Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 18
og hagvaxtargeta íslenska hagkerfisins er til lengdar
á bilinu 3%-4%5 má ætla að langtímavöxtur peninga-
magns og sparifjár eigi að vera á bilinu 4-9%. Er þá
gert ráð fyrir að veltuhraði peninga geti breyst innan
eðlilegra marka. Þessu til viðbótar benda rannsóknir
til að mikill útlánavöxtur geti með því að örva eftir-
spurn stuðlað að meiri verðbólgu í framtíðinni.6
Seinna áhyggjuefnið er að mikil útlánaaukning í upp-
sveiflu geti leitt til útlánatapa í bankakerfinu þegar
kreppir að í efnahagsmálum sem geti síðan grafið
undan trausti á fjármálakerfinu og stöðugleika þess.7
Hvað skýrir mikinn vöxt útlána og hvernig eru
aukin útlán fjármögnuð? Í því sambandi ber fyrst að
nefna að ekki er óeðlilegt að bæði vöxtur peninga-
magns og útlána sé tímabundið meiri en eðlilegur
langtímavöxtur þegar hagvöxtur er mikill og tekjur
aukast hratt. Þannig má ætla að vöxtur landsfram-
leiðslu að nafnvirði hafi verið um 10% bæði árin
1998 og 1999 og aukning heildartekna af vinnu og
fjármagni svipuð. Álíka mikill vöxtur peningamagns
veldur því ekki miklum áhyggjum. Enn fremur er
eðlilegt að útlán vaxi nokkuð umfram vöxt á nafn-
virði landsframleiðslu í uppsveiflu þar sem útlánin
sveiflast yfirleitt meira en hagvöxtur. Vöxtur bæði
peningamagns og útlána að undanförnu hefur hins
vegar verið verulega meiri en svo að líta megi á hann
sem eðlilegan fylgifisk hagvaxtarskeiðs.
Ein hugsanlegra skýringa á peninga- og útlána-
þenslu væri að Seðlabankinn hefði stuðlað að henni
með óhóflegri peningasköpun eða miklum lánveit-
ingum til innlánsstofnana. Tölur benda hins vegar
ekki til að þetta sé veigamikil skýring, sérstaklega
ekki á árinu 1998 en á því ári jókst útlánaþensla til
muna. Besti mælikvarðinn á framlag Seðlabankans
til peningamyndunar er aukning grunnfjár bankans
sem samanstendur af seðlum og mynt í umferð og
innstæðum innlánsstofnana í bankanum. Grunnfé
jókst hins vegar ekki nema um 4½% á árinu 1998 á
sama tíma og peningamagn og sparifé (M3) jókst um
rúm 15% (sjá töflu V), og á árinu 1997 jókst grunn-
fé um aðeins 3,1%. Ef peningasköpun Seðlabankans
væri meginskýring peningaþenslunnar hefði grunnfé
þurft að aukast hlutfallslega meira en M3. Það sem af
er þessu ári hefur grunnfé aukist um 13% á sama
tíma og M3 hefur aukist um 15%.
Greining á efnahagsreikningum innlánsstofnana
sýnir hvernig innlánsstofnanir fjármögnuðu útlán á
síðasta og þessu ári (sjá töflu VI). Auk venjubund-
innar fjármögnunar í gegnum innlán lék erlend lán-
taka stærsta hlutverkið. Hún fjármagnaði nærri helm-
ing útlánaaukningar árið 1998 og nærri 40% það sem
af er þessu ári.8 Framlag Seðlabankans til fjármögn-
unar útlánaaukningar var ekki nema 17% árið 1998
og var reyndar neikvætt það sem af er þessu ári. Því
er nærtækt að skýra vöxt peningamagns og útlána
17
Mynd 16
M3 og útlán innlánsstofnana án markaðsskuldabréfa
12 mánaða breyting
J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N
1996 1997 1998 1999
0
10
20
30
40
%
M3 Útlán
6. Vísbendingargildi peningamagns og útlána fyrir verðlagsþróun er
útskýrt nánar á bls. 14 og 15 í ársskýrslu Seðlabankans fyrir 1998.
7. Í næsta hefti Peningamála verður umfjöllun um stöðugleika fjármála-
kerfisins í heild.
Tafla V Helstu peninga- og lánastærðir
1998 og 1999
1999 12 mán.
Hlutfallsleg aukning (%) til loka til loka
yfir tímabil 1998 sept. sept. 99
Grunnfé Seðlabankans ................... 4,5 13,1 12.1
Erlendar skuldir banka-
kerfisins til endurlána .................... 54,1 30,5 70,3
Útlán og markaðsskulda-
bréf bankakerfisins......................... 27,7 15,6 27,0
M3.................................................. 15,2 14,9 15,3
M4.................................................. 17,7 16,0 16,6
Útlán innlánsstofnana .................... 30,6 18,1 35,8
8. Sams konar mynd blasir við þegar reikningar bankakerfisins (þ.e. inn-
lánsstofnana og Seðlabanka saman) eru skoðir, þ.e. að skýra má nærri
helming útlánaukningarinnar í fyrra með erlendri fjármögnun.