Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 32

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 32
gengi gjaldmiðla þessara landa lækkaði mjög mikið. Engin algild regla er til um hve háar erlendar skammtímaskuldir mega vera án þess að fela í sér hættur. Þó hafa virtir hagfræðingar varpað því fram á alþjóðavettvangi að þegar erlendar skammtíma- skuldir lánastofnana fara fram úr gjaldeyrisforða seðlabanka viðkomandi lands kunni að vera hætta á ferðum. Að mati Seðlabanka Íslands voru erlendar skammtímaskuldir lánastofnana svo háar á haust- mánuðum 1998 að þær fólu í senn í sér áhættu fyrir einstakar stofnanir og fyrir þjóðarbúið í heild, gengi krónunnar og stöðugleika efnahagslífsins. Haustskýrslu Seðlabankans 1998 fylgdi banka- stjórn Seðlabankans eftir með fundum með forsvars- mönnum allra helstu lánastofnana, þ.m.t. sparisjóð- anna. Á fundunum lagði bankastjórnin áherslu á sömu atriði og í haustskýrslunni og brýndi fyrir for- svarsmönnum lánastofnana mikilvægi varfærinnar útlánastefnu og áhættumats, hætturnar sem fælust í miklum erlendum skammtímaskuldum og nauðsyn þess að hyggja vel að eiginfjárstöðu stofnana sinna. Í kjölfar fundanna sendi bankastjórn Seðlabankans snemma í desember bréf til forsvarmanna allra helstu lánastofnana þar sem enn var hnykkt á þessum sömu atriðum. Þegar kom fram í febrúar var ljóst að aðvaranir Seðlabankans höfðu verið að engu hafðar. Útlán höfðu haldið áfram að aukast með vaxandi hraða og erlendar skammtímaskuldir jukust sömuleiðis og voru í lok janúar 10 ma.kr. hærri en í lok október 1998. Í ljósi þessa sá Seðlabankinn sig knúinn til þess að hækka vexti og að leggja lausafjárkvöð á lánastofnanir sem fól í sér að þær voru þvingaðar til þess að draga úr vægi erlendra skammtímalána í fjár- mögnun útlána sinna. Lausafjárreglur Lausafjárreglurnar eru einkum varúðarreglur í þeim skilningi að þær stuðla að öruggari fjármögnun og tryggja að lánastofnanir eigi jafnan nægilegt lausafé til þess að standa við skuldbindingar sínar. Ljóst var þó að á meðan lánastofnanir væru að laga starfsemi sína að hinum nýju reglum myndu þær hafa aðhalds- áhrif. Reglurnar voru gagnrýndar harkalega af ýmsum forsvarsmönnum bankanna, m.a. fyrir að trufla verðmyndun á innlendum fjármagnsmarkaði og að hefta framþróun hans. Að því leyti sem við- skipti á innlendum fjármagnsmarkaði byggðust á hömlulausum innflutningi erlends skammtímaláns- fjár var óhjákvæmilegt að lausafjárreglurnar hefðu hamlandi áhrif. Bankastjórn Seðlabankans var hins vegar sannfærð um að viðskipti á innlendum markaði myndu vaxa og dafna á ný og telur að reynslan hafi staðfest það. Enn eimir þó eftir af gagnrýninni frá því í vor og allt þar til nú hafa fulltrúar lánastofnana t.d. haldið því fram að lausafjárreglum Seðlabankans sé um að kenna að mjög hefur dregið úr viðskiptum með spariskírteini ríkissjóðs á eftirmarkaði. Þetta er alrangt og nægir í því sambandi að minna á að viðskipti hafa verið mjög lífleg með húsbréf sem eru að öllu leyti sambærileg spariskírteinum með tilliti til lausafjárreglnanna. Viðskipti með spariskírteini höfðu og dregist verulega saman áður en lausafjár- reglurnar voru settar. Enn jukust útlán með vaxandi hraða og ekki tók að draga úr erlendum skammtímaskuldum lánastofn- ana fyrr en lausafjárreglurnar þvinguðu fram lækkun þeirra, en sem kunnugt er tóku reglurnar gildi með vaxandi þunga frá 21. mars til 21. júlí sl. Raunar hækkuðu skammtímaskuldirnar allt til loka mars og námu þá tæpum 57 ma.kr. Þróunin var bankastjórn Seðlabankans mikið áhyggjuefni, ekki síst sú stað- reynd að henni þótti mikið skorta á að forsvarsmenn lánastofnana hefðu nægilegan skilning á hættunum sem fólust í mikilli erlendri skammtímafjármögnun útlánanna. Lánastofnanir hefðu teflt á tæpasta vað í fjármögnun vaxandi útlána. Lausafjárreglur Seðlabankans hafa leitt til mjög bættrar lausafjárstöðu innlánsstofnana og minnkandi erlendra skammtímalána. Í lok ágúst voru þau 15 ma.kr. lægri en þegar þau voru hæst í lok mars og hafa trúlega haldið áfram að lækka. Nýjar lausafjárreglur Við setningu lausafjárreglnanna sl. vetur hafði Seðla- banki Íslands frumkvæði að því að bjóða lánastofn- unum og Fjármálaeftirlitinu til samstarfs um mótun nýrra reglna sem byggðu á nútímalegri viðhorfum þar sem leita mætti fyrirmynda meðal ýmissa 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.