Peningamál - 01.11.1999, Page 40
• að stjórna framkvæmd peningastefnunnar í sam-
ræmi við leiðbeiningar og ákvarðanir
bankaráðsins;
• að leiðbeina seðlabönkum aðildarríkjanna við
framkvæmd viðmiðunarreglna og ákvarðana
bankaráðsins;
• að sjá um daglegan rekstur ECB;
• að fara með framkvæmd ákveðinna mála sem
bankaráðið úthlutar framkvæmdastjórninni, s.s.
mála er lúta að setningu reglugerða.
Eins og í bankaráðinu eru ákvarðanir framkvæmda-
stjórnarinnar teknar með einföldum meirihluta at-
kvæða þar sem hver fulltrúi sem er viðstaddur hefur
eitt atkvæði. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði
bankastjóra ECB úrslitum. Framkvæmdastjórnin
heldur fund einu sinni í viku.
Upplýsingagjöf
Vaxandi fylgi er við þá skoðun að nauðsynlegur
fylgifiskur sjálfstæðis seðlabanka sé að hann standi
öðrum stjórnvöldum og almenningi reikningsskil
gerða sinna. Í því skyni þarf peningastefnan að vera
eins gagnsæ og unnt er og upplýsingar um hana þurfa
að vera aðgengilegar almenningi. Stjórn ECB hefur á
undanförnum misserum mótað sér starfsreglur sem
taka tillit til þessara sjónarmiða. Bankastjóri ECB
heldur blaðamannafund strax að loknum fyrri fundi
bankaráðsins í hverjum mánuði. Þar gerir hann grein
fyrir mati bankaráðsins á efnahags- og verðlagshorf-
um á evrusvæðinu og svarar spurningum. Efnahags-
reikningur evrukerfisins er birtur vikulega. Árs-, árs-
fjórðungs- og mánaðarskýrslur eru einnig birtar.
Þessum skýrslum er skilað til Evrópuþingsins, ráð-
herraráðsins og framkvæmdastjórnar ESB. Evrópu-
þingið fjallar um skýrslurnar og bankastjóri og fram-
kvæmdastjórn ECB svara spurningum þingnefnda
Evrópuþingsins.
Allsherjarráð ECB
Allsherjarráð ECB (e. General Council) samanstend-
ur af bankastjóra og varabankastjóra ECB og banka-
stjórum seðlabanka allra aðildarríkja ESB. Alls-
herjarráðið hefur tímabundið umsjón með ýmsum
verkefnum sem áður heyrðu undir Peningastofnun
Evrópu (EMI) og snerta þau aðildarríki ESB sem
ekki taka þátt í EMU. Allsherjarráðið fæst m.a. við
ráðgjöf varðandi ákvörðun skiptigengis (e. conver-
sion rate) gjaldmiðla sem enn hafa ekki tekið upp
evruna. Þar að auki tekur allsherjarráðið þátt í ýmiss
konar starfsemi ESCB, svo sem ráðgjöf og öflun
tölulegra gagna. Bankastjóri ECB skal gera alls-
herjarráðinu grein fyrir ákvörðunum bankaráðsins.
Allsherjarráðið heldur fundi á þriggja mánaða fresti.
Hlutverk seðlabanka aðildarríkjanna
Seðlabankar aðildarríkjanna eru persónur að lögum
hver í sínu heimalandi. Þrátt fyrir að vera sérstakar
lögpersónur eru seðlabankar aðildarríkja myntbanda-
lagsins einnig hluti af evrukerfinu og þurfa því að
lúta reglugerðum þess og ákvörðunum ECB. Nauð-
synlegt var að gera ýmsar breytingar á lögum um
seðlabanka aðildarríkjanna til þess að þau samrýmd-
ust lögum ESB. Þar ber hæst að seðlabankar aðildar-
ríkjanna þurfa að uppfylla skilyrði um sjálfstæði.
Seðlabankar aðildarríkjanna fara með framkvæmd
peningastefnunnar eftir þeim reglum sem ECB setur.
Þeir eru hlekkur í greiðslumiðlun milli evrulanda,
meta hæfi verðbréfa og lánastofnana og innan þeirra
eru stundaðar rannsóknir. Samkvæmt stofnsáttmálan-
um er seðlabönkum aðildarríkjanna einnig heimilt að
halda áfram að gegna öðrum hlutverkum fyrir heima-
land sitt telji bankaráð ECB það ekki vera í andstöðu
við markmið evrukerfisins.
3. Peningastefna evrukerfisins
Peningastefna fyrir evrusvæðið er sem fyrr segir
ákveðin af Seðlabanka Evrópu. Stjórn ríkisfjármála
verður hins vegar áfram í höndum ríkisstjórna að-
ildarríkjanna. Þær eru þó bundnar af skilyrðum stöð-
ugleika- og hagvaxtarsáttmálans sem fyrr er lýst.
Í október 1998 greindi bankaráð ECB frá
peningastefnu evrukerfisins. Hún byggist á þremur
þáttum:
• Tölulegri skilgreiningu verðstöðugleika.
• Veigamiklu hlutverki peningamagns sem felur í
sér tölulegt viðmiðunargildi fyrir vöxt M3.
• Almennu mati á verðlagshorfum á evrusvæðinu
öllu.
Markmið um verðstöðugleika
Birtingu tölulegrar skilgreiningar á verðstöðugleika
er ætlað að hafa áhrif á verðbólguvæntingar. Jafn-
39