Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 38
sé um hlutverk ESCB í Maastricht-sáttmálanum verður í þessari grein einungis rætt um hlutverk evrukerfisins því aðeins sá hluti stofnana ESCB sem tilheyrir evrukerfinu mun sinna því hlutverki sem kveðið er á um í sáttmálanum. Hlutverk evrukerfisins Samkvæmt Maastricht-sáttmálanum er það hlutverk evrukerfisins að sinna eftirfarandi meginverkefnum: • að skilgreina og framkvæma peningastefnu evru- svæðisins með það fyrir augum að stuðla að verðstöðugleika og öðrum markmiðum EMU svo fremi sem þau samrýmast verðstöðugleika; • að framkvæma aðgerðir á gjaldeyrismörkuðum; • að varðveita og ávaxta gjaldeyrisforða aðildar- ríkjanna; • að stuðla að hagkvæmri og áfallalausri starfsemi greiðslukerfa; • að gefa út seðla og mynt á evrusvæðinu. Að auki skal evrukerfið taka þátt í eftirliti með starfsemi lánastofnana og stuðla að stöðugleika fjár- málakerfisins, veita álit um ný lagafrumvörp og til- lögur að reglugerðum á verksviði þess, safna töl- fræðilegum gögnum sem nauðsynleg eru til að það geti sinnt hlutverki sínu og vinna að alþjóðlegri sam- vinnu á sviði efnahags- og peningamála. Verkaskipting innan evrukerfisins ECB er kjarni evrukerfisins og ber ábyrgð á því að það sinni hlutverki sínu. Ákvarðanataka innan kerf- isins er miðstýrð. Bankaráð ECB (e. Governing Council) tekur allar stefnumarkandi ákvarðanir bæði um peningastefnu evrukerfisins og innri starfsreglur þess. Framkvæmdastjórn ECB (e. Executive Board) stjórnar aðgerðum kerfisins sem skulu vera eins dreifstýrðar og hagkvæmt er. Seðlabönkum aðildar- ríkjanna er því falið stórt hlutverk í framkvæmd peningastefnunnar. Maastricht-sáttmálinn heimilar ECB samt sem áður að framkvæma aðgerðir á mið- stýrðan hátt ef þörf er á því. Til þess að tryggja að dreifstýring aðgerða komi ekki niður á framkvæmd þeirra ber seðlabönkum aðildarríkjanna að fylgja leiðbeiningum og fyrirmæl- um ECB. ECB hefur heimild til þess að gera nauð- synlegar ráðstafanir til þess að tryggja að seðlabank- ar aðildarríkjanna fylgi fyrirmælum, og geti skotið álitamálum fyrir Evrópudómstólinn (e. European Court of Justice). Seðlabanki Evrópu ECB er persóna að lögum skv. opinberum alþjóða- rétti. Bankinn hefur því rétt til þess að gera sam- þykktir á grundvelli opinbers alþjóðaréttar og taka þátt í vinnu á vegum alþjóðastofnana s.s. Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðagreiðslubankans (e. Bank for International Settlements) og OECD. ECB hefur víðtækar lagaheimildir á grundvelli þjóðarréttar í hverju aðildarríki evrusvæðisins og hefur t.d. rétt til 37 Seðlabankakerfi Evrópu, ESCB Seðlabankar aðildarríkjaSeðlabanki Evrópu, ECB Bankastjórar seðlabanka Bankaráð Governing Council Framkvæmdastjórn Executive Board Fjórir stjórnarmenn Bankastjóri ECB og varabankastjóri Allsherjarráð General Council
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.