefur stundum verið haldið fram að hallinn á við- skiptajöfnuði nú sé ekki áhyggjuefni sökum þess að hann sé að miklu leyti til kominn vegna mikillar fjár- festingar einkageirans en ekki hallareksturs hins opinbera. Ástæða er til að vara við slíkri túlkun. Í því sambandi má benda á nýlega reynslu margra Asíu- ríkja. Ofangreindri röksemdafærslu var oft haldið á lofti þar áður en gjaldeyris- og fjármálakreppa reið yfir stóran hluta Asíu árið 1997. Í fyrsta lagi er ekki tryggt að fjárfesting einkaaðila sé ævinlega arðbær. Hún kann, eins og reynslan sýnir, að vera reist á of bjartsýnum þjóðhagslegum forsendum sem fyrirtæki hafa ekkert vald yfir. Þau taka ákvarðanir hvert um sig án heildaryfirsýnar um fjárfestingu í þjóðarbú- 12 Hagvöxtur, raungengi og viðskiptajöfnuður Spá: 1999-2000 1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 2000 0 5 10 -5 -10 % 60 70 80 90 100 110 120 1980=100 Hagvöxtur (vinstri ás) Viðskiptajöfnuður, % af VLF (vinstri ás) Raungengi (hægri ás) Mynd 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.