Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 11

Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 11
að vakna hvort svo harkaleg aðlögun sé óhjákvæmi- leg nú eða hvort mögulegt sé að ná hægfara aðlögun hagvaxtar að því marki sem samrýmist verðlags- stöðugleika á næstu árum og án þess að skerða þurfi kaupmátt. Þessari spurningu er ekki auðsvarað en gagnlegt er að hafa eftirfarandi samanburð á hag- vaxtaskeiðunum tveimur í huga (sjá box og töflu). Dregið hefur úr vexti þjóðarútgjalda en ekki nóg til að tryggja ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum Þjóðhagsstofnun spáir að nokkuð hægi á vexti þjóð- arútgjalda í ár en spáð er meiri vexti útflutnings en árið 1998. Að því leyti má segja að samsetning hag- vaxtar sé vænlegri á yfirstandandi ári en í fyrra. Nú er spáð að þjóðarútgjöld vaxi um 4% í ár samanborið 10 Vöxtur einkaneyslu, fjármunamyndunar og útflutnings 1983 - 1999 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 0 10 20 30 -10 -20 % Neysla Fjármunamyndun Útflutningur Mynd 8 Margt er líkt með ofþensluárunum í lok níunda ára- tugarins og uppsveiflu síðustu ára en sumt er frábrugðið. Hér skulu borin saman helstu einkenni þessara tveggja hagvaxtarskeiða: • Viðskiptahallinn er meiri nú eða 5,7% af landsfram- leiðslu árið 1998 samanborið við 3½% árið 1987. • Skuldir hins opinbera eru mun meiri en þær voru á 9. áratugnum þótt þær fari lækkandi. Sama má segja um skuldir heimila, fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild. • Raunvöxtur útlána er meiri nú en á þensluskeiði 9. áratugarins. • Fjármagnshreyfingar eru nú óheftar sem eykur hættu á gjaldeyris- og fjármálakreppu bresti traust markaðs- aðila á efnahagsstefnunni. • Samkeppnisstaða atvinnuvega er nú mun betri, raun- gengi nær jafnvægi og hagnaður meiri. Raunvextir eru að auki lægri sem dregur úr greiðslubyrði. Verðbólga sem er lægri gefur m.a. meira svigrúm til að takast á við ofþensluvandann áður en gengisaðlögun verður óhjákvæmileg. • Atvinnuleysi árið 1987 var enn lægra en nú og spenna á vinnumarkaði meiri enda ekki jafn opin gagnvart út- löndum og nú. • Rekstur hins opinbera er nú í mun betra horfi og allmikill afgangur en umtalsverður halli var árin 1985- 1987. • Ný fjárfesting á stærri hlut í uppsveiflunni undanfarin ár en á níunda. áratugnum. Hlutfall fjárfestingar er þó ekki hátt í sögulegum samanburði. • Seðlabankinn er nú betur undir það búinn að hemja ofþensluna. Sjálfstæði bankans til að beita vöxtum hefur verið aukið og gengisstefnan er heldur sveigjan- legri. Samanburður á uppsveiflunum 1986-1987 og 1998-1999 Tafla IV Samanburður á tveimur uppsveiflum Prósentubreyting á ári 1986- 1998- nema annað sé tekið fram 19871 1987 19991,2 19992 Hagvöxtur...................................... 7,4 8,6 5,4 5,8 Verðbólga ..................................... 20,0 18,8 2,5 3,3 Viðskiptajöfnuður, % af VLF........ -1,5 -3,4 -5,2 -4,6 Vísitala raungengis - meðaltal (m.v. laun) .................... 97,7 109,0 87,3 87,4 Raungengi (m.v. laun)................... 29,0 26,2 4,3 0,2 Tekjujöfn. ríkissj., % af VLF ........ -2,5 -0,9 1,3 1,6 Skuldir hins opinbera, % af VLF.. 28,2 26,6 44,7 42,0 Hreinar skuldir hins opinbera, % af VLF ...................... 8,9 8,5 28,4 26,4 Raunvöxtur peningamagns og sparifjár (M3) ári 3 ................... 12,6 13,8 12,2 11,1 Raunvöxtur útlána innlánsstofnana 3 ........................... 8,4 19,6 28,5 27,4 Raunvöxtur útlána í lánakerfinu 3 . 4,7 10,6 11,9 11,3 Atvinnuleysi, % af mannafla ........ 0,6 0,4 2,3 2,0 Vísitala kaupmáttar ráðst.tekna..... 96,1 120,8 113,2 118,7 Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna - % breyting......................... 17,3 25,8 6,6 4,8 Þjóðarútgjöld ................................. 10,0 15,7 8,0 4,0 Fjármunamyndun .......................... 23,7 21,3 11,0 -0,1 Einkaneysla ................................... 11,5 16,2 8,5 6,0 1. Meðaltal tímabils. 2. Spár og áætlanir Seðlabanka og Þjóðhagsstofnunar. 3. Fyrir árið 1999 er miðað við 12 mánaða % breytingu til loka september.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.