Peningamál - 01.11.1999, Side 21

Peningamál - 01.11.1999, Side 21
nú. Hinsvegar er hugsanlegt að raunhækkun hús- næðisverðs á síðustu tveim árum geti gengið til baka á tiltölulega skömmum tíma ef aðstæður breytast, þ.e.a.s. að raunverð lækki um u.þ.b. 15%. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sl. tvö ár. Það ætti að hafa sams konar örvunaráhrif á eftirspurn og hækkun fasteignaverðs þar sem hærra hlutabréfa- verð gerir fjármögnun fjárfestingar fyrirtækjum ódýrari og hækkar eignir hlutafjáreigenda sem ætti að örva neyslu þeirra. Þessi áhrif eru hins vegar lík- lega lítil enn sem komið er hér á landi þar sem hluta- fjármarkaðurinn er ungur og tiltölulega lítill í saman- burði við landsframleiðslu. Auk þess er hugsanlegt að hækkun hlutabréfaverðs sé að hluta til tímabundin bóla og að fjárfestar taki tillit til þess í útgjalda- ákvörðunum sínum. Stefnan í peningamálum hefur verið aðhaldssöm .... Mikill munur skammtímanafnvaxta hér á landi og í helstu viðskiptalöndum Íslands endurspeglar veru- legt peningaaðhald. Eftir hækkun Seðlabankavaxta um miðjan júní jókst munur á milli þriggja mánaða ríkisvíxlavaxta hér og meðaltals sambærilegra vaxta í viðskiptalöndunum (vegið eftir hlutdeild í utanrík- isviðskiptum Íslands) í u.þ.b. 5% og síðan í næstum 5½% eftir vaxtahækkun bankans í september. Þann 10. nóvember nam vaxtamunurinn 5,3%, en hækkun vaxta ECB um 0,5% og Englandsbanka um 0,25% þann 5. nóvember dró ekki eins mikið úr vaxtamun- inum og búast hefði mátt við þar sem væntingar um vaxtabreytingar voru þegar að hluta til fólgnar í peningamarkaðsvöxtum þessara landa. Sú staðreynd að skammtímavextir eru nú svipaðir eða hærri en óverðtryggðir vextir til langs tíma bendir einnig til verulegs peningaaðhalds. Hins vegar draga auknar verðbólguvæntingar úr aðhaldi peningastefnunnar þar sem þær fela í sér lægri skammtímaraunvexti en ella. .....en langtímavextir hafa haft tilhneigingu til að lækka Það dró úr áhrifum aðhaldsaðgerða Seðlabankans að þrátt fyrir hækkun skammtímavaxta lækkuðu verðtryggðir langtímavextir á árinu 1998. Megin- ástæða þessarar þróunar er að líkindum afnám hafta á fjármagnshreyfingum við útlönd sem hefur smám saman verið að þrýsta vöxtum hér á landi niður að erlendum vöxtum en einnig hefur aukinn seljanleiki skuldabréfa á eftirmarkaði stuðlað að lækkun ávöxt- unar. Langtímaraunvextir hafa mun meiri áhrif á einkaneyslu og fjárfestingu en skammtímavextir. Í því sambandi skipta vextir húsnæðislána annars vegar og bankalána hins vegar mestu máli, en verð- tryggðir bankavextir lækkuðu mun minna á síðasta ári en vextir ríkisskuldabréfa. Þar sem áhrif vaxta á útgjöld koma fram með nokkrum töfum má ætla að lækkun langtímavaxta á síðasta ári hafi haft einhver áhrif til að örva eftirspurn á þessu ári. Á árinu 1999 hefur þessi þróun snúist við. Í lok október sl. voru verðtryggðir langtímavextir þannig heldur hærri en í upphafi ársins en óverðtryggðir vextir höfðu hækkað enn meira eftir því sem verðbólguhorfur versnuðu og stýrivextir Seðlabankans hækkuðu. Aðhaldsaðgerðir 20 Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Mánaðarlegar tölur jan.'84 - sept.'99. 3 mán. hlaupandi meðaltöl Höfuðborgarsvæðið eru 7 sveitarfélög. Tölur ná til íbúða í fjölbýli og sérbýli frá janúar 1996 en aðeins í fjölbýli áður. Raunvirt er með vísitölu neysluverðs (einnig 3 mán. meðaltöl). 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 80 85 90 95 100 105 110 115 120 Jan. 1984 = 100 Mynd 18 Raunvextir seðlabanka,* verðbólguálag ríkisskuldabréfa og halli óverðtryggðu ávöxtunarkúrvunnar í lok mánaðar J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1996 1997 1998 1999 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 % 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 -0,5 -1,0 % Halli ávöxtunarkúrvu (hægri ás) Verðbólguálag (vinstri ás) Mynd 19 Raunvextir Seðlabanka *Vextir í endurhverfum viðskiptum raunvirtir með verðbólguálagi ríkisskuldabréfa.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.