Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 3
Óhófleg útlánaaukning undanfarin misseri felur í sér tvíþættan vanda. Í fyrsta lagi örvar hún eftirspurn og kyndir undir ofþenslunni. Í öðru lagi skapar hún hættu fyrir stöðugleika fjármálakerfisins í heild, sérstaklega þar sem vöxtur útlána hefur að töluverðu leyti verið fjármagnaður með erlendu lánsfé til skamms tíma. Hættan í þessu sambandi er tvenns konar. Annars vegar sú að mikil útlánaaukning í góðæri auki líkurnar á verulegum útlánatöpum þegar aftur herðir að í þjóðarbúskapnum. Hins vegar sú að erfiðleikar skapist í endurfjármögnun á erlendu láns- fé. Seðlabankinn hefur snúist gegn þessum vanda með þrenns konar aðgerðum. Í fyrsta lagi hefur hann hækkað eigin vexti sem hefur stuðlað að hærri út- lánsvöxtum í bankakerfinu. Í öðru lagi hefur hann gefið sterkar viðvaranir til lánastofnana og ríkisins sem eiganda sumra þeirra. Í þriðja lagi lagði bankinn snemma á þessu ári lausafjárkvöð á lánastofnanir sem miðaði m.a. að því að draga úr fjármögnun út- lána með erlendu skammtímafé. Þessar aðgerðir hafa skilað þeim árangri að fjármögnun útlána er nú traustari en áður. Einnig hefur nokkuð dregið úr vexti útlána, þótt enn sé hann meiri en til lengdar sam- rýmist stöðugleika og lítilli verðbólgu. Seðlabankinn mun því áfram beita sér gegn óhóflegri útlána- aukningu. Hagstjórn þarf nú að glíma við tvíþættan vanda viðskiptahalla og of mikillar verðbólgu. Stefnan í peningamálum getur ekki beinst nema að öðru mark- miðinu og er eðlilegt að það sé verðlagsmarkmiðið. Stefnan í ríkisfjármálum þarf að vinna gegn við- skiptahallanum. Þar sem eftirspurnarþenslan virðist meiri en þjóðhagsáætlun gerði ráð fyrir þarf afgangur á fjárlögum næsta árs að verða að sama skapi meiri en í fjárlagafrumvarpi. Hallarekstur sveitarfélaga á hátoppi hagsveiflunnar er einnig vandamál sem taka þarf á, en hann veikir það aðhald sem ríkisfjármálin veita innlendri eftirspurn. Nái sveitarfélög ekki við- unandi árangri í þessum efnum þarf afkoma ríkissjóðs að verða að sama skapi betri. Seðlabankinn hefur hækkað vexti sína þrisvar á þessu ári um samtals 1½% í því skyni að treysta gengi krónunnar og draga úr verðbólguþrýstingi. Þetta hefur leitt til þess að vaxtamunur gagnvart út- löndum er nú meiri en verið hefur frá því að skamm- tíma fjármagnshreyfingar urðu óheftar í upphafi árs 1995. Undanfarna mánuði hefur þetta skilað sér í styrkingu gengis krónunnar sem varð hærra snemma í nóvember en nokkru sinni frá gengislækkuninni í júní 1993. Stefnan í peningamálum verður áfram aðhalds- söm. Seðlabankinn telur nauðsynlegt að skammtíma- vextir verði nógu háir til að stuðla að gengishækkun krónunnar frá því sem var þegar bankinn gaf út verð- bólguspá sína 25. október sl., enda fól hún í sér meiri verðbólgu en hægt er að una. Hugsanlegt er að hækka þurfi seðlabankavexti enn frekar til að tryggja að gengi krónunnar verði nægilega hátt og innlendir vextir nógu háir til að draga úr eftirspurn og útlánum. Í því sambandi þarf einnig að taka tillit til vaxta- hækkana erlendis að undanförnu. Stefna stöðugs gengis, sem fylgt hefur verið á undanförnum árum, hefur skilað góðum árangri með því að stuðla að lítilli verðbólgu og stöðugum efna- hagslegum skilyrðum atvinnurekstrar. Nýjar aðstæð- ur gefa hins vegar hugsanlega tilefni til að endurmeta gengisstefnuna. Hjöðnun verðbólgu sem átti sér stað fyrri hluta þessa áratugar, og fastgengisstefna átti mikilvægan þátt í, er að baki. Í þeirri sterku upp- sveiflu sem nú er í þjóðarbúskapnum væri hins vegar æskilegt að geta beitt gengi krónunnar til að hemja verðbólgu. Fjármagnshreyfingar eru nú að mestu óheftar, en alþjóðleg reynsla sýnir að erfitt getur verið fyrir lítið land að halda gengi nær algerlega föstu við þær aðstæður. Að lokum má nefna að til- koma evrunnar gæti gefið tilefni til að endurskoða fyrirkomulag gengismála hér á landi, sérstaklega ef mikilvæg viðskiptalönd eins og Danmörk, Bretland og Svíþjóð verða hluti af evrusvæðinu. Breytingar sem kynnu að verða gerðar á fyrirkomulagi gengis- mála myndu hins vegar ekki breyta því að verðstöð- ugleiki er meginmarkmið peningastefnunnar. Þvert á móti þyrftu þær að styrkja það meginmarkmið í sessi og gera það skýrara. Með þessu riti hefur göngu sína nýtt árs- fjórðungsrit Seðlabanka Íslands. Ásamt Hagtölum Seðlabankans, sem nú eru gefnar út á vefsíðu hans, er hinu nýja riti ætlað að koma í stað Hagtalna mánað- arins. Auk þess kemur ritið í stað haustskýrslu Seðla- bankans sem yfirleitt hefur komið út í október eða nóvember á hverju ári. Haustskýrslan, ársskýrsla bankans og ársfundarræða formanns bankastjórnar hafa uppfyllt ákvæði 4. gr. Seðlabankalaga um skýrslugerð til ráðherra. Sú greinargerð sem áður var í haustskýrslu bankans verður framvegis í Peninga- málum sem nú koma út í fyrsta sinn. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.