Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 8
• Hækkun meðallauna á milli áranna 1999 og 2000
nemi 6½%. Þessi hækkun felur í sér áhrif væntan-
legra kjarasamninga að viðbættum launabreyting-
um sem þegar hefur verið samið um á almennum
markaði og launaskriði (2% árið 1999 og 1½%
árið 2000).
• Framleiðni aukist um 2½% árið 1999 og 2% árið
2000
• Innflutningsverðlag í erlendri mynt hækki um
3½% árið 1999 og 1½% árið 2000
Vegna þess að kjarasamningar standa nú fyrir dyrum
hjá þorra launþegasamtaka eru forsendur spárinnar
um launaþróun bundnar mikilli óvissu. Verði samspil
launa- og gengisþróunar með öðrum hætti en gefið er
í spánni gæti niðurstaðan ýmist orðið betri eða verri.
Til dæmis myndi 1½% hækkun gengis á næstu
mánuðum, miðað við forsendur spárinnar, ásamt 1%
minni launahækkun leiða til rúmlega 1% minni
hækkunar neysluverðs yfir næsta ár. Þróun kaupmátt-
ar yrði í því tilfelli nánast hin sama.
Einnig má hugsa sér óhagstæðara samspil gengis
og launaþróunar er hefði í för með sér töluvert meiri
verðbólgu en Seðlabankinn spáði. Forsenda þess að
svo verði ekki er að ofþensla hjaðni á næsta ári.
Mikið veltur einnig á hver verður verðþróun þeirra
sérstöku þátta sem keyrt hafa upp verðbólgu á þessu
ári. Í verðbólguspá Seðlabankans er gengið út frá því
að dragi úr hækkun húnæðisverðs til ársloka en að
markaðsverð húsnæðis hækki nokkuð á ný á fyrstu
mánuðum næsta árs. Í ljósi þess að raunverð íbúðar-
húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er nú þegar orðið
jafnhátt og í fyrri toppum verður að telja líklegt að
a.m.k. dragi úr verðhækkunum. Húsnæðisliður vísi-
tölu neysluverðs stóð í stað í nóvember.
Mikilvægt er að ná tökum á verðbólgunni á ný
áður en hærri verðbólguvæntingar festast í sessi.
Væntingar hafa að jafnaði verið um nokkuð meiri
verðbólgu en Seðlabankinn hefur spáð. Munur
væntrar og mældrar verðbólgu hefur verið enn meiri
því Seðlabankinn hefur á undanförnum árum þar til í
7
Samanburður á verðbólguspám miðað við
mismunandi forsendur
1998:1 1998:2 1998:3 1998:4 1999:1 1999:2 1999:3
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
-0,5
%
Raunveruleg verðbólga
Raunveruleg verðbólguspá
Spá með réttum forsendum
Mynd 4
Tafla II Nokkrar forsendur í janúarspá Seðlabankans og raunveruleg þróun
Forsenda
Launaskrið
Framleiðni
Gengisþróun
Innflutningsverð
Húsnæðisverð
Bensínverð
Staða í nóvember
Mat óbreytt
Mat óbreytt
Gengi krónunnar hækkaði um 2,8% frá áramótum til
10. nóvember
Reiknað er með 3,5% hækkun 1999.
Markaðsverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækk-
aði um 17% frá áramótum til september og húsnæðis-
liður vísitölu neysluverðs um 12,5% frá áramótum til
nóvember
Bensínverð í smásölu hækkaði um 26% frá janúar til
október en 21,6% til nóvember. Verð á alþjóðlegum
markaði hefur meira en tvöfaldast frá því í mars. Í
skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá október er reikn-
að með 27% hækkun olíuverðs í SDR milli 1998 og
1999
Janúarspá
Gert var ráð fyrir 2% launaskriði 1999
Gert var ráð fyrir 2,5% framleiðniaukningu 1999
Reiknað var með óbreyttu gengi frá 15. janúar
Gert var ráð fyrir 1% lækkun fyrri hluta ársins en
1% hækkun síðustu níu mánuði þess.
Gert var ráð fyrir að hækkun markaðsverðs hús-
næðis myndi stuðla að meiri hækkun neysluverðs
en ella.
Ekki var tekið sérstaklega tilliti til bensínverðs-
þróunar. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem
birt var í maí, var enn gert ráð fyrir 9% lækkun
olíuverðs í SDR milli 1998 og 1999.