Peningamál - 01.05.2002, Page 2

Peningamál - 01.05.2002, Page 2
PENINGAMÁL 2002/2 1 Á síðustu mánuðum hefur dregið úr verðbólgu. Gengi krónunnar hefur styrkst samfara hraðminnk- andi viðskiptahalla. Um leið hefur innlend eftirspurn haldið áfram að dragast saman og útlit er fyrir nokkurn samdrátt landsframleiðslu á þessu ári eftir langt og kröftugt hagvaxtarskeið. Spennan sem ríkti á vöru- og vinnumarkaði hefur hjaðnað ört og er lík- lega að snúast í slaka um þessar mundir. Þessar að- stæður eru hagstæðar með tilliti til hjöðnunar verð- bólgu en fela í sér aðlögunarerfiðleika fyrir fyrirtæki og heimili sem gætu bitnað á fjármálakerfinu. Verðbólga á síðasta ársfjórðungi var lítils háttar minni en Seðlabankinn spáði í síðasta hefti Peninga- mála, en það skýrist af sérstökum stjórnvaldsaðgerð- um og áhrifum breytinga á grunni vísitölu neyslu- verðs. Án þessara þátta hefði spáin reynst of lág. Eigi að síður hefur dregið mjög úr undirliggjandi verð- bólgu eins og síðasta spá bankans gerði ráð fyrir. Ætla má að leiðrétt fyrir ofangreindum þáttum hafi undirliggjandi verðbólga verið um 4% síðustu þrjá mánuði, sem er mun minna en á seinni hluta síðasta árs. Þessi þróun ásamt hærra gengi krónunnar veldur því að mjög ólíklegt er að vísitala neysluverðs fari yfir verðlagsmarkmið aðila vinnumarkaðarins nú í maí. Æ fleiri vísbendingar eru nú um að spennan sem ríkti hér á landi á undanförnum misserum sé á hröðu undanhaldi og hafi jafnvel þegar breyst í slaka. Spennan átti verulegan þátt í mögnun verðbólgunnar á sínum tíma en slakinn mun hjálpa til við að slá á hana. Í þessu sambandi skiptir þróunin á vinnu- markaði verulegu máli. Vísbendingar eru um að launaskrið á almennum vinnumarkaði hafi nánast stöðvast og geti í sumum greinum verið orðið nei- kvætt. Þá eykst árstíðarleiðrétt atvinnuleysi með hverjum mánuði sem líður, vinnutími styttist og atvinnuþátttaka minnkar. Síðasta verðbólguspá bankans gerði ekki ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans næðist að óbreyttu á árinu 2003. Ásamt mikilli verðbólgu mánuðina fyrir gerð hennar hamlaði það möguleikum bankans til að milda samdráttinn í þjóðarbúskapnum með lækkun vaxta. Á það var hins vegar bent að forsendur gætu breyst tiltölulega fljótt hvað þetta varðaði, sérstak- lega ef gengi krónunnar styrktist frekar eða spennan í hagkerfinu hjaðnaði hraðar en þá var gert ráð fyrir. Þetta hefur gengið eftir. Verðbólguspáin sem hér er birt byggir á rúmlega 5% hærra gengi en síðasta spá og forsendur um launaskrið hafa verið lækkaðar. Afleiðingin er sú að 2½% verðbólgumarkmið bankans næst á síðustu mánuðum ársins 2003. Á fyrri hluta árs 2004 verður verðbólga undir markmið- inu miðað við óbreytta peningastefnu. Verðbólgan mun fara inn fyrir efri þolmörk verðbólgumarkmiðs- ins, sem eru nú 4½%, þegar á þriðja fjórðungi þessa árs. Í síðustu Peningamálum kynnti Seðlabankinn áætlanir um að flæði á gjaldeyrismarkaði í ár myndi styðja undir frekari styrkingu krónunnar. Það helg- aðist af því að útlit var fyrir að viðskiptahalli myndi minnka verulega og verða um 33 ma.kr., að draga myndi verulega úr útstreymi vegna beinna fjárfest- inga og verðbréfafjárfestingar, og að áform um lán- tökur virtust meiri en þurfti til að fjármagna gjald- eyrisútstreymi vegna þessara þátta. Þetta hefur ræst. Gengi krónunnar hefur styrkst verulega að undan- förnu og var í lok apríl orðið nærri 6½% hærra en í lok janúar sl. Þá hefur framvindan staðfest útlit um mun minni viðskiptahalla. Forsendur styrkara gengis eru því enn til staðar. Framvindan að undanförnu staðfestir það mat Seðlabankans að lækkun gengis krónunnar á síðasta ári hafi að verulegu leyti verið umfram efnahagslegar forsendur til lengri tíma litið. Lækkun gengisins átti Inngangur Verðbólguhorfur og samdráttur skapa svigrúm til lækkunar vaxta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.