Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 14
skapnum. Þau geta því offjárfest í ákveðnum grein- um. Auk þess skilar ekki öll fjárfesting gjaldeyris- tekjum í þjóðarbúið til framtíðar, a.m.k. ekki nægi- lega skjótt, þótt fjárfesting kunni að vera arðbær til langs tíma litið. Í öðru lagi geta afleiðingar offjár- festingar fyrirtækja orðið enn alvarlegri fyrir fjár- málakerfið en þegar hið opinbera ýtir undir ofþenslu með of miklum útgjöldum eða lækkun skatta í góðæri. Ríkið hefur vald til að auka tekjur sínar með skattheimtu ef á þarf að halda. Fyrirtæki sem lenda í vandræðum þurfa hins vegar að hagræða í rekstri með sársaukafyllri hætti og takist það ekki er hætta á að það leiði til útlánatapa í fjármálakerfinu. Þau rök að viðskiptahallinn sé ekki áhyggjuefni vegna arðbærrar fjárfestingar átti ágætlega við árið 1997, síður árið 1998 og enn síður árið 1999. Í byrj- un uppsveiflunnar var fjárfestingin einkum áberandi í orkufrekum iðnaði og virkjunum og árið 1998 einn- ig í sjávarútvegi og -vinnslu. Fjárfesting í orkufrek- um iðnaði er nú í rénun. Talið er að fjárfesting í orkuframleiðslu hafi náð hámarki og muni dragast saman á næsta ári. Á yfirstandandi ári er hins vegar reiknað með að fjárfesting í verslunar- og skrifstofu- húsnæði, skrifstofubúnaði og íbúðarhúsnæði og fjár- fesing opinbera geirans haldi uppi heildarfjárfestingu á meðan samdráttur er á flestum öðrum sviðum. Fjár- festing sem nú er í vexti mun því ekki jafn augljós- lega skila gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og fyrri fjár- festing. Í heild er gert ráð fyrir stöðnun í fjárfestingu á árinu 1999. Það er því fyrst og fremst áframhald- andi vöxtur einkaneyslu sem veldur því að viðskipta- hallinn hefur ekki minnkað að marki. Í ársskýrslu Seðlabankans fyrir árið 1998 var komist að þeirri niðurstöðu að allt að 40% hallans á viðskiptajöfnuði þess árs mætti skýra með tilviljunarkenndum eða tímabundnum þáttum, svo sem flugvéla- og skipa- viðskiptum, birgðasöfnun í stóriðju og fjárfestingu í stóriðju og orkuframleiðslu. Þótt fjárfesting í orkuframleiðslu sé enn mikil hefur verulega dregið úr öðrum tímabundnum þáttum. Halla ársins 1999 verður því að skýra að langmestu leyti með hag- sveiflunni og undirliggjandi halla sem grípa þarf til sérstakra ráðstafana til þess að leiðrétta. Enda sýna framreikningar þar sem reiknað er með tiltölulega skjótri aðlögun hagvaxtar að langtímaframleiðslu- getu að hallinn haldist á bilinu 3-3½% á árunum 2001 - 2003. Það bendir til undirliggjandi halla sem nemur um 20 ma.kr á ári. Niðurstaðan er því sú að eftir því sem liðið hefur á hagvaxtarskeiðið hafi undirliggjandi ástæður viðskiptahallans orðið vara- samari og því full ástæða til að taka hann alvarlega. Samkeppnisstaða atvinnuveganna er mun sterkari nú en 1987 Raungengi hefur hækkað töluvert á síðustu árum. Eigi að síður getur raungengi krónunnar ekki talist hátt í sögulegum samanburði enda er það lægra eða svipað og árið 1990 en gengislækkun hafði verið árið á undan. Gengisfellingarnar á árunum 1992 og 1993 færðu raungengið að vísu enn neðar en með þeim var brugðist við ytri aðstæðum sem voru ólíkar þeim sem nú eru. Þótt verðbólga hafi aukist nýlega er hún mun lægri en hún var á níunda áratugnum. Þetta hefur m.a. í för með sér að innlend verðbólga grefur ekki jafn hratt undan samkeppnisstöðu útflutnings og samkeppnisgreina og áður, að gefnu föstu gengi. Því er meira ráðrúm til að bregðast við ójafnvægi áður en gengisaðlögun verður óumflýjanleg. Vegna þess að reynt var að halda gengi stöðugu á sama tíma og verðbólga var enn mikil hækkaði raungengi krónun- nar mjög ört á fyrra hagvaxtarskeiðinu og var árið 1987 augljóslega orðið mun hærra en samrýmdist ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum til lengri tíma litið. Því var óhjákvæmilegt að lækka gengið í því skyni að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Litið til lengri tíma virðist ekki jafn rík ástæða til aðlögunar gengis nú þótt erfitt sé að fullyrða hvar jafnvægisraungengi krónunnar liggur. Forsenda þess að gengi haldist stöðugt til lengri tíma er það að tak- ist að hemja vöxt eftirspurnar á næstu misserum. 13 Hagnaður af reglulegri starfsemi sem hlutfall af veltu, 1997-1999, VÞÍ 1997 Jan.-des. 1998 Jan.-des. 1998 Jan.-júní 1999 Jan.-júní 0,000 0,005 0,010 0,015 0,020 Mynd 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.