Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 39
38 þess að eiga eignir, ráðstafa þeim og öðrum verð- mætum og taka þátt í málarekstri. Samkvæmt Maastricht-sáttmálanum hefur ECB fullt stjórnfrelsi (e. constitutional independence). Sáttmálinn segir að við ákvörðun og framkvæmd peningastefnu evrukerfisins sé ráðamönnum ECB óheimilt að bera sig eftir eða taka við fyrirmælum frá stofnunum ESB eða ríkisstjórnum aðildarríkjanna. Stofnanir ESB og ríkisstjórnir aðildarríkjanna hafa samþykkt að virða þetta sjálfstæði ECB. Samkvæmt stofnsáttmálanum skulu bankastjórar seðlabanka aðildarríkjanna skipaðir til minnst fimm ára í senn og má endurskipa þá að skipunartíma loknum. Fulltrúar í framkvæmdastjórn ECB skulu skipaðir til átta ára en aðeins einu sinni. Ráðamönnum ECB má aðeins víkja úr starfi fyrir óstarfhæfi eða alvarleg afglöp í starfi og skal Evrópudómstóllinn skera úr öllum ágreiningsefnum um þessi atriði. Til þess að auka enn persónulegt sjálfstæði banka- ráðsmanna ECB bannar stofnsáttmálinn birtingu upplýsinga um það hvernig fulltrúar greiða atkvæði í bankaráðinu. Að mati ECB myndi slík birting leiða til þess að bankaráðsmenn yrðu fyrir utanaðkomandi þrýstingi, m.a. frá heimalandi sínu. ECB leggur áherslu á að meðlimir bankaráðsins séu ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur algerlega sjálfstæðir ein- staklingar sem sitji í ráðinu á grundvelli eigin verð- leika. Þegar bankaráðsmenn taka ákvarðanir ber þeim að horfa til efnahagsástandsins á evrusvæðinu öllu en ekki aðstæðna í einstökum aðildarríkjum. Bankaráð ECB Í bankaráði ECB sitja annars vegar allir meðlimir framkvæmdastjórnar ECB og hins vegar seðlabanka- stjórar þeirra aðildarríkja ESB sem hafa tekið upp evruna. Bankaráð ECB er sú stofnun innan evrukerf- isins sem tekur stefnumarkandi ákvarðanir. Helstu skyldur bankaráðsins eru: • að setja reglur um samskipti evrukerfisins við aðila utan þess; • að móta peningastefnu evrukerfisins; • að taka ákvarðanir um beitingu stýritækja evru- kerfisins; • að setja innri starfsreglur fyrir evrukerfið um framkvæmd peningastefnunnar; • að setja reglur um útreikning og ákvörðun bindi- skyldu; • að setja reglur sem stuðla að hagkvæmri og áfallalausri starfsemi greiðslukerfa; • að setja viðmiðunarreglur um meðferð gjaldeyr- isforða aðildarríkjanna; • að tryggja að farið sé eftir leiðbeiningum og fyrirmælum ECB og ákveða hvaða upplýsingar seðlabankar aðildarríkjanna skulu veita; • að sinna skyldum ECB á sviði ráðgjafar; • að heimila útgáfu seðla og myntar á evru- svæðinu; • að setja staðla um upplýsingagjöf varðandi að- gerðir seðlabanka aðildarríkjanna. Ákvarðanir bankaráðsins um peningastefnu evru- kerfisins eru teknar með atkvæðagreiðslu þar sem hver viðstaddur meðlimur hefur eitt atkvæði og ein- faldan meirihluta þarf til að samþykkja tillögur. Þetta fyrirkomulag er talið endurspegla það að meðlimir bankaráðsins séu þar á grundvelli eigin verðleika en ekki sem fulltrúar þjóða. Ef atkvæði falla jöfn ræður atkvæði bankastjóra ECB úrslitum. Annars konar fyrirkomulag er haft á við atkvæða- greiðslu um mál sem varða fjárhagslega hagsmuni aðildarríkjanna sem eigenda seðlabanka heimalanda sinna og eigenda ECB. Þá skal vægi atkvæða banka- stjóra seðlabanka aðildarríkjanna ráðast af eignar- hluta þeirra í ECB, en framkvæmdastjórn ECB hefur ekki atkvæðarétt. Í slíkum málum er heimilt að stað- gengill fjarstadds bankastjóra fari með atkvæðisrétt hans. Samkvæmt stofnsáttmálanum skal bankaráðið hittast að minnsta kosti tíu sinnum á ári. Eins og stendur heldur bankaráðið fundi tvisvar í mánuði. Framkvæmdastjórn ECB Í framkvæmdastjórn ECB sitja bankastjóri og vara- bankastjóri ECB ásamt fjórum öðrum. Fulltrúar í framkvæmdastjórn ECB eru valdir úr hópi sérfræð- inga sem hafa reynslu af peninga- og bankamálum. Skipunarferlið er hannað með það í huga að vekja eins mikið traust á framkvæmdastjórninni og kostur er. Skipun framkvæmdastjóra þurfa ríkisstjórnir aðildarríkjanna að samþykkja samhljóða að fengnum meðmælum framkvæmdastjórnar ESB eftir að hún hefur ráðfært sig við Evrópuþingið og bankaráð ECB. Helstu hlutverk framkvæmdastjórnarinnar eru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.