Peningamál - 01.11.1999, Side 29

Peningamál - 01.11.1999, Side 29
28 seljanleika þeirra. Ekki er einhlít skýring á þeirri þró- un en aðferðir ríkissjóðs við uppkaup ríkisverðbréfa kunna að eiga nokkurn þátt. Ríkissjóður hefur beitt tveimur aðferðum við uppkaupin, annars vegar upp- boðum og hins vegar kaupum á eftirmarkaði. Seinni aðferðin skapar óvissu fyrir viðskiptavaka bréfanna og kann að hafa leitt til hækkunar vaxtamunar. Önnur skýring gæti verið sú að skortur á nýjum bréfum hafi dregið úr virkni markaðarins og það komi fram í hærri vaxtamun. Ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa hefur einnig hækkað á árinu og mun meira en ávöxtun verð- tryggðra ríkisskuldabréfa. Þar gætir áhrifa aukinnar verðbólgu og verðbólguvæntinga á ávöxtunarkröfu þessara bréfa. Í heild hefur dregið úr viðskiptum á eftirmarkaði ríkistryggðra markaðsbréfa á þessu ári. Sérstaklega hefur dregið úr viðskiptum með spariskírteini. Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru þau um 15 ma.kr. saman- borið við tæpa 45 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hlutfallslega minni samdráttur varð á viðskiptum með ríkisbréf sem þó drógust saman um 2,9 ma.kr. og nam samdrátturinn um 6,7% á þessu tímabili. Hins vegar hafa viðskipti með hús- og húsnæðisbréf á eftirmarkaði aukist nokkuð. Þar voru viðskiptin um 77 ma.kr. á fyrstu tíu mánuðum ársins en voru 74 ma.kr. á sama tíma í fyrra. 5. Hlutabréfamarkaður Mikil veltuaukning hefur orðið í hlutabréfaviðskipt- um á yfirstandandi ári. Til loka október voru við- skipti með hlutabréf um 30 ma.kr. á VÞÍ samanborið við tæpa 9 ma.kr. á sama tíma árið áður. Úrvalsvísi- tala VÞÍ hækkaði um 31% til loka október. Markaðs- virði hlutabréfa á aðallista VÞÍ var 281 ma.kr. í lok október samanborið við 215 ma.kr. í ársbyrjun. Eftir- tektarvert er að hlutabréfaverð hefur hækkað veru- lega á árinu á sama tíma og Seðlabankinn hefur í þrí- gang hækkað vexti. Á þróuðum mörkuðum erlendis er yfirleitt öfugt samband á milli breytinga á verði hlutabréfa og vaxta þótt til séu undantekningar, t.d. þegar sterkar væntingar um afkomu fyrirtækja eða mikil eftirspurn kæfir áhrif vaxtahækkana, einnig þegar vaxtahækkun seðlabanka er talin hafa góð áhrif á efnahagslífið til lengri tíma litið. Þróun hlutabréfaverðs J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 31. 12. 1997 = 1000 1996 1997 1998 1999 Mynd 15 Úrvalsvísitala VÞÍ, dagleg gildi Ávöxtun ríkisbréfa og verðbólguálag (mismunur kaupkröfu ríkisbréfa og spariskírteina með gjalddaga eftir tæp 4 ár) Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 % Verðbólguálag Ríkisbréf RB03-1010/KO (gjaldd. 2003) Mynd 14

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.