Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 19
umfram nafnvöxt landsframleiðslu með útlánaþenslu
sem fjármögnuð er með erlendum lántökum. Aukn-
ing útlána stuðlar þannig að viðbótarvexti innlána
sem eykur peningamagnið enn frekar.
Hvað skýrir þessa miklu útlánaaukningu innláns-
stofnana? Í fyrsta lagi hefur lánsfjáreftirspurn verið
mikil vegna þess uppgangs sem hefur verið í efna-
hagslífinu. Lánsfjáreftirspurn hefur orðið meiri fyrir
þá sök að heimilin virðast hafa endurmetið væntan-
legar framtíðartekjur sínar verulega til hækkunar og
byggt síðan útgjaldaákvarðanir og lántökur á því
bjartsýna mati. Í öðru lagi hefur framboð lánsfjár
vaxið vegna þess að innlánsstofnanir hafa verið að
auka markaðshlutdeild sína á kostnað annarra lána-
stofnana. Þetta sést best á því að vöxtur útlána inn-
lánsstofnana er langt umfram vöxt útlána lánakerfis-
ins í heild. Í þriðja lagi hefur framboð lánsfjár aukist
með þeim hætti að auðveldara er að fá lán en áður til
lengri tíma og á hlutfallslega betri kjörum. Það jók
enn frekar á lánsfjárframboð á síðasta ári að útlána-
geta ríkisviðskiptabankanna var efld með hlutafjár-
aukningu og að stofnaður var nýr fjárfestingarbanki
með rúma eiginfjárstöðu sem ýtti undir samkeppni á
lánamarkaði. Stöðugt gengi og hækkun vaxtamunar
gagnvart útlöndum hefur einnig aukið spurn eftir
gengisbundnum lánum.
Útlánaþenslan kyndir undir uppsveiflu sem þegar
er komin umfram þau mörk sem samrýmast stöðug-
leika og lítilli verðbólgu. Hún teflir jafnframt fjár-
málalegum stöðugleika í tvísýnu að svo miklu leyti
sem hún byggir á of mikilli bjartsýni lántakenda um
framtíðarhorfur og vanmati lánastofnana á þeirri
áhættu sem útlánaaukningu fylgir. Hættan á slíku
vanmati er því meiri sem samkeppni lánastofnana er
harðari. Í þessu sambandi veldur það áhyggjum að
eiginfjárhlutfall innlánsstofnana hefur lækkað að
undanförnu og hlutdeild víkjandi lána í mældu eigin-
fé þeirra hefur aukist. Þannig er áætlað að áhættu-
vegið eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna hafi í lok
júní verið 9%, þ.e. aðeins 1% yfir lögbundnum
mörkum, og hafði það lækkað um 0,3% frá sama
tíma í fyrra. Eiginfjárhlutfall án víkjandi lána nam
6,7%, 0,7% yfir lögbundnum mörkum, og hafði
lækkað um 0,5% frá sama tíma í fyrra.
Reynsla annarra þjóða sýnir að há hlutdeild fjár-
mögnunar útlána með erlendu skammtímalánsfé
getur haft miklar hættur í för með sér fyrir stöðug-
leika gengis annars vegar og styrk bankakerfisins
hins vegar. Slík fjármögnun getur verið hverful. Ef
hún þornar upp, annað hvort sökum áfalla á alþjóð-
legum fjármagnsmörkuðum eða vegna þess að
erlendir lánardrottnar glata með réttu eða röngu
trausti á landinu, er hætt við að þrýstingur skapist á
gengið til lækkunar. Á sama tíma verður gjaldeyris-
jöfnuður innlánsstofnana neikvæður þar sem erlend
fjármögnun minnkar en kröfur á innlenda aðila í
erlendri mynt standa áfram. Það eykur enn á vanda
lánastofnana við slíkar aðstæður ef innlendir lántak-
endur lenda í erfiðleikum með að greiða af skuldum
í erlendri mynt vegna þess að greiðslubyrði þeirra
eykst þegar gengi innlenda gjaldmiðilsins lækkar. Í
þessu ljósi er það mikið áhyggjuefni að erlend lausa-
fjárstaða innlánsstofnana skuli hafa versnað verulega
samfara útlánaþenslunni.
Annað meginverkefna Seðlabankans í nær tvö ár
hefur verið að stuðla að því að útlánaþenslan hjaðn-
aði og að fjármögnunarhlið hennar yrði traustari.
Þetta hefur bankinn gert með ábendingum til þeirra
sem geta haft áhrif á þessa þróun. Seðlabankinn
hefur einkum beint orðum sínum til stjórnenda bank-
anna sem eiga að hafa öryggi þeirra að leiðarljósi, en
einnig ríkisvaldsins sem helsta eigenda sumra þeirra.
Bankinn hefur einnig beitt þeim tækjum sem hann
ræður yfir til þess að hafa áhrif á útlán bankakerfis-
ins. Seðlabankinn hefur hækkað vexti og lagði lausa-
fjárkvöð á lánastofnanir í febrúar síðastliðnum.
Nánar er fjallað um lausafjárkvöðina og áhrif hennar
í grein hér á eftir um fjármálamarkaði og aðgerðir
Seðlabankans. Lausafjárkvöðin hefur skilað þeim
árangri að lausafjárstaða bankanna hefur stórbatnað
og dregið hefur úr hlutdeild erlendra skammtíma-
lána. Nokkuð hefur einnig dregið úr vexti útlána
bankanna í framhaldi af því að lausafjárkvöð var
lögð á. Ekki er þó víst að setning lausafjárkvaðar
18
Tafla VI Vöxtur og fjármögnun útlána
innlánsstofnana 1998 og 1999 (til loka september)
1998 1999
Ma.kr. og hlutfall af útlánum ma.kr. % ma.kr. %
Útlán.......................................... 76,4 59,0
Innstæður................................... 30,6 40,0 34,4 58,3
Verðbréf nettó ........................... -5,3 -6,9 7,5 12,7
Erlent lánsfé nettó ..................... 36,8 48,2 22,4 38,0
Seðlabanki nettó........................ 12,8 16,8 -6,8 -11,5
Annað nettó............................... 1,6 2,1 1,5 2,5