Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 15
Afkoma fyrirtækja á fyrri hluta ársins ber þess ekki merki að þau séu í neinni þröng. Hagnaður af reglu- legri starfsemi fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfa- þingi Íslands hefur heldur minnkað frá fyrra ári en hafa verður í huga að það ár var mjög gott. Hlutfall eiginfjár af niðurstöðu efnahagsreiknings hefur hækkað lítillega að meðaltali. Hvað sjávarútveg áhrærir er afkoma botnfisksveiða og -vinnslu mjög góð þótt hún hafi verið enn betri í fyrra en umskipti hafa orðið til hins verra hjá fyrirtækjum sem að miklu leyti byggja afkomu sína á uppsjávarfiski og bræðslu. Þótt hagnaður fyrirtækja sé mun meiri nú en hann var á síðasta ofþensluskeiði verður einnig að taka tillit til þess að kröfur um arðsemi hafa aukist með tilkomu hlutabréfamarkaðar. Staða opinberra fjármála er góð en þau veita ekki nægilegt aðhald Staða opinberra fjármála hefur batnað mjög á undan- förnum árum. Hið opinbera var rekið með afgangi í fyrra sem nam 0,9% af landsframleiðslu og stefnir í enn meiri afgang á yfirstandandi ári eða sem nemur 1,2% skv. mati Þjóðhagsstofnunar. Þessi árangur byggir eingöngu á góðri stöðu ríkissjóðs en sveitar- félögin hafa verið rekin með halla undanfarin ár þrátt fyrir góðæri. Góða stöðu ríkissjóðs á þessu ári má fyrst og fremst þakka miklum hagvexti sem hefur aukið skatttekjur ríkisins töluvert umfram það sem reiknað var með í fjárlögum fyrir árið 1999. Sam- kvæmt frumvarpi til fjáraukalaga fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs fari 10 ma.kr. og útgjöld 5,5 ma.kr. fram úr fjárlögum. Bæði tekju- skattar og veltuskattar gefa ríkissjóði tekjur verulega umfram áætlanir. Með þessu batnar afkoma ríkisins úr 9 ma.kr. halla 1998 í 7,5 ma.kr. afgang 1999. Batinn milli ára liggur hins vegar að mestu í eigna- sölu og sérstökum lífeyrisútgjöldum á árinu 1998 sem ekki eru bókfærð í alþjóðlegum stöðlum. Því batnar afkoma ríkisins á mælikvarða Þjóðhagsstofn- unar minna eða úr 9 ma.kr. afgangi 1998 í 10½ ma.kr. Það er minna en næstum 6% hagvöxtur hefði átt að skila. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2000 er gert ráð fyrir 15 ma.kr. tekjuafgangi ríkissjóðs, 7,5 ma.kr. betri en á þessu ári. Gangi fjárlagafrumvarpið eftir mun sveifluleiðrétt afkoma batna töluvert á ný og aðhaldsstig ríkisfjármálanna aukast. Það mun þó ekki gera meira en vega upp slökunina sem varð á árinu 1999. Afkoma ríkisins á yfirstandandi ári gæti reyndar orðið betri en greinir í frumvarpi til fjáraukalaga, þar sem styrkur á tekjuhlið virðist meiri en útgjaldaveil- urnar. Niðurstaðan gæti orðið u.þ.b. 10 - 15 ma.kr. afgangur samkvæmt bókhaldi ríkisins eða 1½-2% af landsframleiðslu. Í því ljósi fæli 15 ma.kr. afgangur á næsta ári alls ekki í sér viðbótaraðhald. Ef afkomu- batinn í ár og líklegar viðbótartekjur á næsta ári legðust hins vegar við áform fjárlagafrumvarps, yrði rekstarafgangur ríkissjóðs meira en 20 ma.kr. og um 3% af landsframleiðslu. Það myndi fela í sér umtalsvert viðbótaraðhald. Sterk staða ríkisfjármála gerir mögulegt að milda hugsanlegt bakslag en hið opinbera er skuldsettara en að loknu síðasta ofþensluskeiði Árin 1985 til 1987 var hið opinbera rekið með tölu- verðum halla þrátt fyrir góðæri, einkum árið 1986. Líta má á sterka stöðu opinberra fjármála nú frá mis- munandi sjónarhornum. Vegna þess að hið opinbera er nú rekið með afgangi í góðæri og skuldir þess fara lækkandi hefur verið skapað svigrúm til þess að leyfa fjármálum hins opinbera að milda bakslag sem kynni að vera framundan. Við þessa jákvæðu hlið stöðunn- ar í opinberum fjármálum verður að gera tvo fyrir- vara. Í fyrsta lagi eru skuldir hins opinbera nú mun meiri en þær voru í uppsveiflunni á níunda áratugn- um þótt þær hafi lækkað verulega á síðustu árum. Árið 1987 nam hrein skuld hins opinbera 8,5% af vergri landsframleiðslu en mun væntanlega nema u.þ.b. 26% af landsframleiðslu í lok þessa árs. Heimilin og þjóðarbúið í heild eru einnig skuldsett- ari. Í öðru lagi er erfiðara að beita ríkisfjármálum til að berjast á móti ofþenslu ef uppruni hennar er í einkageiranum en ekki í opinberum rekstri. Væri hallarekstur á ríkissjóði meginástæða viðskiptahall- ans gætu stjórnvöld ráðist beint að rótum vandans með auknu aðhaldi. Stjórnvöld geta hinsvegar ein- ungis haft áhrif á gerðir einkageirans með óbeinum og mun seinvirkari hætti. Þrátt fyrir þetta er mikil- vægt að ríkisfjármálum verði ákveðið beitt til mót- vægis við þenslu í einkageiranum þótt pólitískt kunni að vera erfitt að hækka skatta eða skera niður útgjöld þegar afgangur er á rekstri hins opinbera. Í ljósi þess hve rík þörf er á að opinberum rekstri sé beitt til mótvægis við þensluna í einkageiranum er bagalegt að sveitarfélögin skuli vera rekin með halla. Árið 1998 var 4,5 ma.kr. halli af rekstri sveitarfélaga 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.