Peningamál - 01.05.2002, Side 52

Peningamál - 01.05.2002, Side 52
þjóðir einnig vera farnar að sýna þeim áhuga. Önnur lántaka er einnig að miklu leyti erlend og í árslok 2001 var rétt innan við 50% af fjármögnun innláns- stofnana aflað erlendis frá, samanborið við um 20% árið 1995. Vinna við þróun greiðslukerfa er komin vel á veg … Þann 12. júní 2001 birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) niðurstöður úttektar sinnar á stöðugleika íslenska fjármálakerfisins (FSSA, Financial System Stability Assessment). Meðal annars var þar metið hvort íslensk greiðslukerfi uppfylltu svonefndar kjarnareglur Alþjóðagreiðslubankans (BIS). Þessar reglur kveða á um öryggi, gagnsæi og hagkvæmni í rekstri greiðslukerfa. Niðurstöður úttektarinnar voru í stórum dráttum þær að verulega skorti á að greiðslukerfi hér á landi uppfylltu kröfurnar. Til dæmis þótti ábótavant að ekki voru gerðar skýrar kröfur um áhættugreiningu, áhættustýringu og uppgjörstryggingar. Þá þegar stóð yfir umfangsmikil vinna sem miðaði að því að færa fyrirkomulag íslenskra greiðslukerfa í alþjóðlega viðurkennt horf. Í samvinnu við lánastofnanir, Reiknistofu bankanna (RB) og Fjölgreiðslumiðlun hf. mótaði Seðlabankinn á síðasta ári tillögur um leiðir til úrbóta í þessum efnum og náðist samstaða um tillögurnar í lok ársins. Var þá hafin vinna við að hrinda þeim í framkvæmd. Breytingarnar ná bæði til stórgreiðslu- kerfis Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfis Fjöl- greiðslumiðlunar hf. Af hálfu RB er nú unnið að því að gera nauðsynlegar breytingar á hugbúnaðarkerf- um. Breytingarnar munu hafa í för með sér nýjar kröfur til lánastofnana um áhættustýringu og upp- gjörstryggingar. Stefnt er að því að fullu samræmi við kjarnareglurnar verði náð um mitt næsta ár. … og hafin er endurskoðun á tilhögun uppgjörs vegna verðbréfaviðskipta Af hálfu Seðlabanka Íslands, Verðbréfaþings Íslands hf. og Verðbréfaskráningar Íslands hf. er nú í undir- búningi endurskoðun á umgjörð, eðli og fyrirkomu- lagi uppgjörs vegna verðbréfaviðskipta. Skilgreina má verðbréfauppgjörskerfi (e. securities settlement system) sem kerfi um staðfestingu viðskiptaskilmála vegna verðbréfaviðskipta (e. confirmation), ákvörð- un skyldna og réttinda sem leiðir af verðbréfa- viðskiptum (e. clearance), endanlega afhendingu seljanda á verðbréfum til kaupanda (e. delivery) og greiðslu kaupanda á fjármunum til seljanda (e. pay- ment). Stefnt er að því að endurskoðuninni verði lokið næstkomandi haust. PENINGAMÁL 2002/2 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.