Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 25
Þrátt fyrir mun minni viðskipti Seðlabankans á
innlendum gjaldeyrismarkaði hafa sveiflur í gengi
krónunnar verið minni á þessu ári en í fyrra. Hins
vegar eru sveiflur gengisins innan dags ekki minni en
áður. Meginástæða þessa virðist vera sú að mun
meira er um spákaupmennsku á þessu ári en í fyrra.
Spákaupmenn skilgreina efri og neðri mörk gengis-
ins á hverjum tíma og selja eða kaupa þegar gengið
nálgast efri eða neðri mörk þessa viðmiðunarbils.
Vegna þessa hefur markaðurinn haft tilhneigingu til
að sveiflast innan þrengra bils en áður og verulegar
breytingar innan dags ganga venjulega hratt til baka.
Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri hefur
vaxið verulega undanfarin tvö ár. Annars vegar stafar
þetta af fjármagnsviðskiptum við útlönd í kjölfar
aukins frjálsræðis og hins vegar af breyttu fyrir-
komulagi á gjaldeyrismarkaði sem fólst í því að
markaðsaðilar tóku á sig skyldur viðskiptavaka á
árinu 1997. Veruleg aukning í veltu varð strax á árinu
1997 eða 100% og enn meiri árið 1998 eða 148%.
Veltan á þessu ári stefnir í að verða um 10% meiri en
á síðasta ári. Samfara þessari veltuaukningu hefur
aðild Seðlabankans að viðskiptum dregist saman.
Hún var um 82% árið 1996, lækkaði verulega árið
1997, var 13% árið 1998 og það sem af er þessu ári
einungis um 5%.
Gengi krónunnar er ákvarðað á millibanka-
markaði og endurspeglar framboð og eftirspurn eftir
erlendum gjaldeyri hér á landi. Með sífellt minnk-
andi aðild Seðlabankans að veltu má segja að mark-
aðsákvörðun gengisins byggist á sterkari grunni en
áður. Þróun gengisvísitölu, hvort sem er innan dags
eða milli tímabila, veitir því Seðlabankanum betri
upplýsingar um markaðsaðstæður hverju sinni og þá
um leið hvort og hvenær sérstakra aðgerða sé þörf,
hvort sem um er að ræða inngrip á millibankamarkað
eða með breytingu stýrivaxta Seðlabankans.
Gjaldeyrisjöfnuður banka má vera +/- 30% af
eigin fé. Meðalgjaldeyrisjöfnuður allra banka fyrstu
10 mánuði þessa árs var vel innan þessara marka eða
um 7%. Hann hefur í flestum tilfellum verið nei-
kvæður það sem af er ári enda eru vextir erlendis
mun lægri en hér á landi og því ekki óeðlilegt að
bankar vilji fjármagna sig að einhverju leyti erlendis.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans styrktist í kjölfar
vaxtahækkunar bankans í febrúar. Sem fyrr segir hef-
ur bankinn ekki átt inngrip á gjaldeyrismarkaði síðan
í júní. Breytingar á gjaldeyrisforða bankans síðan þá
hafa því skýrst að fullu af annars vegar erlendum
lánahreyfingum ríkissjóðs og hreyfingum erlendra
skammtímalána Seðlabankans hins vegar.
2. Peningamarkaður
Vextir á peningamarkaði hafa hækkað á árinu í kjöl-
far aðgerða Seðlabankans. Ávöxtun ríkisvíxla hefur
fylgt breytingum vaxta Seðlabankans en ávöxtun
bankavíxla hefur hækkað meira og gætir þar áhrifa
lausafjárreglna sem Seðlabankinn setti fyrr á árinu.
Þá hafa vextir í lengri millibankaviðskiptum, 3 og 6
mánaða, einnig hækkað meira en stýrivextir Seðla-
bankans af sömu ástæðum. Að baki þessu kann einn-
ig að liggja vaxandi óvissa um verðlagsþróun þegar
lengra er litið fram í tímann.
Lausafjárreglurnar höfðu nokkur áhrif á verð-
24
Heildarvelta á millibankamarkaði með
gjaldeyri og aðild Seðlabankans
1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999*
0
100
200
300
400
500
Ma.kr.
0
20
40
60
80
100
%Heildarvelta Aðild Seðlabankans (%)
Mynd 4
* Jan.-okt.
Ávöxtun á peningamarkaði 1999
Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv.
7
8
9
10
11
12
% 3 mán. bankavíxlar Stýrivextir Seðlabankans
3 mán. ríkisvíxlar 3 mán. REIBOR
6 mán. REIBOR
Mynd 5