Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 46

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 46
Janúar Samkvæmt lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi tók ný stofnun, Fjármálaeftir- litið, til starfa 1. janúar. Fjármálaeftirlitið tók við hlutverki bankaeftirlits Seðlabanka Íslands og Vá- tryggingareftirlits. Um áramótin var Verðbréfaþingi Íslands breytt úr sjálfseignarstofnun í hlutafélag. Formbreytingin er liður í að uppfylla kröfu laga um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða nr. 34/1998 sem sett voru í apríl 1998. Íbúðalánasjóður seldi húsnæðisbréf að söluverðmæti 2,4 milljarðar króna, salan skiptist jafnt á milli flokk- anna BN20-0101 og BN38-0101. Bandaríska matsfyrirtækið Moody's Investors Service gaf FBA lánshæfiseinkunnina A-3 á skuld- bindingar til langs tíma, P-2 á skuldbindingar til skamms tíma og D fyrir fjárhagslegan styrk. Hinn 15. janúar birti Seðlabanki Íslands verðbólgu- spá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 1,9% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá upphafi til loka árs 1999 yrði 2,2%. Spáð var að verðlag á fyrsta ársfjórðungi myndi hækka um 0,6% eða 2,2% á ársgrundvelli. Hinn 28. janúar birti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) álit sendinefndar sinnar á íslensku efnahags- lífi. IMF spáir 5,6% hagvexti á þessu ári og 4,7% á næsta ári. Gert er ráð fyrir 3,5% verðbólgu á þessu ári og 3,2% á því næsta. Febrúar Hinn 18. febrúar tóku gildi reglur um viðskipti bindi- skyldra lánastofnana við Seðlabanka Íslands. Þær komu í stað reglna um útreikning og færslu vaxta o.fl. við Seðlabanka Íslands í viðskiptum við bindi- skyldar stofnanir. Hinn 18. febrúar undirrituðu aðilar að Verðbréfaþingi Íslands hf. samkomulag um bætur og uppgjör viðskipta á Verðbréfaþingi Íslands hf. Hinn 23. febrúar voru vextir í viðskiptum Seðla- bankans við lánastofnanir hækkaðir um 0,4 prósentu- stig. Hinn 23. febrúar tilkynnti bankastjórn Seðlabankans um setningu reglna um laust fé bindiskyldra lána- stofnana. Reglurnar tóku gildi 21. mars 1999. Mars Hinn 29. mars tóku gildi nýjar reglur um laust fé bindiskyldra lánastofnana og komu þær í stað reglna sem höfðu tekið gildi 21. mars 1999. Helstu breyt- ingar eru að aðlögunartími að reglunum er lengdur um einn mánuð og verður fjórir mánuðir. Leyfilegt lausafjárhlutfall á fyrsta tímabili lækkaði í -12% og mun hækka um 3 prósentustig mánaðarlega uns það verður 1,5% þegar reglurnar taka að fullu gildi 21. júlí 1999. Fyrsta útreikningstímabil samkvæmt breyttum reglum er frá 21. mars til 20. apríl 1999. Apríl Íbúðalánasjóður seldi húsnæðisbréf að söluverðmæti 2,2 milljarðar króna, salan skiptist jafnt á milli flokk- anna BN20-0101 og BN38-0101. Hinn 21. apríl birti Seðlabanki Íslands verðbólguspá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 2,4% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá upp- 45 Annáll fjármálamarkaða Janúar-október 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.