Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 35
34
1. Evrusvæðið og einkenni þess
Evrusvæðið er annað stærsta myntsvæði heims, á eft-
ir Bandaríkjunum, ef litið er til samanlagðrar lands-
framleiðslu aðildarríkjanna. Þar eru framleidd um
15% heimsframleiðslunnar. Íbúar svæðisins eru fleiri
en Bandaríkjamenn eða tæplega 300 milljónir. Í töflu
1 á næstu blaðsíðu eru nokkur auðkenni evrusvæðis-
ins dregin fram og þau borin saman við Bandaríkin
og Japan. Lesendum til frekari glöggvunar eru þar
einnig birtar samsvarandi kennitölur fyrir Ísland þótt
ekki sé fjallað frekar um það í greininni.
Framleiðsla og utanríkisviðskipti
Evrusvæðið ber öll helstu einkenni þróaðs hagkerfis.
Framleiðsla í landbúnaði er aðeins um 2% af vergri
landsframleiðslu (VLF). Tveir þriðju hlutar VLF
verða til í þjónustugeiranum og afgangurinn í iðnaði.
Þungamiðja evrusvæðisins eru hagkerfi Þýskalands,
Frakklands, Norður-Ítalíu og Benelux-landanna. Á
þessu svæði er VLF á mann á milli 20 og 25 þúsund
bandaríkjadalir sem er með því mesta sem gerist í
heiminum. Sum jaðarsvæði evrusvæðisins búa ekki
enn við jafn mikla velsæld en þó hefur hún aukist að
undanförnu og þá sérstaklega á Írlandi. Mismunandi
hlutar evrusvæðisins virðast því nálgast hver annan
hvað snertir þjóðartekjur á mann en eitt yfirlýstra
markmiða með Efnahags- og myntbandalagi Evrópu
er að svo verði.
Evrusvæðið er stórt hagkerfi. Af stærðinni leiðir
að það er ekki eins opið og hagkerfi einstakra að-
ildarríkja. Hlutfall útflutnings af VLF er aðeins 14%
á evrusvæðinu en að meðaltali um 35% í aðildar-
ríkjunum. Að þessu leyti svipar evrusvæðinu fremur
til annarra stórra hagkerfa eins og Bandaríkjanna og
Japans. Hlutur evrusvæðisins í heimsviðskiptum er
16% og er samsetningin mjög svipuð því sem gerist
í Bandaríkjunum og Japan. Aðalútflutningsvörur
svæðisins eru vélbúnaður, farartæki, iðnaðarvörur og
efnavörur.
Opinberi geirinn er mun stærri á evrusvæðinu en
víðast hvar annars staðar eða 49% af VLF miðað við
39% í Japan og 35% í Bandaríkjunum. Munurinn
stafar að mestu leyti af því að velferðarkerfi ríkja á
evrusvæðinu er mun umfangsmeira en í Bandaríkjun-
um og Japan og samneysla er í heild meiri. Á tekju-
hlið hins opinbera hefur evrusvæðið nokkra sérstöðu.
Þar er stuðst við óbeina skatta í mun meira mæli en í
Bandaríkjunum og Japan þar sem tekjur ríkisins eru
aðallega í formi tekjuskatta.
Ólíkt flestum öðrum myntsvæðum mun evru-
svæðið ekki hafa miðlæga stjórn ríkisfjármála. Fjár-
JÓN STEINSSON 1
Evrukerfið: einkenni, stofnanir og stefna
Evrusvæðið varð til sem næststærsta myntsvæði heimsins í byrjun þessa árs þegar ellefu þjóðir læstu
saman gengi gjaldmiðla sinna og Seðlabanki Evrópu tók við stjórn peningamála þeirra. Peningastefna
evrusvæðisins mun skipta miklu máli fyrir Íslendinga vegna vægis landa á svæðinu í heimsbúskapnum
og sterkra efnahagslegra tengsla Íslands við svæðið. Í þessari grein er fjallað um efnahagsleg megin-
einkenni og umgjörð peningamála á evrusvæðinu. Í fyrsta hluta er fjallað um efnahagsleg einkenni
svæðisins, í öðrum hluta um stofnanaumgjörð peningamála, í þeim þriðja um peningastefnu Seðla-
banka Evrópu og að lokum um þau stjórntæki sem bankinn hefur ákveðið að nota.
1. Grein þessi var unnin undir leiðsögn Más Guðmundssonar og Arnórs
Sighvatssonar meðan höfundur var sumarið 1999 starfsmaður við
hagfræðisvið Seðlabanka Íslands. Þeir bjuggu greinina til birtingar í
Peningamálum.