Peningamál - 01.05.2002, Page 4

Peningamál - 01.05.2002, Page 4
PENINGAMÁL 2002/2 3 Verðbólga minnkaði á fyrsta ársfjórðungi Töluvert dró úr tólf mánaða hækkun vísitölu neyslu- verðs á fyrsta fjórðungi þessa árs, en verðbólga þannig mæld hafði náð hámarki í janúar. Í apríl hafði vísitala neysluverðs hækkað um 7½% á 12 mánuð- um, samanborið við 9,4% í janúar, sem var mesta verðbólga sem mælst hafði frá október 1990. Þegar verðbólga jókst á Íslandi á liðnu ári dró heldur úr henni í helstu viðskiptalöndunum. Það sem af er þessu ári hefur hún verið að meðaltali 1½-2% í við- skiptalöndunum, en nokkru hærri í Evrópu eða 2-2½% á EES-svæðinu og u.þ.b. 2½% á evru- svæðinu. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Verðbólguhorfur hafa batnað en samdráttur í þjóðar- búskapnum virðist fara vaxandi Dregið hefur úr verðbólgu það sem af er þessu ári, jafnvel þótt litið sé framhjá ýmiss konar sérstökum áhrifum í vísitölu neysluverðs vegna aðgerða hins opinbera eða breytinga á grunni vísitölunnar. Ætla má að undirliggjandi verðbólga síðustu þriggja mánaða sé um 4% á ársgrundvelli. Minni undir- liggjandi verðbólga og styrking gengis krónunnar hafa bætt horfur um verðbólgu, sérstaklega á næsta ári. Í verðbólguspá sem hér er birt er reiknað með að verðbólga komist inn fyrir þolmörk verðbólgu- markmiðs Seðlabankans á þriðja fjórðungi þessa árs og að 2½% verðbólgumarkmið bankans náist á síðustu mánuðum 2003. Litið tvö ár fram í tímann verður verðbólgan undir verðbólgumarkmiði bankans að óbreyttri peningastefnu. Jafnframt þessari þróun ágerist samdráttur eftirspurnar og spenna á vöru- og vinnumörkuðum er að breytast í slaka. Viðskiptahalli er við það að hverfa og hefur sú þróun stuðlað að hærra gengi krónunnar. Þróun þess að undanförnu staðfestir þá skoðun bankans að gengisfallið á síðasta ári hafi verið umfram undirliggjandi efnahagslegar forsendur til lengri tíma litið. Hægt hefur á útlánaþenslu lánakerfisins og hjá innlánsstofnunum er hún að fullu hjöðnuð. Vöxtur peningamagns og sparifjár er hins vegar enn umtalsverður, en það á að hluta til rætur að rekja til aukins sparnaðar og þarf því ekki að vera áhyggjuefni svo lengi sem vöxturinn hjaðnar á næstunni. Aðhaldsstig peningastefn- unnar er enn umtalsvert þrátt fyrir síðustu vaxtalækkanir, en þróun verðbólgu í samræmi við spár og samdráttur eftirspurnar á þessu ári ættu að óbreyttu að leiða til þess að Seðlabankavextir haldi áfram að lækka á árinu. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 30. apríl 2002. Mynd 1 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M 1998 1999 2000 2001 2002 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 % Verðbólguþróun 1998-2002 12 mánaða breytingar Helstu viðskiptalönd Íslands Ísland: Samræmd vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Ísland: Neysluverðsvísitala
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.