Peningamál - 01.05.2002, Side 35

Peningamál - 01.05.2002, Side 35
34 PENINGAMÁL 2002/2 Seðlabankar hafa víðast hvar haldið að sér höndum Vaxtamunur milli Íslands og útlanda, mældur í þróun þriggja mánaða ríkisvíxla hefur lækkað nokkuð frá lokum janúar. Þá var vaxtamunurinn 6,8 prósentur en í lok apríl var hann 6 prósentur. Meginástæða lækk- unar var lækkun íslensku víxlanna sem lækkuðu úr 9,84% í 9,13%, en erlendu víxlarnir hækkuðu þó lítillega. Fyrir utan seðlabanka Svíþjóðar, Kanada og Nýja-Sjálands hafa seðlabankar um allan heim haldið að sér höndum í vaxtabreytingum. Sænski seðla- bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentur í 4% hinn 19. mars og daginn eftir hækkaði seðlabanki Nýja-Sjálands vexti sína jafnmikið en stýrivextir þar eru nú 5%. Seðlabanki Svíþjóðar hækkaði síðan aftur vexti hinn 26 apríl um 0,25 prósentur. Kanadíski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentur 16. apríl og eru þeir nú 2¼%. Skuldabréfamarkaðurinn er enn við sama heygarðs- hornið ... Viðskipti á skuldabréfamarkaði voru sveiflukennd á tímabilinu frá lokum janúar til loka apríl en námu að meðaltali nærri tveimur milljörðum króna á dag. Dregið hefur úr útgáfu húsbréfa vegna minni eftir- spurnar á markaði en verð hefur lítið breyst vegna þessa. Ætla má að betra jafnvægi verði á framboði langtímaskuldabréfa á næstunni af þessum sökum. Hugsanlegt er að breytingar á reglum Seðlabankans um hæfi bréfa í endurhverfum viðskiptum kunni að leiða til stækkunar eða sameiningar á útgáfu þeirra stofnana sem hafa lánshæfismat yfir þeim mörkum sem þar er miðað við. ... og viðskipti á hlutabréfamarkaði hafa verið stöðug og lífleg Veruleg umskipti hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Verð hefur verið nokkuð stöðugt og úrvalsvísitalan hefur um skeið legið nærri gildinu 1.300 sem er u.þ.b. 12% hækkun frá árslokagildi vísitölunnar árið 2001 og rúmlega 30% hækkun frá lágmarkinu í ágúst á síðasta ári. Ljóst er að breytingar á skattalögum hafa haft veruleg áhrif á afkomu íslenskra fyrirtækja og þær ásamt heimild til afnáms verðbólgureiknings- skila eiga eftir að hafa frekari áhrif á þessu ári. Útlit- ið virðist allgott í útflutningsgreinum en síðra í þjón- ustu og verslun. Breyting á lögum gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að færa ársreikninga sína í erlend- um gjaldmiðlum. Nokkur fyrirtæki sem hafa veru- legan hluta tekna og kostnaðar erlendis, hafa lýst því yfir að þau hyggist nýta sér þessa heimild. Mynd 7 sýnir þróun úrvalsvísitölu hlutabréfa á VÞÍ frá ára- mótum. Janúar | Febrúar | Mars | Apríl 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Ma.kr. Daglán Vaxtafærð daglán Daglán og daglán vegna uppgjörs í greiðslukerfum 3. janúar - 30. apríl 2002 Mynd 6 Heimild: Seðlabanki Íslands. Janúar | Febrúar | Mars | Apríl 1.100 1.150 1.200 1.250 1.300 1.350 31.des.1997=1.000 Mynd 7 Þróun úrvalsvísitölu VÞÍ frá áramótum 2002 (dagleg gildi) Heimild: Seðlabanki Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.