Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 40

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 40
• að stjórna framkvæmd peningastefnunnar í sam- ræmi við leiðbeiningar og ákvarðanir bankaráðsins; • að leiðbeina seðlabönkum aðildarríkjanna við framkvæmd viðmiðunarreglna og ákvarðana bankaráðsins; • að sjá um daglegan rekstur ECB; • að fara með framkvæmd ákveðinna mála sem bankaráðið úthlutar framkvæmdastjórninni, s.s. mála er lúta að setningu reglugerða. Eins og í bankaráðinu eru ákvarðanir framkvæmda- stjórnarinnar teknar með einföldum meirihluta at- kvæða þar sem hver fulltrúi sem er viðstaddur hefur eitt atkvæði. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði bankastjóra ECB úrslitum. Framkvæmdastjórnin heldur fund einu sinni í viku. Upplýsingagjöf Vaxandi fylgi er við þá skoðun að nauðsynlegur fylgifiskur sjálfstæðis seðlabanka sé að hann standi öðrum stjórnvöldum og almenningi reikningsskil gerða sinna. Í því skyni þarf peningastefnan að vera eins gagnsæ og unnt er og upplýsingar um hana þurfa að vera aðgengilegar almenningi. Stjórn ECB hefur á undanförnum misserum mótað sér starfsreglur sem taka tillit til þessara sjónarmiða. Bankastjóri ECB heldur blaðamannafund strax að loknum fyrri fundi bankaráðsins í hverjum mánuði. Þar gerir hann grein fyrir mati bankaráðsins á efnahags- og verðlagshorf- um á evrusvæðinu og svarar spurningum. Efnahags- reikningur evrukerfisins er birtur vikulega. Árs-, árs- fjórðungs- og mánaðarskýrslur eru einnig birtar. Þessum skýrslum er skilað til Evrópuþingsins, ráð- herraráðsins og framkvæmdastjórnar ESB. Evrópu- þingið fjallar um skýrslurnar og bankastjóri og fram- kvæmdastjórn ECB svara spurningum þingnefnda Evrópuþingsins. Allsherjarráð ECB Allsherjarráð ECB (e. General Council) samanstend- ur af bankastjóra og varabankastjóra ECB og banka- stjórum seðlabanka allra aðildarríkja ESB. Alls- herjarráðið hefur tímabundið umsjón með ýmsum verkefnum sem áður heyrðu undir Peningastofnun Evrópu (EMI) og snerta þau aðildarríki ESB sem ekki taka þátt í EMU. Allsherjarráðið fæst m.a. við ráðgjöf varðandi ákvörðun skiptigengis (e. conver- sion rate) gjaldmiðla sem enn hafa ekki tekið upp evruna. Þar að auki tekur allsherjarráðið þátt í ýmiss konar starfsemi ESCB, svo sem ráðgjöf og öflun tölulegra gagna. Bankastjóri ECB skal gera alls- herjarráðinu grein fyrir ákvörðunum bankaráðsins. Allsherjarráðið heldur fundi á þriggja mánaða fresti. Hlutverk seðlabanka aðildarríkjanna Seðlabankar aðildarríkjanna eru persónur að lögum hver í sínu heimalandi. Þrátt fyrir að vera sérstakar lögpersónur eru seðlabankar aðildarríkja myntbanda- lagsins einnig hluti af evrukerfinu og þurfa því að lúta reglugerðum þess og ákvörðunum ECB. Nauð- synlegt var að gera ýmsar breytingar á lögum um seðlabanka aðildarríkjanna til þess að þau samrýmd- ust lögum ESB. Þar ber hæst að seðlabankar aðildar- ríkjanna þurfa að uppfylla skilyrði um sjálfstæði. Seðlabankar aðildarríkjanna fara með framkvæmd peningastefnunnar eftir þeim reglum sem ECB setur. Þeir eru hlekkur í greiðslumiðlun milli evrulanda, meta hæfi verðbréfa og lánastofnana og innan þeirra eru stundaðar rannsóknir. Samkvæmt stofnsáttmálan- um er seðlabönkum aðildarríkjanna einnig heimilt að halda áfram að gegna öðrum hlutverkum fyrir heima- land sitt telji bankaráð ECB það ekki vera í andstöðu við markmið evrukerfisins. 3. Peningastefna evrukerfisins Peningastefna fyrir evrusvæðið er sem fyrr segir ákveðin af Seðlabanka Evrópu. Stjórn ríkisfjármála verður hins vegar áfram í höndum ríkisstjórna að- ildarríkjanna. Þær eru þó bundnar af skilyrðum stöð- ugleika- og hagvaxtarsáttmálans sem fyrr er lýst. Í október 1998 greindi bankaráð ECB frá peningastefnu evrukerfisins. Hún byggist á þremur þáttum: • Tölulegri skilgreiningu verðstöðugleika. • Veigamiklu hlutverki peningamagns sem felur í sér tölulegt viðmiðunargildi fyrir vöxt M3. • Almennu mati á verðlagshorfum á evrusvæðinu öllu. Markmið um verðstöðugleika Birtingu tölulegrar skilgreiningar á verðstöðugleika er ætlað að hafa áhrif á verðbólguvæntingar. Jafn- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.