Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 5
tæpan helming hækkunar neysluverðs frá áramótum. Hefðu þeir hækkað jafnt og annað verðlag hefði verðbólga yfir 12 mánuði mælst u.þ.b. 3% í nóvem- ber í stað 5%. Er þá aðeins reiknað með beinum áhrifum bensínverðs á vísitöluna en ekki óbein í gegnum verð á annarri vöru og þjónustu. Af 4,6% hækkun vísitölu neysluverðs á tímabil- inu janúar til nóvember má skýra tæpan fimmtung með hækkun bensínverðs. Ef bensínverð hefði ekki hækkað umfram annað verðlag frá áramótum hefði 12 mánaða verðbólga mælst tæplega 1% lægri. Að langmestu leyti er hækkunin afleiðing verðhækkunar á erlendum markaði þótt skattur á bensín hafi einnig hækkað (og reyndar lækkað á ný í október) og vís- bendingar eru um að álagning hafi þokast upp. Bensínverð á alþjóðlegum markaði var óvenjulágt síðari hluta ársins 1998 og í sumum tilfellum lægra en framleiðslukostnaður. Þessar aðstæður auðveld- uðu mjög samtökum olíuútflutningsríkja (OPEC) að ná samstöðu um framleiðslutakmarkanir í mars sl. Afleiðingin varð mjög snörp verðhækkun sem efna- hagsbati í Asíu og átök á Balkanskaga ýttu enn frekar undir. Í septemberlok var svo komið að olíu- og bensínverð var orðið hið hæsta frá árinu 1996. Hækkun bensínverðs á erlendum markaði fól í sér leiðréttingu á verði sem hafði augljóslega verið lægra en staðist gat til lengdar. Í október gengu verðhækk- anir á alþjóðamörkuðum nokkuð til baka. Bensínverð hækkaði þó nokkuð snemma í nóvember. Þótt bensínverð gæti hækkað enn meira verður að telja líklegt að hækkanir verði ekki miklar úr þessu nema að nýir atburðir raski jafnvægi á olíumarkaði. 4 Þróun bensíns- og olíuverðs 1996-1999 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1996 1997 1998 1999 0 50 100 150 200 250 $/tonn Bensín 95 Brennsluolía 3,5 Mynd 2 Tafla I Greining á hækkun vísitölu neysluverðs til nóvember 1999 (%) Framlag til hækkunar Breyting vísitölu vísitölu neysluverðs Síðustu Síðustu 3 mán.1 Jan.-nóv.1 12 mán. 3 mán.1 Jan.-nóv.1 12 mán. (1) Búvörur án grænmetis .............................................. -1,6 1,5 3,0 -1,6 1,7 4,0 (2) Grænmeti .................................................................. -27,3 11,7 3,7 -4,5 2,0 0,7 (3) Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur.................... 5,7 6,0 9,7 5,1 6,6 11,8 (4) Aðrar innlendar vörur ............................................... 3,8 2,6 2,3 2,7 2,3 2,3 (5) Innfluttar mat- og drykkjarvörur .............................. 11,3 6,5 8,2 4,9 3,5 5,0 (6) Nýr bíll og varahlutir................................................ 1,1 1,7 1,7 1,3 2,4 2,8 (7) Bensín ....................................................................... 15,5 26,4 14,7 8,9 18,6 11,9 (8) Aðrar innfluttar vörur ............................................... 18,8 1,2 -1,1 40,0 3,2 -3,2 (9) Áfengi og tóbak ........................................................ 0,6 1,4 1,5 0,3 0,8 1,0 (10) Húsnæði .................................................................... 18,4 15,2 13,4 31,0 32,4 32,1 (11) Opinber þjónusta....................................................... 1,8 2,1 3,8 2,9 4,2 8,4 (12) Önnur þjónusta.......................................................... 2,7 5,4 5,2 9,0 22,1 23,4 Samtals.............................................................................. 6,6 5,5 5,0 100,0 100,0 100,0 Innlendar vörur (1-4) ........................................................ 0,5 3,8 5,1 1,7 12,7 18,7 Búvörur og grænmeti (1-2) .............................................. -5,6 2,7 3,1 -6,1 3,8 4,7 Innlendar vörur án búvöru og grænmetis (3-4)................ 4,9 4,6 6,4 7,8 8,9 14,0 Innfluttar vörur alls (5-9).................................................. 10,7 4,4 2,4 55,3 28,6 17,4 1. Hækkun á árskvarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.