Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 5
tæpan helming hækkunar neysluverðs frá áramótum.
Hefðu þeir hækkað jafnt og annað verðlag hefði
verðbólga yfir 12 mánuði mælst u.þ.b. 3% í nóvem-
ber í stað 5%. Er þá aðeins reiknað með beinum
áhrifum bensínverðs á vísitöluna en ekki óbein í
gegnum verð á annarri vöru og þjónustu.
Af 4,6% hækkun vísitölu neysluverðs á tímabil-
inu janúar til nóvember má skýra tæpan fimmtung
með hækkun bensínverðs. Ef bensínverð hefði ekki
hækkað umfram annað verðlag frá áramótum hefði
12 mánaða verðbólga mælst tæplega 1% lægri. Að
langmestu leyti er hækkunin afleiðing verðhækkunar
á erlendum markaði þótt skattur á bensín hafi einnig
hækkað (og reyndar lækkað á ný í október) og vís-
bendingar eru um að álagning hafi þokast upp.
Bensínverð á alþjóðlegum markaði var óvenjulágt
síðari hluta ársins 1998 og í sumum tilfellum lægra
en framleiðslukostnaður. Þessar aðstæður auðveld-
uðu mjög samtökum olíuútflutningsríkja (OPEC) að
ná samstöðu um framleiðslutakmarkanir í mars sl.
Afleiðingin varð mjög snörp verðhækkun sem efna-
hagsbati í Asíu og átök á Balkanskaga ýttu enn frekar
undir. Í septemberlok var svo komið að olíu- og
bensínverð var orðið hið hæsta frá árinu 1996.
Hækkun bensínverðs á erlendum markaði fól í sér
leiðréttingu á verði sem hafði augljóslega verið lægra
en staðist gat til lengdar. Í október gengu verðhækk-
anir á alþjóðamörkuðum nokkuð til baka. Bensínverð
hækkaði þó nokkuð snemma í nóvember. Þótt
bensínverð gæti hækkað enn meira verður að telja
líklegt að hækkanir verði ekki miklar úr þessu nema
að nýir atburðir raski jafnvægi á olíumarkaði.
4
Þróun bensíns- og olíuverðs 1996-1999
J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N
1996 1997 1998 1999
0
50
100
150
200
250
$/tonn
Bensín 95 Brennsluolía 3,5
Mynd 2
Tafla I Greining á hækkun vísitölu neysluverðs til nóvember 1999 (%)
Framlag til hækkunar
Breyting vísitölu vísitölu neysluverðs
Síðustu Síðustu
3 mán.1 Jan.-nóv.1 12 mán. 3 mán.1 Jan.-nóv.1 12 mán.
(1) Búvörur án grænmetis .............................................. -1,6 1,5 3,0 -1,6 1,7 4,0
(2) Grænmeti .................................................................. -27,3 11,7 3,7 -4,5 2,0 0,7
(3) Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur.................... 5,7 6,0 9,7 5,1 6,6 11,8
(4) Aðrar innlendar vörur ............................................... 3,8 2,6 2,3 2,7 2,3 2,3
(5) Innfluttar mat- og drykkjarvörur .............................. 11,3 6,5 8,2 4,9 3,5 5,0
(6) Nýr bíll og varahlutir................................................ 1,1 1,7 1,7 1,3 2,4 2,8
(7) Bensín ....................................................................... 15,5 26,4 14,7 8,9 18,6 11,9
(8) Aðrar innfluttar vörur ............................................... 18,8 1,2 -1,1 40,0 3,2 -3,2
(9) Áfengi og tóbak ........................................................ 0,6 1,4 1,5 0,3 0,8 1,0
(10) Húsnæði .................................................................... 18,4 15,2 13,4 31,0 32,4 32,1
(11) Opinber þjónusta....................................................... 1,8 2,1 3,8 2,9 4,2 8,4
(12) Önnur þjónusta.......................................................... 2,7 5,4 5,2 9,0 22,1 23,4
Samtals.............................................................................. 6,6 5,5 5,0 100,0 100,0 100,0
Innlendar vörur (1-4) ........................................................ 0,5 3,8 5,1 1,7 12,7 18,7
Búvörur og grænmeti (1-2) .............................................. -5,6 2,7 3,1 -6,1 3,8 4,7
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis (3-4)................ 4,9 4,6 6,4 7,8 8,9 14,0
Innfluttar vörur alls (5-9).................................................. 10,7 4,4 2,4 55,3 28,6 17,4
1. Hækkun á árskvarða