Peningamál - 01.11.1999, Side 11

Peningamál - 01.11.1999, Side 11
að vakna hvort svo harkaleg aðlögun sé óhjákvæmi- leg nú eða hvort mögulegt sé að ná hægfara aðlögun hagvaxtar að því marki sem samrýmist verðlags- stöðugleika á næstu árum og án þess að skerða þurfi kaupmátt. Þessari spurningu er ekki auðsvarað en gagnlegt er að hafa eftirfarandi samanburð á hag- vaxtaskeiðunum tveimur í huga (sjá box og töflu). Dregið hefur úr vexti þjóðarútgjalda en ekki nóg til að tryggja ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum Þjóðhagsstofnun spáir að nokkuð hægi á vexti þjóð- arútgjalda í ár en spáð er meiri vexti útflutnings en árið 1998. Að því leyti má segja að samsetning hag- vaxtar sé vænlegri á yfirstandandi ári en í fyrra. Nú er spáð að þjóðarútgjöld vaxi um 4% í ár samanborið 10 Vöxtur einkaneyslu, fjármunamyndunar og útflutnings 1983 - 1999 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 0 10 20 30 -10 -20 % Neysla Fjármunamyndun Útflutningur Mynd 8 Margt er líkt með ofþensluárunum í lok níunda ára- tugarins og uppsveiflu síðustu ára en sumt er frábrugðið. Hér skulu borin saman helstu einkenni þessara tveggja hagvaxtarskeiða: • Viðskiptahallinn er meiri nú eða 5,7% af landsfram- leiðslu árið 1998 samanborið við 3½% árið 1987. • Skuldir hins opinbera eru mun meiri en þær voru á 9. áratugnum þótt þær fari lækkandi. Sama má segja um skuldir heimila, fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild. • Raunvöxtur útlána er meiri nú en á þensluskeiði 9. áratugarins. • Fjármagnshreyfingar eru nú óheftar sem eykur hættu á gjaldeyris- og fjármálakreppu bresti traust markaðs- aðila á efnahagsstefnunni. • Samkeppnisstaða atvinnuvega er nú mun betri, raun- gengi nær jafnvægi og hagnaður meiri. Raunvextir eru að auki lægri sem dregur úr greiðslubyrði. Verðbólga sem er lægri gefur m.a. meira svigrúm til að takast á við ofþensluvandann áður en gengisaðlögun verður óhjákvæmileg. • Atvinnuleysi árið 1987 var enn lægra en nú og spenna á vinnumarkaði meiri enda ekki jafn opin gagnvart út- löndum og nú. • Rekstur hins opinbera er nú í mun betra horfi og allmikill afgangur en umtalsverður halli var árin 1985- 1987. • Ný fjárfesting á stærri hlut í uppsveiflunni undanfarin ár en á níunda. áratugnum. Hlutfall fjárfestingar er þó ekki hátt í sögulegum samanburði. • Seðlabankinn er nú betur undir það búinn að hemja ofþensluna. Sjálfstæði bankans til að beita vöxtum hefur verið aukið og gengisstefnan er heldur sveigjan- legri. Samanburður á uppsveiflunum 1986-1987 og 1998-1999 Tafla IV Samanburður á tveimur uppsveiflum Prósentubreyting á ári 1986- 1998- nema annað sé tekið fram 19871 1987 19991,2 19992 Hagvöxtur...................................... 7,4 8,6 5,4 5,8 Verðbólga ..................................... 20,0 18,8 2,5 3,3 Viðskiptajöfnuður, % af VLF........ -1,5 -3,4 -5,2 -4,6 Vísitala raungengis - meðaltal (m.v. laun) .................... 97,7 109,0 87,3 87,4 Raungengi (m.v. laun)................... 29,0 26,2 4,3 0,2 Tekjujöfn. ríkissj., % af VLF ........ -2,5 -0,9 1,3 1,6 Skuldir hins opinbera, % af VLF.. 28,2 26,6 44,7 42,0 Hreinar skuldir hins opinbera, % af VLF ...................... 8,9 8,5 28,4 26,4 Raunvöxtur peningamagns og sparifjár (M3) ári 3 ................... 12,6 13,8 12,2 11,1 Raunvöxtur útlána innlánsstofnana 3 ........................... 8,4 19,6 28,5 27,4 Raunvöxtur útlána í lánakerfinu 3 . 4,7 10,6 11,9 11,3 Atvinnuleysi, % af mannafla ........ 0,6 0,4 2,3 2,0 Vísitala kaupmáttar ráðst.tekna..... 96,1 120,8 113,2 118,7 Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna - % breyting......................... 17,3 25,8 6,6 4,8 Þjóðarútgjöld ................................. 10,0 15,7 8,0 4,0 Fjármunamyndun .......................... 23,7 21,3 11,0 -0,1 Einkaneysla ................................... 11,5 16,2 8,5 6,0 1. Meðaltal tímabils. 2. Spár og áætlanir Seðlabanka og Þjóðhagsstofnunar. 3. Fyrir árið 1999 er miðað við 12 mánaða % breytingu til loka september.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.