Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 29

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 29
28 seljanleika þeirra. Ekki er einhlít skýring á þeirri þró- un en aðferðir ríkissjóðs við uppkaup ríkisverðbréfa kunna að eiga nokkurn þátt. Ríkissjóður hefur beitt tveimur aðferðum við uppkaupin, annars vegar upp- boðum og hins vegar kaupum á eftirmarkaði. Seinni aðferðin skapar óvissu fyrir viðskiptavaka bréfanna og kann að hafa leitt til hækkunar vaxtamunar. Önnur skýring gæti verið sú að skortur á nýjum bréfum hafi dregið úr virkni markaðarins og það komi fram í hærri vaxtamun. Ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa hefur einnig hækkað á árinu og mun meira en ávöxtun verð- tryggðra ríkisskuldabréfa. Þar gætir áhrifa aukinnar verðbólgu og verðbólguvæntinga á ávöxtunarkröfu þessara bréfa. Í heild hefur dregið úr viðskiptum á eftirmarkaði ríkistryggðra markaðsbréfa á þessu ári. Sérstaklega hefur dregið úr viðskiptum með spariskírteini. Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru þau um 15 ma.kr. saman- borið við tæpa 45 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hlutfallslega minni samdráttur varð á viðskiptum með ríkisbréf sem þó drógust saman um 2,9 ma.kr. og nam samdrátturinn um 6,7% á þessu tímabili. Hins vegar hafa viðskipti með hús- og húsnæðisbréf á eftirmarkaði aukist nokkuð. Þar voru viðskiptin um 77 ma.kr. á fyrstu tíu mánuðum ársins en voru 74 ma.kr. á sama tíma í fyrra. 5. Hlutabréfamarkaður Mikil veltuaukning hefur orðið í hlutabréfaviðskipt- um á yfirstandandi ári. Til loka október voru við- skipti með hlutabréf um 30 ma.kr. á VÞÍ samanborið við tæpa 9 ma.kr. á sama tíma árið áður. Úrvalsvísi- tala VÞÍ hækkaði um 31% til loka október. Markaðs- virði hlutabréfa á aðallista VÞÍ var 281 ma.kr. í lok október samanborið við 215 ma.kr. í ársbyrjun. Eftir- tektarvert er að hlutabréfaverð hefur hækkað veru- lega á árinu á sama tíma og Seðlabankinn hefur í þrí- gang hækkað vexti. Á þróuðum mörkuðum erlendis er yfirleitt öfugt samband á milli breytinga á verði hlutabréfa og vaxta þótt til séu undantekningar, t.d. þegar sterkar væntingar um afkomu fyrirtækja eða mikil eftirspurn kæfir áhrif vaxtahækkana, einnig þegar vaxtahækkun seðlabanka er talin hafa góð áhrif á efnahagslífið til lengri tíma litið. Þróun hlutabréfaverðs J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 31. 12. 1997 = 1000 1996 1997 1998 1999 Mynd 15 Úrvalsvísitala VÞÍ, dagleg gildi Ávöxtun ríkisbréfa og verðbólguálag (mismunur kaupkröfu ríkisbréfa og spariskírteina með gjalddaga eftir tæp 4 ár) Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 % Verðbólguálag Ríkisbréf RB03-1010/KO (gjaldd. 2003) Mynd 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.