Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 30

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 30
29 Góðir fundarmenn. Ég vil hefja mál mitt með því að þakka boðið hingað á aðalfund Sambands íslenskra sparisjóða. Í máli mínu hér í dag mun ég ræða nokkur atriði sem snerta störf og stefnu Seðlabanka Íslands í samhengi við þróun efnahagsmála. Ég mun einnig ræða samskiptin við lánastofnanir, útlánaþróun, lausafjárreglur og vaxtahækkanir og þátt sparisjóðanna í útlánaþróun. Að endingu mun ég fjalla um þróun íslensks fjár- magnsmarkaðar og leikreglurnar á þeim markaði. Markmið Seðlabanka Íslands Lögin um Seðlabanka Íslands setja honum fjölmörg markmið. Með tímanum má segja að þau hafi ein- faldast, líkt og gerst hefur víða annars staðar. Í dag eru þau í aðalatriðum tvíþætt, í fyrsta lagi að stuðla að lítilli verðbólgu og í öðru lagi að stuðla að stöðug- leika í fjármálakerfi. Lítil verðbólga er sem sagt meginmarkmið peningastefnu bankans en svokallað millimarkmið hennar er að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart viðskiptavegnu gengi erlendra gjaldmiðla. Í opnu hagkerfi eins og á Íslandi er stöðugt gengi mjög mikilvægt til að stuðla að lítilli verðbólgu. Þessari gengisstefnu hefur í meginatrið- um verið fylgt síðan 1989. Gengi krónunnar var fellt síðla árs 1992 og á ný um mitt ár 1993. Framkvæmd gengisstefnunnar tók miklum breytingum vorið 1993 þegar gjaldeyrismarkaður var settur á stofn og gengið fór að ráðast á markaði. Í upphafi var miðað við þröng vikmörk þannig að gengi krónunnar mátti víkja um allt að 2¼% til hvorrar áttar frá miðgengi. Vikmörkin voru víkkuð í 6% í báðar áttir haustið 1995. Í framkvæmd er gengisstefnan nú þannig að Seðlabankinn leyfir genginu að hreyfast innan vikmarkanna að því marki sem það þjónar markmiði bankans um að stuðla að lítilli verðbólgu. Um þessar mundir er gengið um 3% yfir miðgengi og hefur styrkst nokkuð að undanförnu. Í þessu umhverfi hefur Seðlabankinn í raun aðeins eitt tæki, þ.e. vexti í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Bankinn beitir ekki magntakmörk- unum í peningastefnu sinni heldur aðeins vöxtum. Munur innlendra og erlendra skammtímavaxta hefur áhrif á gjaldeyrisstrauma til og frá landinu og á gengi krónunnar. Þessi munur er nú 5,3 prósentustig, þ.e. innlendir vextir eru 5,3 prósentustigum hærri en viðskiptavegnir erlendir skammtímavextir. Eins og ykkur er kunnugt breytti Seðlabanki Íslands stjórntækjum sínum snemma árs 1998 til samræmis við ákvarðanir sem þegar höfðu verið teknar fyrir hinn væntanlega Seðlabanka Evrópu. Síðan þá hafa íslenskir bankar og lánastofnanir búið við áþekkt umhverfi og hliðstæðar stofnanir í Evrópu, að öðru leyti en því að vextir eru mun hærri hér á landi en í Evrópu af ýmsum ástæðum sem ekki verða ræddar sérstaklega hér. Meginlausafjárfyrir- greiðsla Seðlabankans fer nú fram á vikulegum upp- boðum hans á endurhverfum viðskiptum sem til þessa hafa ætíð farið fram á fyrirfram ákveðnum vöxtum. BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands Erindi flutt á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða á Akureyri 8. október 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.