Peningamál - 01.11.1999, Síða 45

Peningamál - 01.11.1999, Síða 45
44 1. The European Central Bank: The euro area at the start of Stage Three, Monthly Bulletin, janúar 1999. 2. The European Central Bank: The stability-oriented mon- etary policy of the Eurosystem, Monthly Bulletin, janúar 1999. 3. The European Central Bank: Euro area monetary aggre- gates and their role in the Eurosystem´s monetary policy strategy, Monthly Bulletin, febrúar 1999. 4. The European Central Bank: The role of short-term eco- nomic indicators in the analysis of price developments in the euro area, Monthly Bulletin, apríl 1999. 5. The European Central Bank: The operational framework of the Eurosystem: description and first assessment, Monthly Bulletin, maí 1999. 6. The European Central Bank: The institutional frame- work of the European System of Central Banks, Monthly Bulletin, júlí 1999. 7. A stability-oriented monetary policy strategy for the European System of Central Banks, fréttatilkynning, október 1998. 8. The European Central Bank: The single monetary poli- cy in Stage Three: General documentation on ESCB monetary policy instruments and procedures, september 1998. 9. The European Central Bank: The quantitative reference value for monetary growth, fréttatilkynning, desember 1998. Heimildir í vikulegum uppboðum á endurhverfum samningum eru meginstýrivextir bankans sem millibankavextir sveiflast í kringum. Bindiskyldan er síðan talin draga úr sveiflum millibankavaxta. Meðfylgjandi mynd sýnir vexti ECB og millibankavexti á evrusvæðinu frá byrjun þessa árs. 5. Niðurlag Evrusvæðið er eitt stærsta hagkerfi heims. Þróun efnahagsmála á svæðinu mun því hafa veruleg áhrif á framvindu efnahagsmála um allan heim. Í þessu stóra hagkerfi munu aðstæður innan svæðisins vega mun þyngra við ákvarðanir í peningamálum en að- stæður utan þess. Líklegt er að íbúar á svæðinu njóti góðs af hinum nýja gjaldmiðli í formi meiri sam- keppni og hagkvæmara hagkerfis. Á hinn bóginn er ljóst að ekki er allt eins og best verður á kosið á evru- svæðinu. Mikilvæg vandamál bíða úrlausnar á næstu árum. Meðal þeirra eru mikið atvinnuleysi, halli í opinberum rekstri og miklar skuldir hins opinbera. Peningastefnu evrukerfisins er ekki ætlað að vinna bug á þessum vandamálum með beinum hætti en með því að stuðla að verðstöðugleika getur hún lagt sitt af mörkum og haldið verðbólguálagi vaxta í lág- marki og þannig stuðlað að hagvexti og aukinni at- vinnu. Á sama tíma er ljóst að góð stjórn efnahags- mála felst ekki aðeins í góðri peningastefnu. Til að evrusvæðið vaxi og dafni þarf einnig að beita öðrum stjórntækjum hagkerfisins skynsamlega. Stöðugt verðlag er hornsteinn peningastefnu evrukerfisins eins og henni hefur verið lýst hér að framan. Aðstæður við upptöku evrunnar eru óvenju- legar og því mikilvægt að peningastefnan taki tillit til óvenjulegra aðstæðna. Hlutverk hennar er að sjá fyrir og bregðast við þróun sem ógnar verðstöðugleika. Sú stefna sem mótuð hefur verið gengur út frá því að ekki sé hægt að bregðast rétt við öllum hugsanlegum aðstæðum með því að einblína á eina vísitölu sem millimarkmið. Slíkir starfshættir eru taldir sérstak- lega varhugaverðir í ljósi þeirrar óvissu um samband hagtalna sem fylgir upptöku evrunnar. Því hefur bankaráðið lagt áherslu á að ákvarðanir þess verði ekki teknar með vélrænum hætti. Þær munu bæði byggjast á þróun peningamagns og víðtæku mati á almennu efnahagsástandi á evrusvæðinu öllu. Vextir seðlabanka Evrópu og evru-millibankavextir 1. jan. - 10. nóv. 1999 J F M A M J J Á S O N 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 % Innstæðuvextir ECB Dagútlánavextir ECB Endurhverfir samningar ECB 3 mán. millibankavextir (EURIBOR) Millibankadagvextir (EONIA) J F M

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.