Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 42
inu verði á bilinu 2% til 2,5% og að veltuhraði M3 dragist að meðaltali saman um 0,5% til 1%. Báðar þessar forsendur eru í samræmi við þróun síðustu áratuga. Að teknu tilliti til þessara þátta hefur banka- ráðið ákveðið að viðmiðunargildi fyrir árlegan vöxt M3 verði 4,5%. Bankaráðið hefur ákveðið að endur- skoða viðmiðunargildið í desember 1999. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að ekki er um eiginlegt peningamarkmið að ræða. Bankaráðið hefur lagt áherslu á að það muni ekki beita vöxtum á vélrænan hátt til þess að halda vexti peningamagns sem næst þessu gildi. Ákveðið var að tilkynna við- miðunargildi frekar en viðmiðunarbil. Ástæða þess er að bankaráðið taldi hætt við að almenningur mis- túlkaði tilkynningu um bil þannig að vöxtum yrði beitt til að halda vexti peningamagns innan bilsins. Þó er ljóst að vöxtur peningamagns sem er langt frá viðmiðunargildinu til miðlungslangs tíma eða lengur gefur sterka vísbendingu um að verðstöðugleiki sé í hættu. ECB mun nota tölur um þriggja og tólf mánaða meðaltalsvöxt til að fylgjast með þróun peninga- magns. Með þessu er tryggt að tímabundnar mán- aðarlegar sveiflur hafi lítil áhrif á upplýsingagildi þeirra stærða sem litið er á. Almennt mat á verðlagshorfum á evrusvæðinu öllu Þriðji hornsteinn peningastefnu ECB er almennt mat á verðlagshorfum á evrusvæðinu öllu. Þótt að vöxtur peningamagns sé afar mikilvægur fyrir þróun verð- lags er ljóst að aðrir þættir eru einnig mikilvægir í því sambandi. Því hefur ECB tekið þá stefnu að skoða gaumgæfilega aðra þætti sem varpað geti ljósi á verðlagshorfur á evrusvæðinu. Þessi þáttur peninga- stefnunnar er augljóslega langt frá því að vera vél- rænn. Þvert á móti er tilgangur slíkrar vinnu að bankaráðið öðlist dýpri skilning á efnahagsþróuninni svo að það geti brugðist við sérstökum skilyrðum betur en einfaldar vélrænar reglur. Þar sem aðgerðir í peningamálum hafa aðeins áhrif á verðlag hálfu til heilu ári eftir að gripið er til þeirra þarf stefnan að vera framsýn. Skorti yfirvöld peningamála skilning á því á hve löngum tíma áhrif aðgerðanna koma fram er hætt við að þau gangi of langt í aðgerðum sínum og ýti undir hagsveiflur í stað þess að milda þær. Auk þess að taka mið af ný- legri hagþróun þurfa aðgerðir í peningamálum að byggja á mati á því hvert óbreytt peningastefna myndi leiða hagkerfið í næstu framtíð. Góð peninga- stefna felst í því að grípa til aðgerða þegar útlit er fyrir að óbreytt stefna muni leiða hagkerfið í ógöng- ur. Meðal þess sem taka þarf tillit til við mat á efna- hagshorfum eru ytri aðstæður sem hafa einangruð skammtímaáhrif á verðlag. Dæmi um slíkar aðstæður eru breytingar á heimsmarkaðsverði olíu og annarrar hrávöru og breytingar á virðisaukaskatti. Þótt slíkar breytingar á ytri aðstæðum hafi alla jafna aðeins skammtímaáhrif á verðlag geta þau verið margþætt og ráðast m.a. af almennu efnahagsástandi. Líklegt er til dæmis að olíuverðshækkun leiði til aukinnar verð- bólgu og valdi víxlhækkun launa og verðlags í upp- sveiflu en í niðursveiflu. Við mat á verðlagshorfum er einnig litið til ým- issa vísbendinga um framboð og eftirspurn, svo sem einkaneyslu, útgjalda opinbera geirans, fjárfestingar og utanríkisviðskipta. Einnig er litið til hagvísa sem hafa leiðandi upplýsingagildi, svo sem birgða og væntinga neytenda og fyrirtækja. Vísbendingar af vinnumarkaði, t.d. atvinnuleysi, fjölgun starfa og launaþróun, vega einnig þungt sem og vísbendingar um nýtingu framleiðslufjármuna. Í Bandaríkjunum eru vísitölur um ástand vinnu- markaðarins taldar vera meðal mikilvægustu vís- bendinga um verðlagsþróun. Engin ein vísbending hefur meiri áhrif á verðbólguvæntingar þar í landi en atvinnuleysi. Í Evrópu veldur óvissa um umfang kerfislægs atvinnuleysis því að vísbendingar af vinnumarkaði hafa ekki jafn mikið upplýsingagildi og í Bandaríkjunum. Bankaráðið mun skoða gögn um þróun fjármála- markaða gaumgæfilega. Ávöxtunarkrafa skulda- 41 3. Nokkrar mismunandi skilgreiningar á peningamagni eru alla jafna notaðar. Munurinn á þessum skilgreiningum felst í því hversu víðtækar þær eru. Mest notuðu skilgreiningarnar eru M1 og M3. M1 er mun þrengri og samanstendur í stórum dráttum af seðlum, mynt og óbundn- um bankainnstæðum. Helsti kostur svo þröngrar skilgreiningar er að yfirvöld peningamála eiga auðveldara með að stjórna skammtíma- breytingum á M1 með skammtímavöxtum en peningamagni í víðari skilningi. Stærsti ókosturinn er hins vegar sá að breytingarferli veltu- hraða M1 er óstöðugt til miðlungslangs tíma. Samkvæmt skilgreiningu ECB samanstendur M3 af M1 af bankainnstæðum sem eru bundnar til allt að tveggja ára, bankainnstæðum sem eru aðgengilegar með allt að þriggja mánaða fyrirvara, endurhverfum verðbréfasamningum, skulda- bréfum til allt að tveggja ára og fleiri sambærilegum eignum. Yfirvöld peningamála geta ekki stjórnað breytingum á stærð M3 jafn auðveld- lega til skamms tíma en á móti kemur að breytingarferli veltuhraða M3 hefur verið tiltölulega stöðugt síðustu áratugi á evrusvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.