Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 37

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 37
Evrópu gæti hann brotist út úr þessum vítahring og eflst á kostnað hefðbundinna bankaviðskipta því út- gáfa skuldabréfa er hagkvæmari fjármögnunarleið en bankalán að því gefnu að starfandi sé djúpur og virk- ur markaður fyrir skuldabréf, en með „djúpum“ markaði er átt við að á honum sé verslað með marga og stóra flokka skuldabréfa. Djúpur og virkur markaður er þó ekki það eina sem þarf til þess að hagkvæmni skuldabréfaviðskipta nái hámarki. Einnig er mikilvægt að til sé áhættulaus fjárfesting til viðmiðunar (e. benchmark). Í Banda- ríkjunum gegna þriggja mánaða ríkisvíxlar þessu hlutverki. Hingað til hafa engin skuldabréf getað gegnt sama hlutverki á evrusvæðinu. Markaðir fyrir ríkisskuldabréf í Evrópu eru ekki eins öflugir og í Bandaríkjunum og þar að auki hefur ríkt gjaldmiðla- óvissa milli landa. Ásamt mismunandi lánstrausti ríkja hefur gjaldmiðlaóvissan leitt til þess að ávöxt- unarkrafa ríkisskuldabréfa hefur verið mjög mismun- andi í ríkjum Evrópu. Á undanförnum misserum hefur bilið þó minnkað. Með tilkomu evrunnar skap- ast skilyrði fyrir sameiginlegri viðmiðunareign á evrusvæðinu sem mun greiða enn frekar fyrir fjár- mögnun í formi skuldabréfa. Einnig er líklegt að samkeppni í fjármálageiranum aukist þegar stórar fjármálastofnanir byrja að færa út kvíarnar og keppa hver við aðra umfram það sem verið hefur til þessa. Vinnumarkaðurinn Vinnumarkaðurinn í Evrópu er mjög frábrugðinn þeim bandaríska og japanska. Erfiðlega hefur gengið að skapa störf í einkageiranum í Evrópu síðustu 15 árin sem hefur leitt til vaxandi atvinnuleysis. At- vinnuleysi á evrusvæðinu er nú um 11% en aðeins rúm 4% í Bandaríkjunum og um 5% í Japan, sem þó hefur átt við efnahagsörðugleika að stríða allan þenn- an áratug. Margar ástæður liggja að baki atvinnu- leysisvanda Evrópu en ósveigjanlegur vinnumarkað- ur er jafnan talin ein helsta orsök hans. Launatengd gjöld í Evrópu eru há, dýrt er að ráða fólk og enn dýrara að segja því upp. Þar að auki eru atvinnu- leysisbætur mun hærri í Evrópu en annars staðar og þeirra nýtur í lengri tíma. Þetta hefur gert það að verkum að það atvinnuleysi sem talið er samrýmast stöðugri verðbólgu hefur hækkað síðasta áratuginn á evrusvæðinu. Reynsla síðustu ára bendir til þess að hagvöxtur í Evrópu leiði til mun minni atvinnu- aukningar en í Bandaríkjunum. Ósveigjanlegur vinnumarkaður er einn helsti efnahagsvandi Evrópu um þessar mundir. Seðlabanki Evrópu (ECB) hefur lagt áherslu á að hann verði ekki leystur með peningalegum aðgerðum enda stafi hann af ósveigjanlegu skipulagi vinnumarkaðarins og vöru- og þjónustumarkaða. Peningastefna er að mati Seðlabanka Evrópu hvorki orsök né lausn kerfislægs atvinnuleysis heldur verði að finna lausnir í sann- færandi kerfisumbótum. 2. Helstu stofnanir peningamála á evru- svæðinu Með stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) um síðustu áramót fólu ellefu ríki ESB sam- eiginlegum seðlabanka stjórn peningamála á svæð- inu öllu. Seðlabankar aðildarríkjanna starfa eigi að síður áfram sem hluti af Seðlabankakerfi Evrópu (e. European System of Central Banks, ESCB). Hlut- verk og gerð hinna nýju stofnana svo og breytt hlut- verk eldri stofnana er skilgreint í Maastricht-sátt- málanum og stofnsáttmála ESCB og Seðlabanka Evrópu. Samkvæmt Maastricht-sáttmálanum og stofnsátt- mála ESCB samanstendur ESCB af Seðlabanka Evr- ópu og seðlabönkum allra aðildarríkja ESB. Sáttmál- inn felur ESCB stjórn peningamála, en þar sem sum aðildarríkja ESB hafa ákveðið að standa utan EMU, að minnsta kosti fyrst um sinn, varð til ákveðin tví- skipting innan ESCB. Annars vegar er um að ræða ECB og seðlabanka þeirra ellefu aðildarríkja sem taka þátt í EMU. Þessar stofnanir standa að fram- kvæmd hinnar sameiginlegu peningastefnu evru- svæðisins. Til þess að komast hjá ruglingi hefur verið ákveðið að nota orðið „evrukerfi“ yfir þessar stofn- anir. Hins vegar eru seðlabankar þeirra aðildarríkja sem ekki tóku þátt í EMU frá byrjun. Þeir standa ekki að framkvæmd hinnar sameiginlegu peningastefnu evrusvæðisins og halda áfram að stjórna peninga- málum í heimalöndum sínum. Með evrukerfinu er því átt við þær stofnanir sem lúta sameiginlegri stjórn ECB en ESCB er samnefnari allra seðlabanka ESB- ríkja. Maastricht-sáttmálinn felur ESCB ákveðið hlut- verk en þar sem ESCB er ekki persóna samkvæmt lögum er öllu sem viðkemur framkvæmd sáttmálans úthlutað hinum ýmsu stofnunum kerfisins. Þótt talað 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.