Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 17

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 17
höfðu laun á almennum vinnumarkaði, sem fyrr segir, hækkað um 5,3% frá fyrra ári en laun opinberra starfsmanna og bankamanna töluvert meira. Launa- skrið mældist enn innan við 2% og lækkaði raunar í 1½% á þriðja fjórðungi. Búast hefði mátt við nokkuð meira launaskriði í ljósi aðstæðna. Þó verður að hafa í huga að kaupmáttur og launakostnaður fyrirtækja hafa vaxið mjög á undanförnum árum og því væntan- lega síður tilefni til launaskriðs. Innflutningur vinnu- afls hefur enn fremur greitt úr flöskuhálsum á vinnu- markaði. Einnig er hugsanlegt að efling hlutabréfa- markaðarins og sú krafa um arðsemi sem þar er gerð veiti fyrirtækjum meira aðhald í launamálum en á fyrri hagvaxtarskeiðum. Enn á ný er samanburður við ofþensluárið 1987 áhugaverður. Atvinnuleysi var þá enn minna en nú eða um ½%. Svigrúm til innflutnings vinnuafls var einnig minna, enda Evrópska efnahagssvæðið ekki stofnað og Austur-Evrópa enn innan járntjaldsins. Atvinnuþátttaka var jafnframt orðin mun meiri en nú, en í því sambandi verður þó að taka tillit til þess að árið var skattlaust og framboð vinnuafls því óeðlilega mikið. Ekki er því raunhæft að gera ráð fyrir að atvinnuþátttaka geti orðið jafnmikil á ný. Saman- borið við árin fyrir og eftir 1987 á atvinnuþátttaka enn nokkuð í land með að ná fyrri toppi. Við þær að- stæður sem ríktu á vinnumarkaði árið 1987 hækkuðu raunlaun óhóflega mikið. Óhóflegur vöxtur kaup- máttar á skömmum tíma árið 1987 gróf hratt undan samkeppnisstöðu og magnaði um leið umframeftir- spurn og viðskiptahalla. Í yfirstandandi uppsveiflu hefur kaupmáttur launa einnig aukist mjög hratt en þó er kaupmáttaraukinn í núverandi uppsveiflu mun minni en í þeirri fyrri. Útlánaþenslan teflir enn stöðugleikanum í tvísýnu Seðlabankinn hefur verulegar áhyggjur af mikilli útlánaþenslu og hröðum vexti peningamagns og sparifjár (M3) á þessu og síðasta ári. Vöxtur útlána innlánsstofnana nam 31% á síðasta ári4 en vöxtur út- lána lánakerfisins í heild var minni eða rúm 15%. Peningamagn og sparifé jókst einnig um 15% á síðasta ári. Vöxtur útlána jókst enn á þessu ári og nam tólf mánaða aukning útlána innlánsstofnana til loka september sl. u.þ.b. 36% en M3 jókst um rúm 15% á sama tíma. Ekki liggja fyrir tölur um útlán lánakerfisins í heild nema til loka júní sl. en þá höfðu þau aukist um 16½% frá sama tíma í fyrra. Áhyggjuefni tengd þessari þróun eru einkum tvö. Hið fyrra er að svo mikill vöxtur peningastærða og útlána samrýmist ekki til lengdar stöðugleika og lít- illi verðbólgu. Rannsóknir staðfesta langtímasam- band á milli M3 og nafnvirðis landsframleiðslu en breytingar á henni má líta á sem summu verðbólgu og hagvaxtar. Ef halda á verðbólgu á bilinu 2-2½% 16 Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann 1980 - 1999 Áætlun 1999. Spá 2000. 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 2000 0 5 10 15 20 25 30 -5 -10 -15 -20 % Mynd 15 4. Efnahagsreikningur Verslunalánasjóðs var felldur inn í reikninga Íslandsbanka í október 1998 og skekkir það 12 mánaða útlánaaukningu innlánsstofnana í heilt ár á eftir. Lausleg leiðrétting á þessu gefur útlánavöxt innlánsstofnana sem nemur 27% á árinu 1998 og um 32% á tólf mánuðum til loka september. Þessi breyting hefur hins vegar ekki áhrif á útlánatölur lánakerfisins í heild. 5. Efri mörkin eru mjög líklega of há en það breytir ekki miklu í þessu samhengi. Aðfluttir umfram brottflutta og fjöldi útgefinna atvinnuleyfa Jan.-mars 1996 Júlí-sept. 1996 Jan.-mars 1997 Júlí-sept. 1997 Jan.-mars 1998 Júlí-sept. 1998 Jan.-mars 1999 Júlí-sept. 1999 0 200 400 600 800 1.000 -200 Þúsund Aðfluttir umfram brottflutta Veitt atvinnuleyfi samtals Mynd 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.