Peningamál - 01.05.2002, Side 22

Peningamál - 01.05.2002, Side 22
mars jókst M3 um 15,3%, eða um 7,3% að raungildi miðað við hækkun vísitölu neysluverðs á sama tíma- bili. Fyrstu þrjá mánuði ársins var vöxtur M3 svipaður og á sama tíma í fyrra, eða sem samsvarar 22% á ársgrundvelli. Þetta felur í sér meiri raunvöxt en á síðasta ári, en það ár hækkaði verðlag meira yfir fyrsta ársfjórðung en nú. Sterkt langtímasamband er á milli vaxtar pen- ingamagns og sparifjár og vaxtar nafnvirðis lands- framleiðslu, sem líta má á sem summu hagvaxtar og verðbólgu. Við fyrstu skoðun mætti því ætla að mikill vöxtur M3 að undanförnu sé áhyggjuefni þar sem hann gefi annaðhvort vísbendingu um að fram- leiðsluspenna sé lítið að hjaðna, eins og flestar aðrar stærðir benda til, eða að framundan sé meiri verð- bólga en reiknað er með í fyrirliggjandi spám. Þannig benti 5-6% raunvöxtur M3 lengst af á síðasta ári til að hagvöxtur væri ekki eins lítill og ýmsir töldu um mitt ár, enda kom síðar í ljós að hann var a.m.k. 3%. Hins vegar verður að túlka breytingar peningamagns yfir stutt tímabil af varúð. Mikil aukning peningamagns og sparifjár að undanförnu gæti þannig samrýmst minni eftirspurn og hjöðnun framleiðsluspennu ef hún er birtingarmynd aukins sparnaðar sem í fyrstu umferð finnur sér farveg í innstæðum í bankakerfinu, en þær eru meginuppi- staðan í M3. Það styður þessa túlkun að hvort sem litið er til síðustu tólf mánaða eða þess sem liðið er af þessu ári má rekja vöxt innstæðna innlánsstofnana að mestu leyti til verðtryggðra innstæðna og annars bundins sparifjár. Það styður þessa túlkun einnig að grunnfé, sem er besti mælikvarðinn á lausafjárfram- boð Seðlabankans, dróst saman að raungildi þar til að það tók mikinn kipp í mars. Það hefur reyndar gengið til baka í apríl, sem sést þó ekki enn á mynd 13 vegna hreyfanlegs meðaltals. Það, ásamt tiltölu- lega háum peningamarkaðsvöxtum bendir ekki til að aukning peningamagns og sparifjár eigi rætur að rekja til hefðbundins verðbólguskapandi peninga- framboðs af hálfu Seðlabankans. Vöxtur peninga- magns og sparifjár ætti því að hjaðna á næstu mán- uðum þegar dregur úr tekjuaukningu og verðbólgu. Uppgreiðsla fyrirtækja á erlendum skuldum og aukinn sparnaður heimila utan bankakerfisins, í formi uppgreiðslu skulda eða aukinnar verðbréfa- fjárfestingar ætti einnig að stuðla að því sama. Það gæti þá verið viðvörunarmerki um meiri vöxt nafn- virðis landsframleiðslu á næstunni eða lægra sparn- aðarstig heimila og fyrirtækja ef þetta gengur ekki eftir. Útlánaþensla innlánsstofnana er að fullu hjöðnuð Samfara gengislækkun krónunnar og aukinni verð- bólgu á síðustu mánuðum hafði stofn útlána innlánsstofnana tilhneigingu til að aukast óháð því hvort þessar stofnanir voru að veita ný útlán eða ekki, því að gengis- og verðtryggð lán hækkuðu að nafn- virði í takt við verðhækkun gjaldmiðla eða verð- vísitölur sem þau voru bundin. Án þessarar upp- færslu fór tólf mánaða vöxtur útlána innlánsstofnana stöðugt lækkandi á síðasta ári og var í lok árs orðinn tæplega 7½%. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Nýlega hefur hins vegar brugðið svo við að gengi krónunnar hefur hækkað og hækkun vísitölu neyslu- verðs hefur verið lítil það sem af er árinu. Að nafn- virði og á árskvarða lækkuðu því útlán innlánsstofn- ana um rúm 4% á fyrstu þrem mánuðum ársins, en án áhrifa gengis- og verðbreytinga hækkuðu þau um tæp 2½% umreiknað til ársbreytingar. Útlánaþensla inn- lánsstofnana á síðustu misserum er því nánast að fullu hjöðnuð. Sé litið á lánakerfið í heild er ekki enn ljóst að hægt sé að fullyrða hið sama. Aðrar lánastofnanir tóku að nokkru upp slakann í útlánavexti innláns- stofnana á síðasta ári. Til dæmis jukust sjóðfélagalán lífeyrissjóða um nærri 28% á tólf mánuðum til loka febrúar sem samsvarar um 17% raunvexti.8 Heldur virðist þó hafa dregið úr aukningunni síðustu mánuði PENINGAMÁL 2002/2 21 8. Líklegt er að hluti þeirrar aukningar stafi af skuldbreytingum óhag- stæðari lána. J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M 1998 1999 2000 2001 2002 0 10 20 30 40 50 60 70 -10 Grunnfé, 12 mán. %-breyt. 0 5 10 15 20 25 30 35 40 M3, útlán, 12 mán. %-breyt. Raunvöxtur peningamagns (M3) og grunnfjár1 og vöxtur útlána janúar 1998 - apríl 2002 Mynd 14 1. Reiknað út frá 3 mánaða meðaltölum M3 og grunnfjár. Heimild: Seðlabanki Íslands. Útlán Útlán án gengis- og verðbótauppfærslu Grunnfé (raunvöxtur) M3 (raunvöxtur)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.