Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 15
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 6. JÚN( 2008 15 ir það vera nærtækari möguleika en sprengigos í Snæfellsjökli. Umfangsmiklar skjálftamæling- ar og rannsóknir á jarðskorpuhreyf- ingum hafa verið á Reykjanesinu og reikna má með að eldgos á svæðinu verði fyrirséð með einhverjum fyr- irvara. Hraunflæði yfir Reykjanesbrautina Byggð í Reyjavík hefur þanist út síðustu árin. Þegar hafin var upp- bygging í Norðlingaholti og við Úlfarsfell heyrðust áhyggjuraddir um að þarna væri verið að byggja á sprungusvæði. Mestu tjón sem verða af jarðskjálftum eru yfirleitt vegna sprunguhreyfinga. Almanna- varnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur þó ekki upplýsingar um að sérstök áhætta sé nú um stundir á þessu svæði af jarðskjálftavirkni í nánustu framtíð. Hluti Hafnaríjarðarbæjar er byggður á hrauni, bæði Kapellu- hrauni og Hvaleyrarhrauni. Eins og annars staðar þar sem orðið hefur gos er ekki hægt að útiloka að það endurtaki sig. Gos á þessu svæði nú myndi líklegast aðeins raska sam- göngum með þvl að slíta í sundur Reykjanesbrautina. Ef um meira gos væri að ræða gæti það hins veg- ar runnið yfir byggð í Hafnarfirði. Bent hefur verið á þann mögu- leika að mjög langvinnt eldgos gæti hafist á Islandi, svokallað dyngju- gos. Þá má búast við að heilt fjall myndist. Stærsta dyngjan á íslandi er Skjaldbreiður sem náði yfir þús- und metra hæð í dyngjugosi. Komi upp dyngjugos myndi heil kynslóð á höfuðborgarsvæðinu alast upp við gosmyndanir. Ekki er þó ástæða að sinni til að hafa áhyggjur af mann- tjóni vegna slíks goss. Norðlingaholt Þegar hafin var uppbygging í Norðlingaholti og við Úlfarsfell heyrðust áhyggjuraddir um að þarna væri verið að byggja á sprungusvæði. Mestu tjón sem verða af jarðskjálftum eru yfirleitt vegna sprunguhreyfinga. mm\ I H .. m r ®j I |||4""É 1 1 HH| i — ■* r ® Fundu virka eldstöð neðansjávar En íslendingar eru enn að finna virkar eldstöðvar. Eldfjallafræðing- urinn Ármann Höskuldsson er einn þeirra sem síðasta sumar fundu umfangsmikla eldstöð á Reykjanes- hrygg sem liggur neðansjávar í átt frá Reykjanesskaganum. í samtali við DV í apríl sagði hann að svæðið væri mjög virkt og að þarna gæti í raun gosið hvenær sem er. Ármann sagði eldstöðina vera á um 1.500 metra dýpi og því myndi gosið ekki hafa teljandi áhrif á landi, nema efværi fyrir jarðskjálfta sem fylgdu gosinu. Flekamót eru við Reykjanesið en Ármann varð afar hissa á að finna þetta stóra eldstöð á úthafshryggn- um þar. Rannsóknum Ármanns og sam- starfsmanna hans á svæðinu er ekki nærri lokið og munu þær halda áfram til sumarsins 2009. Ef ekki gýs þar áður. Rétt viðbrögð skipta sköpum Almannavarnir hvetja alla til að kynna sér þær hættur sem geta að steðjað f eigin nágrenni og við- brögð við þeim, hvort sem um er að ræða eldgos, jarðskjálfta, skrið- ur eða annað. Rétt viðbrögð skipta sköpum. Að sögn Kjartans Þorkelssonar sýslumanns er ein mikilvægastsa aðgerð þeirra sem vinna að hjálp- arstarfi þegar illa fer að heimsækja fólk á svæðinu. Hann segir reynsl- una hafa sýnt að þetta sé eitt lykil- atriðið, ekki aðeins til að huga að slösuðum heldur fyrst og fremst til að veita fólki öryggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.