Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 22

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 22
Seðlabankans eiga einhvern þátt í þessari þróun. Þær hafa því hugsanlega komið í veg fyrir frekari lækkun langtímavaxta sem hefði kynt enn frekar undir innlendri eftirspurn. Hagstjórn þarf að reyna að afstýra harkalegri aðlögun Vöxtur innlendrar eftirspurnar á síðustu misserum hefur leitt til þess að nýting framleiðslugetu er nú meiri en samrýmist langtímajafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Á síðustu mánuðum hefur það leitt til of- þenslu sem ásamt sérstökum aðstæðum hefur stuðlað að verulegri aukningu verðbólgu. Dragi ekki veru- lega úr vexti innlendrar eftirspurnar á næstunni og takist ekki að hemja peninga- og útlánaþenslu er hætt við að ekki verði komist hjá harkalegri aðlögun síðar. Ef ofþenslan hjaðnar ekki og kjarasamningar leiða til óhóflegra launahækkana gæti vaxandi verðbólga og viðskiptahalli í versta tilfelli leitt til gengislækkunar á sama tíma og stjórnvöld yrðu að auka aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum til að halda verð- bólgu í skefjum. Kaupmáttur launa myndi þá óhjá- kvæmilega lækka. Líklegt er að innlend eftirspurn myndi minnka snögglega í kjölfarið og atvinnuleysi aukast. Sem betur fer er nokkuð í land með að þessi möguleiki verði líklegur, en það hlýtur þó að vera meginverkefni hagstjórnar á næstu mánuðum að koma í veg fyrir slíka atburðarás og stuðla að svokallaðri „mjúkri lendingu“. Fyrirliggjandi þjóðhagsáætlun og fjárlagafrum- varp fyrir árið 2000 gera ráð fyrir slíkri „mjúkri lend- ingu“ hagkerfisins. Margt bendir hins vegar til þess að vöxtur eftirspurnar á árinu 1999 sé vanmetinn í þjóðhagsáætlun og að viðskiptahalli á þessu ári verði meiri en þar er spáð. Hagvöxtur þyrfti því að vera enn lægri en þau 2,7% sem Þjóðhagsstofnun spáir nú fyrir árið 2000 til að vinda ofan af eftirspurnarspenn- unni, en jafnframt eru líkurnar á því að sama skapi minni. Áætlanir Seðlabankans benda til að hagvöxtur geti orðið um 3½% á næsta ári. Ástæðan er meiri fjárfesting en Þjóðhagsstofnun spáir þótt að öðru leyti sé reiknað með svipuðum forsendum. Að auki gerir verðbólguspá Seðlabankans frá 25. október sl. ráð fyrir að verðbólga verði um 4% á næsta ári m.v. óbreytt gengi frá útgáfudegi spárinnar. Það er með öllu óásættanlegt. Því er brýn þörf á að öllum tækjum hagstjórnar verði beitt af fullum þunga gegn óhóf- legum vexti innlendrar eftirspurnar og peninga- og útlánaþenslu. Í inngangi þessa rits er fjallað um þær áherslur í hagstjórn sem þurfa að koma til. Þar skiptir mestu að peningastefnan verður áfram aðhaldssöm og að fjár- lög verði með meiri afgangi en nú er í fjárlagafrum- varpi. Það er einnig forsenda þess að „mjúk lending“ takist að kjarasamningar á næsta ári samrýmist lækkun verðbólgu frá því sem nú er. Verði þessum áherslum fylgt eftir eru góðar líkur á að hægt verði að endurreisa verðstöðugleika og jafnvægishagvöxt án harkalegrar aðlögunar eða samdráttar. Sú fullyrðing er m.a. reist á þeim samanburði sem gerður hefur verið hér að framan á ofþenslunni nú og í lok síðasta áratugar. Þótt ástandið nú sé að sumu leyti viðkvæm- ara vegna meiri skuldsetningar og frjálsra fjármagns- hreyfinga eru undirstöður hagkerfisins mun traustari nú á heildina litið. 21 Ávöxtun langtímaskuldabréfa á VÞÍ Í lok mánaðar J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1996 1997 1998 1999 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 % 10 ára spariskírteini Húsbréf (96/2) Mynd 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.