Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 2008 Fréttir DV 111 [i Héraðsdómur : li|| Reykjavíkur 1111!Aða,meðí:erð I 'IKO* m^ísíns ferfram . ninnrr rontom kar september. I gær tók Héraðsdómur Reykjavíkur fyrir mál Borghildar Maack Jónsdóttur, eiganda íbúðar á Sogavegi, gegn verktakafyrirtækinu Lauffelli ehf. Fyrirtækið leigði íbúðina af Borghildi og framleigði til pólskra verka- manna. Allt að Qórtán manns bjuggu í fjögurra herbergja íbúðinni í einu. Það segir lögmaður Lauffells rangt. Fiann Paul, sem starfaði hjá fyrirtækinu um skeið til þess að kynna sér aðbúnað starfsmanna, segir aðbúnað- inn í íbúðinni slæman. i i ,«L u \ R \ W ^ . -L ÉÞt, \ ■ y ii 9 „Þeir kvörtuðu undan því að eftir þrettán stunda vinnudag þyrftu þeir að bíða í röð fyrir utan baðherbergið í um það bil klukkutíma." í gær var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Borghildar Maack Jónsdóttur, eiganda íbúðar á Sogavegi í Reykjavík, gegn verktakafyrirtækinu Lauffelli ehf. Borghildur krefur fyrirtækið um ógreidda húsaleigu fyrir fimm mán- aða tímabil auk viðbótarkröfu vegna þess að fyrirtækið framleigði íbúðina til pólskra verkamanna, sem störf- uðu hjá fyrirtækinu um skeið. Rúnar Svanholt Gíslason, lögmaður Borg- hildar, segir að í íbúðinni hafl búið allt of margir, miðað við það sem húsaleigusamningurinn gerði ráð fyrir. „Auk húsaleigukröfunnar er svo viðbótakrafa vegna þess að þeir nýttu húsnæðið umfram það sem heimilt var," segir hann Tæpar þrjú hundruð þúsund krónur Tímaritið ísafold fjallaði um að- búnað starfsmanna Lauffells í febrúar á síðasta ári. Þar kemur ffam að allt að 11 starfsmenn fyrirtækisins hafi búið í íbúðinni á sama tíma, en umrædd íbúð er 140 fermetrar á stærð með fjórum svefnherbergjum. Fyrir bú- setuna í íbúðinni borgaði hver starfs- maður um það bil tuttugu þúsund krónur á mánuði. Fiann Paul, sem starfaði hjá fyrir- tækinu um tveggja vikna skeið til þess að skrifa umrædda grein í ísafold, bendir á að starfsmennirnir hafi ver- ið mjög ósáttir við húsakostinn sem þeir bjuggu í. „Það var mjög þröngt um menn. Að minnsta kosti tveir þurftu að sofa í hverju svefnherbergi og aðeins eitt baðherbergi er í íbúð- inni. Þeir kvörtuðu undan því að eftir þrettán stunda vinnudag þyrftu þeir að bíða í röð fyrir utan baðherbergið í um það bil Idukkutíma." Hann seg- ir að um það bil átta til ellefu verka- menn hafi búið í íbúðinni á þeim tíma sem hann vann fyrir fyrirtækið. Það hafi hins vegar verið breytilegt. Rúnar Svanholt bendir þó á að lengst afhafi 14 Pólverjar verið skráð- ir í íbúðinni. „í samningnum er hins vegar ákvæði um að ekki fleiri en fjór- ir myndu búa í íbúðinni," segir hann. Því má áastla að Lauffell hafi haft um það bil tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði í leigutekj- ur fyrir að framleigja íbúðina til starfs- manna. Ekki fæst uppgefið hversu háar kröfur Borghildar eru, en mál- ið er þríþætt. Eins og áður sagði fyr- ir vangoldnar leigugreiðslur og of- nýtingu íbúðarinnar. Þá snýst krafan einnig um að skilum á húsnæðinu hafi verið verulega ábótavant. Aðal- meðferð í málinu fer fram í septemb- er. Fengu íbúðina endurgjaldslaust Guðmundur Ómar Hafsteinsson, lögmaður Lauffells, bendir hins vegar á að umbjóðendur hans hafi lagt fram háar tryggingar, fyrir leigunni og því sé leigan greidd. Hann segir það ekki rétt að fjórtán pólskir verkamenn hafi búið í húsinu á sama tíma. „Það voru umtalsvert færri, um það bil fimm til sjö manns dvöldu í húsinu á hverjum tíma. Borghildi var algjörlega ljóst í upphafi tíl hvers nota átti íbúðina. í leigusamningnum stendur að leigu- takinn sé byggingaverktaki með er- lenda starfsmenn. Hún sér hins veg- ar einhverja gróðavon í því að ætla að margfalda upphæðina vegna þess hve margir dvöldu í íbúðinni, þó hvorki sé stoð fyrir því í húsaleigulögum né leigusamningnum." Hann segir rétt að starfsmenn fyr- (búinn á Sogavegi Þröngt var um pólsku verkamennina irtækisins hafi fyrst um sinn borgað um það bil tuttugu þúsund krónur á mánuði fyrir leiguna á húsinu, en síðar hafi Lauffell ákveðið að rtíkka starfsmennina ekkert fyrir leigu á íbúðinni. „Fyrirtækið lét þeim íbúð- ina í té endurgjaldslaust til þess að gera vel við starfsmennina. Ef þeir hefðu verið á almennum húsnæðis- markaði hefði leigan auðvitað verið umtalsvert hærri." Langur vinnudagur Eftir þrettán stunda vinnudag þurftu verkamennirnir að bíða i allt að klukkutíma eftir að geta notað salernið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.