Peningamál - 01.11.1999, Side 36

Peningamál - 01.11.1999, Side 36
lög Evrópusambandsins eru tiltölulega umfangslítil, aðeins um 1% af VLF, og í ljósi laga Evrópusam- bandsins er ólíklegt að veruleg breyting verði þar á. Af þessu leiðir að sjálfvirkar millifærslur að til- stuðlan hins opinbera munu ekki gegna stóru hlut- verki við að milda áhrif staðbundinnar kreppu á evru- svæðinu. Í Bandaríkjunum milda slíkar millifærslur áhrif staðbundins samdráttar um allt að helming. Á móti kemur að ríkisstjórn hvers aðildarríkis evru- svæðisins getur beitt ríkisfjármálum til að bregðast við efnahagsástandi í eigin landi. Þetta vald er þó tak- markað verulega af stöðugleika- og hagvaxtarsátt- málanum. Samkvæmt honum mega aðildarríki EMU ekki reka hið opinbera með meiri halla en sem nemur 3% af landsframleiðslu nema um verulegan samdrátt í landsframleiðslu sé að ræða.2 Því er ljóst að mögu- leikar einstakra ríkja til að bregðast við staðbundnum samdrætti minnka með tilkomu evrunnar. Fjármálakerfið Fjármálakerfi evrusvæðisins er talsvert frábrugðið fjármálakerfi Bandaríkjanna. Í fyrsta lagi eru fjár- málamarkaðir í Evrópu ekki eins samtvinnaðir og í Bandaríkjunum. Kostnaður og óvissa sem fylgdi gjaldeyrisviðskiptum leiddi til þess að fjármálavið- skipti milli landa á evrusvæðinu voru mun minni en milli svæða innan Bandaríkjanna. Fjármálastofnanir í Evrópu starfa ekki í sama mæli utan heimalands síns. Evran eyðir þessari hindrun og skapar skilyrði fyrir því að fjármálastofnanir fjárfesti um allt evrusvæðið með það fyrir augum að dreifa áhættu í eignasöfnum sínum. Annar mikilvægur munur á fjármálakerfi Evrópu og Bandaríkjanna er að í Evrópu eru bankalán notuð meira hlutfallslega og skuldabréf minna en í Banda- ríkjunum. Markaðir fyrir skuldabréf fyrirtækja eru því þynnri á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum. Þetta er að nokkru leyti vítahringur. Vegna lítillar veltu eru skuldabréfaviðskipti ekki eins hagkvæm og verið gæti sem aftur leiðir til lítillar útgáfu og veltu skulda- bréfa. Með samruna skuldabréfamarkaðarins í 35 2. Stöðugleika- og hagvaxtarsáttmálinn setur aðildarríkjum ESB og sérstaklega aðildarríkjum EMU reglur um stjórn fjármála. Hið opinbera í aðildarríkjunum skal rekið „nálægt jafnvægi eða með afgangi“. Hallarekstur ríkissjóða skal ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu nema undir sérstökum kringumstæðum. Sérstakar kringumstæður eru skilgreindar sem 2% árlegur samdráttur landsframleiðslu. Sáttmálinn kveður einnig svo á að ríkisskuldir aðildarríkjanna skuli vera minni en 60% af þjóðarframleiðslu nema hlutfallið fari lækkandi og stefni að 60% markinu á viðunandi hraða. Tafla 1. Nokkur auðkenni Evrusvæðisins og annarra hagkerfa Eining Evrusvæðið Bandaríkin Japan Ísland Fólksfjöldi 1998 milljónir 292 270 127 0,3 VÞF 1997 % af heimsVLF 15,0 20,2 7,7 0,0 Landbún., fiskveiðar og skógarhögg 1993 % af VLF 2,4 1,7 2,1 12,2 Iðnaður 1993 % af VLF 30,9 26,0 39,2 28,7 Verslun og þjónusta 1993 % af VLF 66,7 72,3 58,7 59,1 Útgjöld hins opinbera 1998 % af VLF 49,1 34,5 38,6 36,9 Millifærslur 1998 % af VLF 20,2 13,7 15,7 6,7 Vöruútflutningur 1997 % af VLF 13,6 8,5 10,0 25,7 Vöruútflutningur 1997 % af heimsVLF 15,7 12,6 7,7 0,0 Vöruinnflutningur 1997 % af VLF 12,0 11,1 8,1 27,0 Innlán banka lok 1997 % af VLF 83,9 55,3 98,8 36,5 Útlán lánakerfisins lok 1997 % af VLF 128,5 82,2 127,1 190,0 Innlend skuldabréf lok 1997 % af VLF 90,2 164,7 108,5 66,7 Markaðsvirði hlutabréfa okt. 1998 milljarðar ECU 3.190,9 9.679,7 3.300,9 2,1 Atvinnuleysi nóv. 1998 % 10,8 4,4 4,4 2,2 Þriggja mánaða vextir lok 1998 % 3,25 5,00 0,18 7,64 Halli ríkissjóðs (-) 1998 % af VLF -2,3 1,4 -5,5 0,4 Skuldir ríkisins 1998 % af VLF 73,8 59,3 115,6 31,5 Viðskiptajöfnuður 1997 % af VLF 1,1 -1,7 2,3 -1,4

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.