Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 36

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 36
lög Evrópusambandsins eru tiltölulega umfangslítil, aðeins um 1% af VLF, og í ljósi laga Evrópusam- bandsins er ólíklegt að veruleg breyting verði þar á. Af þessu leiðir að sjálfvirkar millifærslur að til- stuðlan hins opinbera munu ekki gegna stóru hlut- verki við að milda áhrif staðbundinnar kreppu á evru- svæðinu. Í Bandaríkjunum milda slíkar millifærslur áhrif staðbundins samdráttar um allt að helming. Á móti kemur að ríkisstjórn hvers aðildarríkis evru- svæðisins getur beitt ríkisfjármálum til að bregðast við efnahagsástandi í eigin landi. Þetta vald er þó tak- markað verulega af stöðugleika- og hagvaxtarsátt- málanum. Samkvæmt honum mega aðildarríki EMU ekki reka hið opinbera með meiri halla en sem nemur 3% af landsframleiðslu nema um verulegan samdrátt í landsframleiðslu sé að ræða.2 Því er ljóst að mögu- leikar einstakra ríkja til að bregðast við staðbundnum samdrætti minnka með tilkomu evrunnar. Fjármálakerfið Fjármálakerfi evrusvæðisins er talsvert frábrugðið fjármálakerfi Bandaríkjanna. Í fyrsta lagi eru fjár- málamarkaðir í Evrópu ekki eins samtvinnaðir og í Bandaríkjunum. Kostnaður og óvissa sem fylgdi gjaldeyrisviðskiptum leiddi til þess að fjármálavið- skipti milli landa á evrusvæðinu voru mun minni en milli svæða innan Bandaríkjanna. Fjármálastofnanir í Evrópu starfa ekki í sama mæli utan heimalands síns. Evran eyðir þessari hindrun og skapar skilyrði fyrir því að fjármálastofnanir fjárfesti um allt evrusvæðið með það fyrir augum að dreifa áhættu í eignasöfnum sínum. Annar mikilvægur munur á fjármálakerfi Evrópu og Bandaríkjanna er að í Evrópu eru bankalán notuð meira hlutfallslega og skuldabréf minna en í Banda- ríkjunum. Markaðir fyrir skuldabréf fyrirtækja eru því þynnri á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum. Þetta er að nokkru leyti vítahringur. Vegna lítillar veltu eru skuldabréfaviðskipti ekki eins hagkvæm og verið gæti sem aftur leiðir til lítillar útgáfu og veltu skulda- bréfa. Með samruna skuldabréfamarkaðarins í 35 2. Stöðugleika- og hagvaxtarsáttmálinn setur aðildarríkjum ESB og sérstaklega aðildarríkjum EMU reglur um stjórn fjármála. Hið opinbera í aðildarríkjunum skal rekið „nálægt jafnvægi eða með afgangi“. Hallarekstur ríkissjóða skal ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu nema undir sérstökum kringumstæðum. Sérstakar kringumstæður eru skilgreindar sem 2% árlegur samdráttur landsframleiðslu. Sáttmálinn kveður einnig svo á að ríkisskuldir aðildarríkjanna skuli vera minni en 60% af þjóðarframleiðslu nema hlutfallið fari lækkandi og stefni að 60% markinu á viðunandi hraða. Tafla 1. Nokkur auðkenni Evrusvæðisins og annarra hagkerfa Eining Evrusvæðið Bandaríkin Japan Ísland Fólksfjöldi 1998 milljónir 292 270 127 0,3 VÞF 1997 % af heimsVLF 15,0 20,2 7,7 0,0 Landbún., fiskveiðar og skógarhögg 1993 % af VLF 2,4 1,7 2,1 12,2 Iðnaður 1993 % af VLF 30,9 26,0 39,2 28,7 Verslun og þjónusta 1993 % af VLF 66,7 72,3 58,7 59,1 Útgjöld hins opinbera 1998 % af VLF 49,1 34,5 38,6 36,9 Millifærslur 1998 % af VLF 20,2 13,7 15,7 6,7 Vöruútflutningur 1997 % af VLF 13,6 8,5 10,0 25,7 Vöruútflutningur 1997 % af heimsVLF 15,7 12,6 7,7 0,0 Vöruinnflutningur 1997 % af VLF 12,0 11,1 8,1 27,0 Innlán banka lok 1997 % af VLF 83,9 55,3 98,8 36,5 Útlán lánakerfisins lok 1997 % af VLF 128,5 82,2 127,1 190,0 Innlend skuldabréf lok 1997 % af VLF 90,2 164,7 108,5 66,7 Markaðsvirði hlutabréfa okt. 1998 milljarðar ECU 3.190,9 9.679,7 3.300,9 2,1 Atvinnuleysi nóv. 1998 % 10,8 4,4 4,4 2,2 Þriggja mánaða vextir lok 1998 % 3,25 5,00 0,18 7,64 Halli ríkissjóðs (-) 1998 % af VLF -2,3 1,4 -5,5 0,4 Skuldir ríkisins 1998 % af VLF 73,8 59,3 115,6 31,5 Viðskiptajöfnuður 1997 % af VLF 1,1 -1,7 2,3 -1,4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.