Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 24
lækkun ávöxtunar sem varð á skuldabréfamarkaðn-
um og á bankavöxtum á síðasta ári. Ávöxtun verð-
tryggðra ríkisskuldabréfa hefur hækkað um 0,2-0,3
prósentustig og vextir verðtryggðra bankaútlána hafa
hækkað um 0,1 prósentustig frá ársbyrjun þar til
snemma í nóvember. Enn meiri hækkun hefur orðið
á ávöxtun óverðtryggðra markaðsbréfa enda hafa
verðbólguvæntingar farið hækkandi eftir því sem lið-
ið hefur á árið. Ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa
hækkaði um 1,9 prósentustig frá ársbyrjun fram í
nóvember og vextir almennra skuldabréfalána banka
og sparisjóða um 2,4 prósentustig.
Dregið hefur úr útgáfu markaðsskuldabréfa og
-víxla á árinu. Því veldur annars vegar að lánsfjárþörf
er engin hjá ríkissjóði og hins vegar að mikill vaxta-
munur er við útlönd sem ýtir undir notkun á erlendu
lánsfé. Þá hefur einnig orðið samdráttur í viðskiptum
á eftirmarkaði með víxla og skuldabréf. Hins vegar
hefur orðið mikil veltuaukning með hlutabréf á
Verðbréfaþingi Íslands og verð á hlutabréfum hefur
hækkað.
1. Gjaldeyrismarkaður
Gengi krónunnar styrktist fyrstu þrjár vikur ársins
um 0,46% en fór síðan lækkandi fram eftir febrúar-
mánuði þar til Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína
um 0,4 prósentustig þann 21. febrúar. Krónan styrkt-
ist nokkuð í kjölfar vaxtahækkunarinnar en áhrifin
urðu minni en ella þar sem Seðlabankinn nýtti inn-
streymi gjaldeyris í kjölfar vaxtahækkunarinnar til að
styrkja gjaldeyrisforðann. Gerð var grein fyrir þess-
um áformum í tengslum við vaxtabreytinguna. Mikið
gjaldeyrisútstreymi vegna erlendra verðbréfavið-
skipta og tiltölulega lítið fjármagnsinnstreymi vegna
lánahreyfinga stuðluðu að veikingu krónunnar seinni
hluta vetrar og fram eftir vori og náði gengi hennar
lágmarki um miðjan maí um 0,3% yfir miðgengi.
Þann 21. júní hækkaði Seðlabankinn vexti sína um
0,5 prósentustig í þeim tilgangi að stuðla að minni
þenslu, styrkja gengi krónunnar og vinna gegn vax-
andi verðbólguþrýstingi. Þessi aðgerð hafði hins veg-
ar lítil áhrif til styrkingar gengis fyrst í stað, ekki síst
af völdum tímabundins gjaldeyrisútstreymis vegna
verðbréfakaupa. Frá byrjun ágúst fór gengi krónunn-
ar hækkandi og enn frekar eftir vaxtahækkun bank-
ans í september. Fyrstu dagana í nóvember var gengi
krónunnar um 4% yfir miðgengi og hafði ekki verið
hærra frá 28. júní 1993.
Vegna vaxtahækkana Seðlabankans hefur munur
innlendra og viðskiptaveginna erlendra peninga-
markaðsvaxta aukist á árinu. Hann var í byrjun árs
um 3,2 prósentustig en fór hækkandi þegar leið á árið
og var um 5,3 prósentustig í byrjun nóvember.
Aukinn vaxtamunur samfara tiltrú á áframhald-
andi stöðugleika gengis krónunnar leiðir alla jafnan
til vaxandi innstreymis gjaldeyris og styrkir gengi
krónunnar. Ástæða þess er sú að ábatasamara verður
að eiga krónur og það hvetur til töku erlendra lána til
kaupa á víxlum og öðrum verðbréfum í íslenskum
krónum. Þá ýtir meiri vaxtamunur undir skil á gjald-
eyristekjum og framvirka sölu gjaldeyris.
Hrein viðskipti Seðlabankans á millibankamark-
aði með gjaldeyri á tímabilinu janúar til október voru
jákvæð um 12,1 ma.kr. samanborið við 17,5 ma.kr. á
sama tíma í fyrra. Seðlabankinn á viðskipti á markaði
í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi getur bankinn haft
áhrif á gengi krónunnar með inngripum og kaupir þá
eða selur gjaldeyri eftir því hvaða áhrif hann vill hafa
á gengið. Tilgangur aðgerða bankans hefur fyrst og
fremst verið að draga úr sveiflum í gengi krónunnar.
Í öðru lagi getur verið um hrein viðskiptaleg sjónar-
mið að ræða ef bankinn kaupir gjaldeyri á markaði
gagngert í tengslum við endurgreiðslur ríkissjóðs af
erlendum lánum.
Seðlabankinn hefur ekki átt nein viðskipti á milli-
bankamarkaði frá því um miðjan júní. Þetta er
óvenju langur tími en gengi krónunnar hefur í megin-
atriðum þróast í samræmi við væntingar Seðlabank-
ans í kjölfar aðgerða hans.
23
Hrein viðskipti Seðlabankans á
gjaldeyrismarkaði 1999
Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv.
0
2
4
6
8
-2
Ma.kr.
Mynd 3