Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 31
Uppsveifla í efnahagslífinu Kröftug uppsveifla hefur staðið yfir í íslensku efna- hagslífi um nokkurra ára skeið. Árið í ár verður hið fjórða í röðinni með meiri en 5% hagvöxt. Framan af uppsveiflunni gat þessi mikli hagvöxtur gengið þar sem framleiðsluþættir þjóðarbúsins voru ekki full- nýttir. Hins vegar er nokkuð um liðið síðan Seðla- bankinn tók að vara við því að framleiðslugeta þjóð- arbúsins væri nánast fullnýtt og nauðsynlegt væri að hamla gegn ofþenslutilhneigingum. Á fyrri hluta uppsveiflunnar var mjög mikil fjárfesting í þjóðar- búinu, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda, en síðan tók einkaneysla við og hefur hún drifið hagvöxtinn í seinni tíð. Viðskiptahalli hefur vaxið. Hann var í fyrstu tengdur innflutningi á fjárfestingarvörum en er nú miklu fremur afleiðing neyslutengds innflutnings. Við núverandi aðstæður vaxandi verðbólgu og mikils viðskiptahalla við útlönd er mjög mikilvægt að ríkissjóður skili myndarlegum afgangi. Fjárlaga- frumvarpið sem lagt var fram fyrir viku síðan felur í sér umtalsverðan afgang og meiri en um langt skeið. Að mati Seðlabankans felur afgangurinn í sér aukið aðhald frá árinu í ár. Mjög mikilvægt er við ríkjandi aðstæður að afgreiða frumvarpið með a.m.k. þeim afgangi sem í því felst. Það er ekki aðeins nauðsyn- legt til þess að tryggja hin efnahagslegu áhrif á komandi ári, heldur einnig til þess að efla trú almenn- ings og markaða á ásetning stjórnvalda um að við- halda stöðugleika efnahagslífsins. Miklu skiptir einnig að launasamningar samrýmist áframhaldandi stöðugleika sem til lengdar tryggir best kjör laun- þega. Hættur steðja að stöðugleikanum um þessar mundir og þeim verður að mæta með öllum tiltækum ráðum. Vextir og útlánaþróun Undanfarin tvö ár hefur Seðlabanki Íslands hækkað vexti fimm sinnum, fyrst í nóvember 1997, þá í sept- ember 1998 og síðan í þrígang í ár, í febrúar, júní og september. Vaxtahækkanir hafa áhrif á lánsfjáreftir- spurn með töluverðri töf en hafa skjót áhrif á gengi krónunnar sem síðan hefur áhrif á innlent verðlag. Í haustskýrslu bankans sem út kom í nóvember 1998 var fjallað um ofþensluhættuna í íslenskum þjóðarbúskap en athyglinni jafnframt beint sérstak- lega að útlánaþróuninni og hættum sem henni kynnu að vera samfara. Athygli var einnig vakin á miklum erlendum skammtímalánum lánastofnana til þess að fjármagna vaxandi útlán. Útlán innlánsstofnana tóku að vaxa að mun upp úr miðju ári 1998. Í lok október á sl. ári var 12 mán- aða vöxtur útlánanna 21% og erlendar skammtíma- skuldir lánastofnana, þ.e. innlánsstofnana, FBA og Kaupþings, námu tæpum 36 ma. kr. Útlán jukust að hluta til vegna vaxandi innlendrar eftirspurnar, en lítill vafi er á að þau hafi einnig auk- ist vegna ört vaxandi samkeppni lánastofnana. Nýjar metnaðarfullar stofnanir komu til sögunnar og þær sem fyrir voru mættu samkeppninni af fullri hörku. Hjá sumum jókst útlánagetan vegna aukins eiginfjár í kjölfar hlutafjárútboða. Seðlabanki Íslands varaði við útlánaaukningunni af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi nærði hún innlenda eftirspurn og í öðru lagi fylgir jafnan sú hætta mikilli útlánaaukningu að áhættumat lánastofnana slævist og að sáð sé frækornum útlánatapa seinni ára. Þá blasti jafnframt við að eiginfjárstaða margra lána- stofnana var í rýrara lagi, ekki síst eiginfjárstaða að slepptum víkjandi lánum. Reynsla annarra þjóða er víti til varnaðar í þessum efnum. Nægir í þessu sam- bandi að vísa til þess sem gerðist í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Erlendar skammtímaskuldir Mikil erlend skammtímalán voru sérstakt áhyggju- efni vegna þess að mikil áhætta getur verið því sam- fara að treysta á þau um of. Sem fyrr segir námu erlend skammtímalán lánastofnana tæpum 36 ma. kr. í lok október í fyrra. Að miklum meirihluta munu þessar skuldir hafa verið með skemmri en þriggja mánaða lánstíma. Í lok október 1998 nam gjaldeyris- forði Seðlabankans 29 ma. kr. Sammerkt löndum í Mið- og Suður-Ameríku og í Austur-Asíu sem lentu í efnahagsþrengingum fyrr á þessum áratug var að erlendar skammtímaskuldir höfðu vaxið úr hófi fram og þegar trúin á efnahags- stefnuna brast þornaði mjög skyndilega aðgangur þeirra að erlendu skammtímalánsfé. Útistandandi skuldir þurfti að sjálfsögðu að greiða á gjalddaga, gjaldeyrisforði seðlabankanna dugði skammt og 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.